Reynslubolti kveður lögregluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2025 06:42 Sveinn Kristján Rúnarsson á vaktinni í Reynisfjöru. Vísir/Magnús Hlynur Sveinn Kristján Rúnarsson, sem hefur verið andlit lögreglunnar á Suðurlandi í lengri tíma, hefur söðlað um og ráðið sig til Landsvirkjunar. Hann segir hollt að breyta til og nýtur þess að starfa í himnaríki, við dyr hálendisins. Sveinn Kristján hefur verið yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í tæpa tvo áratugi og starfað í lögreglunni í alls 27 ár. Verkefnin á Suðurlandi hafa verið fjölmörg og fjölbreytt undanfarin ár og áratugi hvort sem litið er til verkefna tengdum miklum fjölda ferðamanna, eldgosinu í Eyjafjallajökli, umferðarslysum, manndrápsmálum og hin ýmsu daglegu verkefni laganna varða. „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt. Þeir voru með afar spennandi starf hjá Landsvirkjun og mig langaði að skoða hvort ég ætti möguleika. Og hér er ég í dag,“ segir Sveinn Kristján. Nýi titillinn er verkefnastjóri öryggis og heilsu á Þjórsársvæðinu. Hann stendur vaktina í Búrfelli sem Sveinn Kristján kallar himnaríki á léttum nótum, dyrnar að hálendinu. Hann segir af og frá að hann hafi verið kominn með nóg af lögreglustarfinu. „Alls ekki,“ segir Sveinn Kristján. Það sé erfitt að hætta að vera lögga og kveðja þá fjölmörgu sem hann hafi starfað með í lengri tíma. „Það er hollt að breyta til. Maður er enn þá lifandi og hefur áhuga á ýmsu,“ segir Sveinn Kristján Sveinn Kristján er annar yfirlögregluþjónninn á Suðurlandi sem kveður starfið á árinu. Oddur Árnason, annar reynslubolti, lét af störfum á árinu eftir tæplega fjörutíu ára langan feril. Aðdragandinn að starfslokum Odds var annars eðlis. Hann lýsti því í viðtali í Morgunblaðinu að erfið mál hefðu sest á sálina. Hann hefði brotnað niður fyrirvaralaust októberkvöld eitt árið 2023 og í framhaldinu farið í veikindaleyfi. „Ég sat í sófanum heima að kvöldi þegar yfir mig helltist sú tilfinning að ég hreinlega bugaðist. Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils. Þannig sat ég fram á nóttina og gerði mér þá strax grein fyrir að ég væri kominn á stað í lífinu þar sem ég ætti ekki að reyna einn að vaxa út úr vandanum, heldur leita mér aðstoðar,“ segir Oddur. Nú eru þeir Sveinn og Oddur farnir á braut. Jón Gunnar Þórhallsson er yfirlögregluþjónn á Suðurlandi en enn á eftir að fylla í skarð Sveins. „Það kemur alltaf maður í manns stað. Það er margt gott fólk í löggunni.“ Lögreglan Vistaskipti Árborg Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Sveinn Kristján hefur verið yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í tæpa tvo áratugi og starfað í lögreglunni í alls 27 ár. Verkefnin á Suðurlandi hafa verið fjölmörg og fjölbreytt undanfarin ár og áratugi hvort sem litið er til verkefna tengdum miklum fjölda ferðamanna, eldgosinu í Eyjafjallajökli, umferðarslysum, manndrápsmálum og hin ýmsu daglegu verkefni laganna varða. „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt. Þeir voru með afar spennandi starf hjá Landsvirkjun og mig langaði að skoða hvort ég ætti möguleika. Og hér er ég í dag,“ segir Sveinn Kristján. Nýi titillinn er verkefnastjóri öryggis og heilsu á Þjórsársvæðinu. Hann stendur vaktina í Búrfelli sem Sveinn Kristján kallar himnaríki á léttum nótum, dyrnar að hálendinu. Hann segir af og frá að hann hafi verið kominn með nóg af lögreglustarfinu. „Alls ekki,“ segir Sveinn Kristján. Það sé erfitt að hætta að vera lögga og kveðja þá fjölmörgu sem hann hafi starfað með í lengri tíma. „Það er hollt að breyta til. Maður er enn þá lifandi og hefur áhuga á ýmsu,“ segir Sveinn Kristján Sveinn Kristján er annar yfirlögregluþjónninn á Suðurlandi sem kveður starfið á árinu. Oddur Árnason, annar reynslubolti, lét af störfum á árinu eftir tæplega fjörutíu ára langan feril. Aðdragandinn að starfslokum Odds var annars eðlis. Hann lýsti því í viðtali í Morgunblaðinu að erfið mál hefðu sest á sálina. Hann hefði brotnað niður fyrirvaralaust októberkvöld eitt árið 2023 og í framhaldinu farið í veikindaleyfi. „Ég sat í sófanum heima að kvöldi þegar yfir mig helltist sú tilfinning að ég hreinlega bugaðist. Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils. Þannig sat ég fram á nóttina og gerði mér þá strax grein fyrir að ég væri kominn á stað í lífinu þar sem ég ætti ekki að reyna einn að vaxa út úr vandanum, heldur leita mér aðstoðar,“ segir Oddur. Nú eru þeir Sveinn og Oddur farnir á braut. Jón Gunnar Þórhallsson er yfirlögregluþjónn á Suðurlandi en enn á eftir að fylla í skarð Sveins. „Það kemur alltaf maður í manns stað. Það er margt gott fólk í löggunni.“
Lögreglan Vistaskipti Árborg Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira