Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Björgunarbátur á strandveiðibátnum sem sökk úti fyrir Patreksfirði á mánudag blés ekki út. Von er á flakinu til Reykjavíkur um helgina. Auk skipstjórans hundur hans um borð og hefur ekki fundist. 3.7.2025 15:09
Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur hafnað beiðni lögreglustjórans á Vestfjörðum um tímabundin einkastæði í Hafnarstræti fyrir lögregluna sem neyddist til að flytja starfstöð sína vegna myglu. Forgangsakstur lögreglu fari illa saman við götulokun fyrir gangandi vegfarendur. 2.7.2025 14:01
Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í skoðanagrein árið 2019 að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði og þekktist nánast hvergi utan Íslands. Breyta þyrfti fyrirkomulaginu á Alþingi svo fámennur hópur stjórnarandstæðinga gæti ekki tekið þingið í gíslingu. 2.7.2025 13:16
Beðið eftir krufningarskýrslu Ástæðan fyrir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist frekara gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna yfir konu grunuð um manndráp er sú að lykilrannsóknargagns er enn beðið, krufningarskýrslu. 1.7.2025 17:50
Lágkúra og della að mati ráðherra Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir lágkúrulegt af stjórnarandstöðunni að halda því fram að breytingar hjá fiskeldisfyrirtæki á Þingeyri tengist fyrirhuguðum breytingum á veiðigjöldum. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. 1.7.2025 15:52
Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ræður tengdar frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum verða eins margar og til þurfi þar til málið verði tekið af dagskrá. Því verði ekki hleypt óbreyttu í gegn. Hagsmunir þjóðarinnar séu í húfi, ekki sérhagsmunir. 1.7.2025 15:00
Magnús Þór lést við strandveiðar Strandveiðimaðurinn sem lést þegar bátur hans sökk út af Patreksfirði í gær hét Magnús Þór Hafsteinsson og var 61 árs. Hann var fyrrverandi þingmaður og gerði út á bátnum Orminum langa AK-64 frá Patreksfirði. 1.7.2025 14:11
Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur falið fjórum sérfræðingum að vinna skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðlamálum. Verkefni hópsins verður að meta kosti og galla sjálfstæðs gjaldmiðils samanborið við aðild að stærra gjaldmiðlasvæði eins og evrusvæðinu. 30.6.2025 14:56
Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Karlmaður sem réðst á rútubílstjóra á sjötugsaldri í Reykjavík á laugardagskvöld var nýbúinn að kasta upp í rútunni. Fimm unga menn þurfti til að halda aftur af árásarmanninum sem er Íslendingur um tvítugt. 30.6.2025 13:54
Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Fundur lögreglu með knattspyrnufélögum á höfuðborgarsvæðinu hafði það meðal annars í för með sér að ekki var seldur bjór á heimaleik Víkinga gegn Aftureldingu í Bestu deild karla í gærkvöldi. Lögregla gerði athugasemdir við áfengisneyslu á heimaleik Stjörnunnar gegn Breiðabliki á föstudagskvöld. 30.6.2025 11:18