Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hafi látið högg og spörk dynja á for­eldrunum í tíu klukku­stundir

Kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni er sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Talið er að árásin nóttina örlagaríku hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Faðirinn hafði nokkrum dögum fyrr verið lagður inn á sjúkrahús. Sonur hins látna krefst þess að hálfsystir hans verði svipt erfðarétti.

Veður­spáin fyrir helgina að skána

Nokkrar breytingar hafa orðið á veðurspánni fyrir Verslunarmannahelgina og eru þær flestar til bóta. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku og bendir sérstaklega á hlýindi fyrir norðan og austan.

Fjalla­baks­leið syðri lokuð vegna vatnavaxta

Lokað hefur verið fyrir umferð um Fjallabaksleið syðri norðan Mýrdalsjökuls. Ástæðan eru miklir vatnavextir og breytingar á árfarvegi. Um er að ræða vegakaflann frá Hólmsá að Mælifelli. Allur akstur er bannaður.

Dóttirin í Súlunesi á­kærð

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Margréti Höllu Hansdóttur Löf, 28 ára konu, sem sökuð er um aðild að andláti föður síns á heimili þeirra í Súlunesi í Garðabæ í apríl síðastliðnum.

Mögu­legur fyrir­boði um goslok

Eldgosið nyrst á Sundhnúksgígaröðinni hefur nú staðið yfir í 14 daga. Kvika virðist safnast undir Svartsengi á ný sem gæti verið fyrirboði gosloka.

„Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“

Foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lést eftir flugslys í Skerjafirði árið 2000 biðla til ferðalanga um komandi Verslunarmannahelgi að ígrunda og sýna varkárni. Lífið sé viðkvæmt og dýrmætt sem hafa skuli í huga ferðahelgina miklu sem aðra daga.

Sjá meira