Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Heims­meistara­mót fé­lags­liða hefur okkur að fé­þúfu“

Leikmenn Seattle Sounders í Bandaríkjunum segja MLS deildina hafa sig að féþúfu á heimsmeistaramóti félagsliða sem fer fram síðar í mánuðinum. Í upphitun liðsins fyrir leik í gær klæddust leikmenn treyjum til mótmæla, þar sem farið var fram á þeir fengju stærri hlut af verðlaunafénu.

„Lengi dreymt um að keppa við þá“

Dagbjartur Sigurbrandsson tekur þátt í lokaúrtökumóti fyrir opna bandaríska meistaramótið í golfi í dag. Í holli með honum er þrefaldi risamótsmeistarinn Padraig Harrington og Svíinn Alex Noren, sem er með tíu sigra á Evrópumótaröðinni.

Átta leikir í röð án sigurs ekki á­hyggju­efni

Hlín Eiríksdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, telur það ekki áhyggjuefni að liðinu hafi ekki tekist að landa sigri í síðustu átta leikjum. Hún nýtur þess vel að hafa systur sína með sér í liðinu.

Hákon mun slást við Kelleher um stöðuna

Írski markmaðurinn Caoimhin Kelleher er að ganga til liðs við Brentford, þar sem hann mun berjast við landsliðsmanninn Hákon Rafn Valdimarsson um stöðu aðalmarkmanns. Átján milljón punda tilboð Brentford hefur verið samþykkt af Liverpool.

Fögnuðu með skrúð­göngu í skugga ó­eirða

Þrátt fyrir óeirðir í París á laugardagskvöld þar sem tveir létust og vel yfir fimm hundruð voru handteknir hélt Paris Saint-Germain skrúðgöngu í gær þar sem liðið fagnaði Meistaradeildartitlinum. Hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram en minniháttar ofbeldi braust út og lögreglan beitti táragasi. 

„Þetta mark átti ekki að telja“

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, er sannfærður um að þriðja markið í 3-1 tapi liðsins gegn Breiðabliks hefði ekki átt að standa. Bæði hafi Tobias Thomsen verið rangstæður og brotið af sér.

„Á köflum kaffærðum við þá al­veg“

„Ég er svo stoltur af liðinu. Í hreinskilni sagt þá hafa síðustu tveir leikir verið erfiðir. Þetta var okkar svar. Þetta er það sem þetta félag snýst um,“ sagði sigurreifur Tobias Thomsen sem skoraði tvennu í 3-1 sigri Breiðabliks á Víkingi í stórleik Bestu deildarinnar í kvöld.

Sjá meira