Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Kristján Georg Jósteinsson, sem hlaut árið 2019 þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir innherjasvik hjá Icelandair, hefur verið ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot. Hann er sakaður um að hafa ekki talið fram úttektir úr einkahlutafélögum, sem hann nýtti meðal annars við framkvæmd innherjasvikanna og rekstur kampavínsklúbbanna VIP club og Shooters í Austurstræti. 23.10.2025 14:50
Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Samstöðin ehf., sem rekur fjölmiðil undir sama heiti, tapaði fimmtíu milljónum króna í fyrra, samanborið við 24 milljóna króna tap árið áður. Samstöðin hlaut fjölmiðlastyrk í fyrra en ekki árið áður. 23.10.2025 13:40
Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Þingflokkur Viðreisnar hefur ráðið Söndru Sigurðardóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra HK, til starfa sem framkvæmdastjóra þingflokks. Á sama tíma færir núverandi framkvæmdastjóri þingflokksins sig yfir í starf aðstoðarmanns atvinnuvegaráðherra. 23.10.2025 11:43
Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var fyrstur á mælendaskrá þegar óundirbúinn fyrirspurnartími hófst á Alþingi í morgun. Hann mætti ekki í ræðustól þegar forseti reyndi að gefa honum orðið. 23.10.2025 10:48
Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Hagnaður Icelandair eftir skatta nam sjö milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 8,5 milljarða hagnað á sama tímabili í fyrra. Félagið áætlar að afkoma fyrir vaxtagreiðslur og skatta árið 2025 verði neikvæð um 1,2 til 2,4 milljarða króna. 22.10.2025 16:14
Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Félag atvinnurekenda varar eindregið við því að tillögum stýrihóps Reykjavíkurborgar í leikskólamálum verði hrint í framkvæmd. Fjárhagslegir hvatar til þess að stytta dvalartíma barna á leikskóla séu í raun refsing. 22.10.2025 15:48
Aflýsa verkfalli öðru sinni Flugumferðarstjórar hafa aflýst verkstöðvun sem átti að hefjast á morgun. Tugir flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli voru undir. 22.10.2025 14:56
Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Fangaverði við Fangelsið Litla-Hraun hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um að hafa slegið eign sinni á mun í eigu fanga. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu. 22.10.2025 11:52
Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Bilun hjá Norðuráli á Grundartanga, sem veldur því að framleiðsla dregst saman um tvo þriðju, mun hafa áhrif á rekstur Eimskips, enda er Norðurál einn stærsti viðskiptavinur skipafélagsins. Gengi hlutabréfa félagsins hefur lækkað hressilega frá opnun markaða í dag. 22.10.2025 11:26
Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Metta sport seldi íþróttafatnað fyrir 634 milljónir króna og hagnaðist um 182 milljónir í fyrra. Félagið er í 80 prósenta eigu Péturs Kiernan og 20 prósenta eigu Samúels Ásberg O'Neill, sem báðir eru á þrítugsaldri. 22.10.2025 10:50