Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Jón undir feldi eins og Diljá

Það gengur fjöllunum hærra meðal spenntra Sjálfstæðismanna að Jón Gunnarsson þingmaður flokksins ætli að gefa kost á sér til embætti varaformanns flokksins á komandi landsfundi. Jón segist enga ákvörðun hafa tekið enn sem komið er.

Gjald­þrota meðhöndlari

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson meðhöndlari, sem var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sex konum, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp úrskurð þess efnis þann 4. febrúar síðastliðinn. 

Ás­laug Arna og Guð­rún tókust á í Pallborðinu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og frambjóðendur til formanns flokksins á landsfundi komandi helgi mætast í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Kappræðurnar verða í beinni útsendingu.

Nýr borgar­stjóri studdi til­lögu sátta­semjara

Fjöldi kennara minnti á kjarabaráttu sína bæði á pöllunum í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og sömuleiðis fyrir utan húsið. Kjaradeila kennara er í hnút eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði tillögu sáttasemjara í hádeginu í dag. Nýr borgarstjóri og formaður sambandsins segist hafa stutt tillögu sáttasemjara og skoði sín mál.

Skilur vel reiðina sem blossi upp

Formaður Félags grunnskólakennara segist hafa fullan skilning á því að kennarar treysti sér ekki til kennslu eftir hádegið í dag eftir útspil Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hafi þó ekki vitað af skipulagðri útgöngu kennara víða um landið.

Út­ganga kennara kom for­manninum í opna skjöldu

Formaður Kennarasambands Íslands klórar sér í kollinum yfir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafni nú forsenduákvæði í tillögu ríkissáttasemjara sem sambandið samþykkti í janúar. Hann segir útgöngu kennara víða um land í dag hafa verið alfarið án hans vitneskju.

Ó­sáttir kennarar yfir­gefa skólana

Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi. Formaður félags grunnskólakennara segir ekki um skipulagða aðgerð á vegum félagsins að ræða. 

Sveitar­fé­lögin höfnuðu til­lögunni á elleftu stundu

Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði klukkan 11:59 innanhússtillögu ríkissáttasemjara í deilu kennara við hið opinbera. Kennarar samþykktu tillöguna síðdegis í gær en sveitarfélögin telja sig ekki geta fallist á tvennt í tillögu sáttasemjara.

Nýr borgar­stjóri kynntur á morgun

Nýr borgarstjóri tekur við völdum í Reykjavík á morgun þegar greidd verða atkvæði um tillögu nýs meirihluta á aukafundi borgarstjórnar.

Sjá meira