Sumum nú leyft að útskrifa sjálfan sig úr einangrun vegna álags Einstaklingum sem hafa klárað sjö daga einangrun vegna Covid-19, finna ekki fyrir einkennum og hafa ekki náð sambandi við Covid-göngudeild Landspítalans er nú heimilt að útskrifa sjálfa sig úr einangrun. 8.1.2022 17:25
Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7.1.2022 16:59
MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7.1.2022 14:57
Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Icelandair Sylvía Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála hjá Icelandair Group. Einnig hefur Rakel Óttarsdóttir verið ráðin í starf framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá félaginu. 7.1.2022 14:14
Skýrslur teknar af um tuttugu börnum vegna manns sem grunaður er um fjölmörg brot Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg brot gegn börnum. Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu lögreglunnar um að það yrði framlengt um fjórar vikur. Maðurinn var upphaflega dæmdur í fjögurra vikna gæsluvarðhald í desember og rann það út í gær. 7.1.2022 14:08
Játaði að hafa kveikt eld í bílageymslu við Engjasel Lögreglan hefur upplýst mál þar sem eldur kviknaði í bílskýli við Engjasel 70-86 á annan í jólum. Þrír bílar brunnu þar inni og urðu miklar skemmdir urðu á bílageymslunni sökum elds og reyks. 7.1.2022 12:01
Júlíus Geirmundsson sneri í land eftir að skipverji greindist um borð Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson kom í land í morgun eftir að skipverji fékk jákvæða niðurstöðu úr Covid-sjálfsprófi um borð. Maðurinn fer í kjölfarið í PCR-sýnatöku hjá heilsugæslunni á Ísafirði. 7.1.2022 11:31
Bóluefnin hvorki tilraunalyf né með neyðarleyfi Ekkert þeirra bóluefna sem notuð hafa verið gegn COVID-19 hér á landi er með neyðarleyfi eða skilgreint sem tilraunalyf. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Lyfjastofnun sem segir að bóluefnunum hafi verið veitt fullgilt markaðsleyfi. Leyfið sé háð vel skilgreindum skilyrðum og teljist því skilyrt markaðsleyfi. 6.1.2022 17:10
Kjörsókn yngri kjósenda minnkaði mest en jókst hjá þeim elstu Kosningaþátttaka dróst saman í öllum aldurshópum í síðustu alþingiskosningum miðað við kosningarnar 2017, að undanskildum tveimur elstu aldurshópunum. 6.1.2022 16:47
Linda Dröfn kemur í stað Viðars Linda Dröfn Gunnarsdóttir hefur verið ráðin tímabundið í starf framkvæmdastjóra Eflingar og hóf störf þann 13. desember síðastliðinn. 6.1.2022 15:37