Erlent

Fyrr­verandi land­göngu­liði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Minningarstundir hafa verið haldnar fyrir fórnarlömb árásarinnar. 
Minningarstundir hafa verið haldnar fyrir fórnarlömb árásarinnar.  AP Photo/Jose Juarez

Nú er orðið ljóst að fjórir létu lífið og átta aðrir særðust þegar fyrrverandi hermaður ók pallbíl sínum inn í kirkju mormóna í Michigan ríki í Bandaríkjunum í gær og hóf skothríð.

Hann kveikti svo í byggingunni og reyndi svo að flýja af vettvangi en var felldur af lögreglumönnum í skotbardaga á bílastæði kirkjunnar. Mörg hundruð manns voru við sunnudagsmessu í kirkjunni þegar árásin var gerð. Árásarmaðurinn var fertugur fyrrverandi landgönguliði, Thomas Jacob Sanford, sem gegndi herþjónustu í Írak meðal annars. Hann ók pallbílnum inn í kirkjuna og á bílnum voru tveir bandarskir fánar blaktandi.

Kirkjan er gjörónýt eftir árásina og enn er verið að leita að líkamsleifum í rústunum. David Guralnick/Detroit News via AP

Hann hóf svo skothríð með árásarriffli áður en hann kveikti eldinn og kom sér út. Ekki er ljóst hvað honum gekk til eða hvort hann hafi haft einhver tengsl við söfnuðinn, en lögregla segir þó ljóst að kirkjan hafi verið skotmark hans og að árásin hafi verið undirbúin. Lögreglan segir að enn sé nokkurra kirkjugesta saknað og því er verið að leita í rústum byggingarinnar að fleiri fórnarlömbum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði á samfélagsmiðil sinn í gærkvöldi að um væri að ræða enn eina árásina á kristið fólk í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna

Árásarmaður hóf skothríð í mormónakirkju í Grand Blanc í Michigan-ríki Bandaríkjanna á þriðja tímanum í dag að íslenskum tíma. Samkvæmt fyrstu fréttum hefur neyðarlínunni borist tilkynningar um fjölda fórnarlamba og að eldur logi inni í kirkjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×