Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Það var fullt út úr dyrum í Ásmundarsal í síðustu viku þegar hópur sviðslistamanna setti upp gamanverkið Rómantísk gamanmynd. Húsfyllir var á öllum sýningum og vegna mikillar eftirspurnar var bætt við miðnætursýningu. 15.9.2025 16:00
Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Stærstu sjónvarpsstjörnur í heimi komu saman í gærkvöldi á Emmy verðlaunahátíðinni. Þau rokkuðu að sjálfsögðu hátískuflíkur en tóku þó minna af sénsum en gengur og gerist. 15.9.2025 12:01
Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi „Útkoman var þessi bolur sem táknar það að jákvæðni og skilningur leiði gott af sér og ef maður einbeitir sér að því að sjá það fallega í fólki mun ástin sigra að lokum,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir, sem er hönnuðurinn á bak við nýjan FO-bol UN Women á Íslandi. 12.9.2025 10:02
Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York „Mér fannst ótrúlega óraunverulegt að sjá myndband af Opruh Winfrey með mínu lagi undir,“ segir tónlistarkonan Árný Margrét en splunkunýtt lag úr hennar smiðju ómaði á tískupöllum í gær á tískuvikunni í New York. 11.9.2025 20:02
Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Raunveruleikastjarnan Taylor Frankie Paul skaust upp á stjörnuhimininn fyrir nokkrum árum í þáttum um mormónaskvísur í Utah fylki í Bandaríkjunum. Nú mun frægðarsól hennar skína enn skærar því hún var nýverið kynnt inn sem nýjasta piparjónkan eða The Bachelorette í samnefndum raunveruleikaþáttum. 10.9.2025 11:30
Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður hjá Sjálfstæðisflokknum, vakti athygli á þingsetningu í gær fyrir mjög einstakan klæðaburð. Hún var ólíklega í hættu á að rekast á annan þingmann í svipaðri múnderingu þar sem klæðin eru þrjátíu ára gömul. 10.9.2025 09:31
Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna „Í hvert skipti sem ég er að vinna að þessu þá fæ ég hlýtt í hjartað, því í gegnum þetta náði ég að finna ljósið mitt aftur,“ segir lífskúnstnerinn Edda Mjöll Karlsdóttir sem rekur veitingaþjónustuna Eddu-veislu. Eftir erfiða tíma fór þetta ástríðuverkefni Eddu óvænt á flug en blaðamaður ræddi við hana um ævintýrið. 10.9.2025 07:01
Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Ein stærsta tískustund haustins er runnin upp. Á hverju hausti mæta þingmenn landsins í sínu fínasta pússi til þingsetningar og var dagurinn í dag engin undantekning þar á. 9.9.2025 14:32
Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson og viðskiptafræðingurinn Lára Portal gáfu frumburðinum nafn við hátíðlega athöfn um helgina. Daman kom í heiminn 26. júní og var í skírnarkjól frá foreldrunum. 9.9.2025 10:00
Heitustu trendin í haust Víbrur borgarinnar taka nú breytingum, brúnir og rauðir litir eru hægt og rólega að færast í aukana, umferðin er stöðugt að þyngjast, yfirhafnirnar eru komnar upp úr geymslunni og fólk þeytist um á meiri hraða. Haustið er komið í allri sinni dýrð en það er uppáhalds árstíð margra tísku- og rútínuunnenda. 9.9.2025 07:01