Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sigríður Á. Andersen var staðfest í embætti þingflokksformanns Miðflokksins, á fundi þingflokksins nú síðdegis. Bergþór Ólason forveri hennar í embætti, tilkynnti um afsögn sína í lok september. 15.10.2025 13:49
Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sveitarfélagið Hornafjörður og þróunarfélagið Landsbyggð hafa gert samkomulag um alhliða uppbyggingu á nýju miðbæjarsvæði á Höfn. Útgerðin Skinney-Þinganes hafði frumkvæði að því að kanna möguleika á uppbyggingu miðbæjarins og á nú í viðræðum við Landsbyggð um þátttöku í verkefninu. Landsbyggð er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. 15.10.2025 13:41
Vara við sósum sem geta sprungið Mjólkursamlag KS hefur ákveðið að innkalla fjórar tilteknar framleiðslulotur af pitsasósu, sem seldar eru undir merkjum IKEA, Bónus og E. Finnsson. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á seinni gerjun eftir framleiðslu, sem getur valdið því að flöskur bólgni og jafnvel springi. 15.10.2025 11:45
Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Arion banki bendir á að skilmálar íbúðalána bankans með ákvæðum um breytilega vexti séu frábrugðnir þeim sem fjallað er um í dómi Hæstaréttar í málinu gegn Íslandsbanka og því sé erfitt að meta nákvæm áhrif af dómnum á lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum. Að því gefnu að sambærileg niðurstaða fengist í ágreiningsmáli um lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum sé það bráðabirgðamat bankans að fjárhagsleg áhrif slíkrar niðurstöðu yrðu óveruleg. 15.10.2025 11:18
Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Allir sjö dómarar Hæstaréttar voru sammála um að skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti hafi verið ólögmætir. Þrátt fyrir það var Íslandsbanki sýknaður af fjárkröfum í Vaxtamálinu svokallaða, þar sem að vextir á láni þeirra sem höfðuðu málið höfðu hækkað minna en stýrivextir Seðlabankans. 14.10.2025 14:47
Skilmálarnir umdeildu ógiltir Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 14.10.2025 13:36
Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í Vaxtamálinu svokallaða. Tugmilljarða hagsmunir bankanna, og ekki síður neytenda, voru undir í málinu. Niðurstaðan var sú að umdeildir skilmálar í lánasamningi voru ógiltir en ekki var fallist á fjárkröfur á hendur bankanum. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. 14.10.2025 13:04
Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Tjörneshreppur hefur afþakkað 248 milljóna króna fólksfækkunarframlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Í fundargerð hreppsnefndar segir að svona hátt framlag sé fáránlegt og hreppurinn lifi vel án þess. 14.10.2025 11:55
Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Fjármála- og efnahagsráðherra segir að farið hafi verið vel yfir stöðu kerfislega mikilvægu bankanna í aðdraganda dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða, sem kveðinn verður upp í dag. Tugmilljarða hagsmunir bankanna, og ekki síður neytenda, eru undir í málinu. 14.10.2025 11:35
Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til fimmtán mánaða skilorðsbundins fangelsi fyrir líkamsárás og sérlega hættulega líkamsárás. Í þeirri seinni stakk hann mann í síðuna með þeim afleiðingum að hann hlaut „langan og djúpan gapandi skurð á bakvegg brjóstkassa.“ 14.10.2025 11:00