Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Eiður Þór Árnason skrifar 7. janúar 2022 16:59 Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, segist hafa fjarlægt lækið um leið og hún áttaði sig á því hvaða merkingu það gæti haft. Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. Fyrir henni merki þumallinn umtalaði ekki alltaf samþykki heldur sendi skilaboðin „ég heyri hvað þú segir“ til færsluhöfundar. Hún hafi þó ákveðið að fjarlægja endurgjöfina þegar henni var bent á það hversu merkingarbært slíkt læk getur verið. Þetta kemur fram í færslu sem Sigríður birtir á Facebook en áður hafði umræða spunnist um viðbrögð hennar á samfélagsmiðlum og í Facebook-hópi FKA. Í umræddri færslu neitar Logi að hafa brotið gegn konu sem hefur ásakað hann um kynferðisbrot en viðurkennir að „hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks“. Umrædd kona, Vítalía Lazareva, greindi frá því að ástmaður hennar, sem heimildir fréttastofu herma að sé einkaþjálfarinn Arnar Grant, hefði boðið manni kynferðislegan greiða frá Vítalíu gegn því að þegja yfir ástarsambandi þeirra. Logi viðurkennir að hafa farið inn á hótelherbergið þar sem Vítalía og ástmaðurinn voru saman en neitar að hafa brotið gegn henni. Sigríður er ekki sú eina sem hefur vakið athygli í dag fyrir að læka yfirlýsingu Loga en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur einnig komist í fréttir vegna sinna viðbragða. Enginn flótti úr félaginu Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, segir í samtali við Vísi að ein kona hafi sagt sig úr félaginu í dag en vildi ekki staðfesta hvort hún hafi vísað til þessa tiltekna máls í úrsagnarpóstinum. Vikulega berist félaginu úrsagnir af ýmsum ástæðum. Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA.FKA Andrea segir að það hafi verið nóg að gera á skiptiborði félagsins í dag. Hefur fólk verið að hafa samband út af þessu máli? „Aðallega bara stjórnin því það er alveg skýrt í huga stjórnar að það eru mikilvægar, þarfar, löngu tímabærar og sársaukafullar breytingar sem eru að eiga sér stað í samfélaginu. Formaðurinn er miður sín yfir því að hafa verið með þessa endurgjöf á færslu sem hún síðan dró til baka. Í krafti stöðu sinnar sem formaður FKA þá er hún merkingarbær þessi endurgjöf og eftir á hyggja óviðeigandi að öllu samanlögðu.“ Andrea hafnar því þó að margar konur séu á leið úr félaginu vegna viðbragða formannsins, líkt og fullyrt var í frétt DV fyrr í dag. Þar er vísað til þráðar í Facebook-hópi FKA sem málshefjandi hefur síðar eytt. Andrea segist fagna umræðu og vilja að innan félagsins sé tekist á, málin rædd og rýnd til gagns. „Það er mjög skýrt í huga stjórnar FKA að þetta eru mjög mikilvægar breytingar sem eru að eiga sér stað í samfélaginu og stjórninni er umhugað um að koma á framfæri stuðningsyfirlýsingu við þolendur kynferðisofbeldis að gefnu tilefni,“ segir framkvæmdastjórinn sem birti skömmu síðar umrædda yfirlýsingu. Hana má lesa hér í heild sinni: STUÐNINGSYFIRLÝSING VIÐ ÞOLENDUR KYNFERÐISOFBELDIS Stjórn FKA vill koma á framfæri stuðningi sínum við þolendur, þá hugrökku einstaklinga sem stíga fram og þökkum til þeirra sem breyta samfélaginu til batnaðar. Við erum ólíkar konur úr öllum áttum í Félagi kvenna í atvinnulífinu og hefur FKA verið leiðandi hreyfiafl í rúma tvo áratugi. Það er raunveruleiki þarna úti sem sameinar konur og öllum ljóst að forgjöf samfélagshópa er ólík. Formaður félagsins, Sigríður Hrund Pétursdóttir, harmar að hafa verið með endurgjöf á færslu á samfélagsmiðlum sem hún síðan dró til baka. Í krafti stöðu sinnar sem formaður FKA er og var þetta mjög merkingarbært og óviðeigandi