Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir orð ráðherra á fundi utanríkismálanefndar staðfesta allt sem stjórnarandstaðan hafi óttast. Hann segir forsætisráðherra ganga á bak orða sinna. 21.7.2025 18:30
„Þær eru bara of dýrar“ Fasteignasali segir gjá hafa myndast milli verðs á nýbyggingum og eldri fasteignum sem verður til þess að nýjar íbúðir seljist í mun minna magni. Áttatíu prósent einstaklinga komast ekki í gegnum greiðslumat fyrir nýrri íbúð. 21.7.2025 13:10
Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Neysla á ketamíni hefur aukist verulega á síðustu árum og síaukið magn mælist í fráveitu. Lögregla hefur lagt hald á yfir þrjúhundruð falt meira magn af efninu það sem af er ári en allt árið 2022. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. 20.7.2025 18:15
Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn eftir ósk stjórnarandstöðunnar þar um. Formaður Miðflokksins telur fundinn leikrit og segir allar aðgerðir ráðamanna snúast um að troða Íslandi inn í ESB. Fjallað verður um málið, og rætt við stjórnmálafræðiprófessor í beinni útsendingu. 19.7.2025 18:22
Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Utanríkisráðherra hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd komi saman á mánudaginn. Bæði formaður Framsóknarflokksins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins höfðu lagt fram beiðni um fund vegna heimsóknar forseta framkvæmdastjórnar ESB til landsins. Rætt verður við utanríkisráðherra í hádegisfréttum Bylgunnar. 19.7.2025 11:45
Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Fimm voru handteknir í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi vegna gruns um frelsissviptingu og var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð út í tengslum við aðgerðirnar. 19.7.2025 10:52
Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Raftónlistarhátíðin Tomorrowland hófst í dag í bænum Boom í Belgíu. Einungis tveir dagar eru síðan aðalsvið hátíðarinnar varð eldi að bráð. Orsök brunans eru enn til rannsóknar. 18.7.2025 19:13
Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Hlutabréfavirði Icelandair hefur lækkað um rúm sextán prósent í dag eftir birtingu uppgjörs annars ársfjórðungs í gær. Hagnaður eftir skatta nam 1,7 milljarði króna, en stór hlut af honum var í formi skattalegrar inneignar. 18.7.2025 12:01
Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Manchester United hefur fest kaup á sóknarmanninum Bryan Mbeumo frá Brentford. Félagið borgar um sjötíu milljónir punda í heildina fyrir leikmanninn. Fjölmörg lið höfðu áhuga á kappanum en hann er sagður einungis hafa viljað ganga til liðs við United. 18.7.2025 11:50
Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Samtök foreldra kalla eftir aukinni viðveru forráðamanna á hittingum ungmenna. Það sé mikilvægt að efla traust svo viðburðirnir séu öruggari fyrir þá sem mæta. 12.7.2025 23:03