Halda Orra og Sporting engin bönd Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í liði Sporting Lissabon eru með örugga forystu á toppi portúgölsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Liðið hefur enn ekki tapað leik. 16.12.2025 21:38
Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, átti flottan leik er lið hans Barcelona vann öruggan sigur á Torrelavega í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 16.12.2025 21:16
Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Martin Hermannsson og liðsfélagar hans í Alba Berlin eru komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í körfubolta. Þetta var ljóst eftir sigur liðsins gegn Sabah í kvöld. 16.12.2025 21:06
Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Valur tyllti sér í þriðja sæti Bónus deildar kvenna með stórsigri á Hamar/Þór í kvöld. Lokatölur í N1 höllinni að Hlíðarenda, 98-67, þrjátíu og eins stigs sigur Vals. 16.12.2025 21:03
UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Ilia Topuria mun ekki verja léttivigtartitil sinn í UFC á næstunni og hefur gefið frá sér titilinn í fjaðurvigt. Hann mun einbeita sér að því að vernda æru sína og fjölskyldu utan bardagabúrsins og verjast tilraun til fjárkúgunar. 16.12.2025 20:01
Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Reynsluboltar í pílukasti hér heima á Íslandi hafa aldrei séð mann missa eins mikla stjórn á skapi sínu og gerðist hjá Skotanum Cameron Menzie á stóra sviðinu á HM í pílukasti í gær. 16.12.2025 19:11
Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Santiago Montiel, leikmaður Independiente í Argentínu hlaut Puskas verðlaunin fyrir flottasta mark ársins 2025 í knattspyrnuheiminum. 16.12.2025 18:42
Bonmatí og Dembele best í heimi Frakkinn Ousmane Dembele og hin spænska Aitana Bonmati eru knattspyrnufólk ársins 2025 í vali FIFA. 16.12.2025 18:26
Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Fulltrúar enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, vísa á bug fullyrðingum fyrirliðans Bruno Fernandes sem sagði það vilja þeirra sem stjórna hjá félaginu að losa sig við hann síðasta sumar. 16.12.2025 17:07
Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Wayne Rooney segir að harðorð ummæli Enzo Maresca, knattspyrnustjóra Chelsea, muni koma í bakið á honum. Um úthugsað útspil sér að ræða hjá stjóranum sem vildi ekki gefa það upp að hverjum ummæli hans beindust. 15.12.2025 13:02