að öllu samanlögðu. Það er skýrt í huga stjórnar FKA að mikilvægar, djarfar, þörf og á löngum köflum sársaukafullar breytingar eru að eiga sér stað í samfélaginu. Vill stjórn FKA senda frá sér stuðningsyfirlýsingu að gefnu tilefni við þolendur kynferðisofbeldis og þakkir til þeirra sem ryðja brautir. Hugur okkar er hjá fólki sem finnur til og á um sárt að binda. Virðingafyllst! Stjórn og framkvæmdastjóri FKA Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar MeToo Tengdar fréttir Gagnrýndi embættismann fyrir umdeilt læk og er nú sjálf gagnrýnd fyrir það sama Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa lækað færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns á Facebook, þar sem hann tekur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungri konu. Fjórir mánuðir eru síðan hún gagnrýndi vararíkissaksóknara fyrir að hafa lækað viðlíka færslu á Facebook. 7. janúar 2022 11:33 Áslaug Arna lækar færslu Loga sem lokar á athugasemdir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni. 7. janúar 2022 06:53 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Sjá meira
Fyrir henni merki þumallinn umtalaði ekki alltaf samþykki heldur sendi skilaboðin „ég heyri hvað þú segir“ til færsluhöfundar. Hún hafi þó ákveðið að fjarlægja endurgjöfina þegar henni var bent á það hversu merkingarbært slíkt læk getur verið. Þetta kemur fram í færslu sem Sigríður birtir á Facebook en áður hafði umræða spunnist um viðbrögð hennar á samfélagsmiðlum og í Facebook-hópi FKA. Í umræddri færslu neitar Logi að hafa brotið gegn konu sem hefur ásakað hann um kynferðisbrot en viðurkennir að „hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks“. Umrædd kona, Vítalía Lazareva, greindi frá því að ástmaður hennar, sem heimildir fréttastofu herma að sé einkaþjálfarinn Arnar Grant, hefði boðið manni kynferðislegan greiða frá Vítalíu gegn því að þegja yfir ástarsambandi þeirra. Logi viðurkennir að hafa farið inn á hótelherbergið þar sem Vítalía og ástmaðurinn voru saman en neitar að hafa brotið gegn henni. Sigríður er ekki sú eina sem hefur vakið athygli í dag fyrir að læka yfirlýsingu Loga en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur einnig komist í fréttir vegna sinna viðbragða. Enginn flótti úr félaginu Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, segir í samtali við Vísi að ein kona hafi sagt sig úr félaginu í dag en vildi ekki staðfesta hvort hún hafi vísað til þessa tiltekna máls í úrsagnarpóstinum. Vikulega berist félaginu úrsagnir af ýmsum ástæðum. Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA.FKA Andrea segir að það hafi verið nóg að gera á skiptiborði félagsins í dag. Hefur fólk verið að hafa samband út af þessu máli? „Aðallega bara stjórnin því það er alveg skýrt í huga stjórnar að það eru mikilvægar, þarfar, löngu tímabærar og sársaukafullar breytingar sem eru að eiga sér stað í samfélaginu. Formaðurinn er miður sín yfir því að hafa verið með þessa endurgjöf á færslu sem hún síðan dró til baka. Í krafti stöðu sinnar sem formaður FKA þá er hún merkingarbær þessi endurgjöf og eftir á hyggja óviðeigandi að öllu samanlögðu.