Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Arnmundur Ernst Backman leikari segir það sína mestu guðsgjöf að hafa hætt að drekka og reykja kannabis. Arnmundur segist ekki hafa náð að syrgja móður sína fyrr en löngu eftir andlátið og það ferli hafi sýnt honum hve skakkt samfélagið okkar meðhöndlar fólk sem fer í gegnum missi nánasta ástvinar. 30.6.2025 10:05
Steini frá Straumnesi látinn Steingrímur Stefánsson, leiðsögumaður í Laxá í Aðaldal og betur þekktur sem Steini frá Straumnesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 24. júní síðastliðinn 56 ára gamall. Veiðisamfélagið syrgir goðsögn í laxveiði. 27.6.2025 16:19
Áfram frestað meðan formenn funda Þingflokksformenn hafa fundað eftir hádegi í dag í viðræðum stjórnarflokkanna við stjórnarandstöðuna um þinglok. Þingfundi var frestað um klukkustund á þriðja tímanum og svo aftur um eina og hálfa klukkustund. 27.6.2025 15:37
Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Helgi Valberg Jensson verður formaður starfshóps forsætisráðherra sem vinnur að kortlagningu á stöðu atvinnumála í Norðurþingi. Tilkynnt hefur verið um tímabundna rekstrarstöðvun kísilvers PCC á Bakka frá miðjum júlí. Málið var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. 27.6.2025 14:16
Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Argentínska tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Lalo Schifrin er látinn, 93 ára að aldri. Frá þessu greinir BBC og vísar til upplýsinga frá fjölskyldu hans. Schifrin lést á heimili sínu í Los Angeles eftir að hafa glímt við lungnabólgu. 27.6.2025 12:52
Svona verða bílastæðagjöldin hjá Háskóla Íslands Gjaldtaka í bílastæði við Háskóla Íslands hefst þann 18. ágúst eða við upphaf haustmisseris. Gjaldskylda verður frá 8 til 16 á virkum dögum. Mánaðaráskrift hljóðar upp á 1500 krónur en tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 krónur. Gjaldtaka átti upphaflega að hefjast í fyrrahaust. 27.6.2025 10:08
Þyrlan afturkölluð og hinn slasaði sóttur á björgunarskipi Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á öðrum tímanum vegna slasaðs skipverja í Ísafjarðardjúpi. Þyrlan var kölluð út á fyrsta forgangi. 13.6.2025 13:26
Flugu frá Frakklandi með tólf kíló af kókaíni Tveir karlmenn sæta gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið gripnir af tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli með samanlagt tólf kíló af kókaíni í farangri sínum. Lagt hefur verið hald á meira magn kókaíns á fimm mánuðum í ár en allt árið í fyrra. 12.6.2025 11:54
Miklar breytingar hjá Play og nefhjól í lausu lofti Búast má við samdrætti á framboði flugsæta til Íslands með breytingum hjá Play. Gengi á bréfum félagsins rauk upp í morgun. Við ræðum við greinanda á markaði í hádegisfréttum. 11.6.2025 11:52
Hlutabréf Play ruku upp við opnun markaða Gengi flugfélagsins Play sem til stendur að afskrá úr Kauphöll verði yfirtökutilboði tveggja hluthafa samþykkt hækkaði um rúman fimmtung við opnun Kauphallar í dag. 11.6.2025 10:30