Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Yfir­gnæfandi líkur á að Liver­pool verði Eng­lands­meistari

Nýjustu út­reikningar ofur­tölvu töl­fræði­veitunnar Opta gefa til kynna að rétt rúm­lega níutíu og eitt pró­sent líkur séu á því að Liver­pool standi uppi sem Eng­lands­meistari að loknu yfir­standandi tíma­bili í ensku úr­vals­deildinni.

Al­freð setur Þýska­land og Ís­land í sama flokk fyrir HM

Al­freð Gísla­son, þjálfari þýska karla­lands­liðsins í hand­bolta, segir þrjú lands­lið vera lík­legri en önnur til að standa uppi sem heims­meistari á komandi stór­móti í janúar. Al­freð setur Ís­land og Þýska­land í sama flokk. Lið sem geta strítt þeim lík­legustu.

Í stormi innan vallar en vann góð­verk utan hans

Þrátt fyrir að gengi Manchester United í ensku úr­vals­deildinni hafi ekki verið upp á marga fiska síðkastið er ljóst að Rúben Amorim, knatt­spyrnu­stjóri liðsins, lætur það ekki eyði­leggja fyrir sér allan daginn. Hann gerði góð­verk og gladdi ungan stuðnings­mann félagsins á dögunum.

Telur daga McGregor í UFC talda

Óvíst er hvort eða hvenær írski bardagakappinn Conor McGregor muni snúa aftur í UFC bardagabúrið. Fyrrverandi UFC bardagakappi telur engar líkur á því að McGregor, sem nýlega var dæmdur sekur í kynferðisbrotamáli, muni snúa aftur í baradagabúrið.

Heiður að vera keypt á met­fé frá Val: „Stórt og gott skref“

Landsliðsmarkvörðurinn­­­ í fót­bolta, Fann­ey Inga Birkis­dóttir, horfir fram á spennandi tíma í at­vinnu­mennsku. Hún heldur nú á gamal­kunnar slóðir í Svíþjóð eftir að hafa verið keypt til BK Häcken á met­fé frá Val en lítur ekki á það sem auka pressu á sjálfa sig.

Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“

Arnar Gunn­laugs­son, þjálfari Víkings Reykja­víkur, hefur ekkert heyrt frá KSÍ varðandi stöðu þjálfara karla­lands­liðs Ís­lands í fót­bolta. Sam­bandið þar af leiðandi ekki beðið Víkinga um leyfi að ræða við Arnar sem reiknar með því, eins og staðan er í dag, að stýra Víkingum í Sam­bands­deild Evrópu í febrúar. Hlutirnir geti hins vegar breyst fljótt í fót­bolta.

Sjá meira