“ Andrea hafnar því þó að margar konur séu á leið úr félaginu vegna viðbragða formannsins, líkt og fullyrt var í frétt DV fyrr í dag. Þar er vísað til þráðar í Facebook-hópi FKA sem málshefjandi hefur síðar eytt. Andrea segist fagna umræðu og vilja að innan félagsins sé tekist á, málin rædd og rýnd til gagns. „Það er mjög skýrt í huga stjórnar FKA að þetta eru mjög mikilvægar breytingar sem eru að eiga sér stað í samfélaginu og stjórninni er umhugað um að koma á framfæri stuðningsyfirlýsingu við þolendur kynferðisofbeldis að gefnu tilefni,“ segir framkvæmdastjórinn sem birti skömmu síðar umrædda yfirlýsingu. Hana má lesa hér í heild sinni: STUÐNINGSYFIRLÝSING VIÐ ÞOLENDUR KYNFERÐISOFBELDIS Stjórn FKA vill koma á framfæri stuðningi sínum við þolendur, þá hugrökku einstaklinga sem stíga fram og þökkum til þeirra sem breyta samfélaginu til batnaðar. Við erum ólíkar konur úr öllum áttum í Félagi kvenna í atvinnulífinu og hefur FKA verið leiðandi hreyfiafl í rúma tvo áratugi. Það er raunveruleiki þarna úti sem sameinar konur og öllum ljóst að forgjöf samfélagshópa er ólík. Formaður félagsins, Sigríður Hrund Pétursdóttir, harmar að hafa verið með endurgjöf á færslu á samfélagsmiðlum sem hún síðan dró til baka. Í krafti stöðu sinnar sem formaður FKA er og var þetta mjög merkingarbært og óviðeigandi að öllu samanlögðu. Það er skýrt í huga stjórnar FKA að mikilvægar, djarfar, þörf og á löngum köflum sársaukafullar breytingar eru að eiga sér stað í samfélaginu. Vill stjórn FKA senda frá sér stuðningsyfirlýsingu að gefnu tilefni við þolendur kynferðisofbeldis og þakkir til þeirra sem ryðja brautir. Hugur okkar er hjá fólki sem finnur til og á um sárt að binda. Virðingafyllst! Stjórn og framkvæmdastjóri FKA
STUÐNINGSYFIRLÝSING VIÐ ÞOLENDUR KYNFERÐISOFBELDIS Stjórn FKA vill koma á framfæri stuðningi sínum við þolendur, þá hugrökku einstaklinga sem stíga fram og þökkum til þeirra sem breyta samfélaginu til batnaðar. Við erum ólíkar konur úr öllum áttum í Félagi kvenna í atvinnulífinu og hefur FKA verið leiðandi hreyfiafl í rúma tvo áratugi. Það er raunveruleiki þarna úti sem sameinar konur og öllum ljóst að forgjöf samfélagshópa er ólík. Formaður félagsins, Sigríður Hrund Pétursdóttir, harmar að hafa verið með endurgjöf á færslu á samfélagsmiðlum sem hún síðan dró til baka. Í krafti stöðu sinnar sem formaður FKA er og var þetta mjög merkingarbært og óviðeigandi að öllu samanlögðu. Það er skýrt í huga stjórnar FKA að mikilvægar, djarfar, þörf og á löngum köflum sársaukafullar breytingar eru að eiga sér stað í samfélaginu. Vill stjórn FKA senda frá sér stuðningsyfirlýsingu að gefnu tilefni við þolendur kynferðisofbeldis og þakkir til þeirra sem ryðja brautir. Hugur okkar er hjá fólki sem finnur til og á um sárt að binda. Virðingafyllst! Stjórn og framkvæmdastjóri FKA
Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar MeToo Tengdar fréttir Gagnrýndi embættismann fyrir umdeilt læk og er nú sjálf gagnrýnd fyrir það sama Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa lækað færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns á Facebook, þar sem hann tekur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungri konu. Fjórir mánuðir eru síðan hún gagnrýndi vararíkissaksóknara fyrir að hafa lækað viðlíka færslu á Facebook. 7. janúar 2022 11:33 Áslaug Arna lækar færslu Loga sem lokar á athugasemdir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni. 7. janúar 2022 06:53 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Sjá meira
Gagnrýndi embættismann fyrir umdeilt læk og er nú sjálf gagnrýnd fyrir það sama Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa lækað færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns á Facebook, þar sem hann tekur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungri konu. Fjórir mánuðir eru síðan hún gagnrýndi vararíkissaksóknara fyrir að hafa lækað viðlíka færslu á Facebook. 7. janúar 2022 11:33
Áslaug Arna lækar færslu Loga sem lokar á athugasemdir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni. 7. janúar 2022 06:53
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?