Hrina lítilla skjálfta mælst við Fagradalsfjall en ekki merki um gosóróa Um klukkan fimm í dag hófst hrina smáskjálfta norðaustur af Geldingadölum og voru skjálftarnir orðnir um 340 talsins klukkan 22:30. Um er að ræða frekar litla skjálfta á um það bil sjö til átta kílómetra dýpi en sá stærsti mældist 1,8 að stærð klukkan 20:28. 21.12.2021 22:33
Dýrið komið skrefi nær tilnefningu til Óskarsins Kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar er meðal fimmtán kvikmynda sem eiga möguleika á Óskarstilnefningu á næsta ári í flokki erlendra mynda. 21.12.2021 21:59
Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21.12.2021 21:25
Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21.12.2021 18:57
Eitt barn á Landspítala með Covid-19 Tólf einstaklingar liggja nú á Landspítalanum vegna Covid-19, þar af eitt barn á barnadeild. Tveir sjúklingar eru á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Af sjúklingunum tólf eru tíu með virka sýkingu og í einangrun. 21.12.2021 17:19
Eyjólfur í Epal með hæsta boð og leitar fólks sem á skilið að fá stólinn gefins Eyjólfur Pálsson, stofnandi og aðaleigandi Epal, átti hæsta boðið í danskan hönnunarstól sem Góði hirðirinn setti á uppboð á dögunum. 165 þúsund krónur fengust fyrir stólinn sem hannaður er af danska húsgagnahönnuðinum Arne Vodder en upphæðin rennur til Ljóssins. 21.12.2021 08:01
Metverð fékkst fyrir verk eftir Kjarval Metverð fékkst fyrir olíuverkið Fjölnismenn eftir Jóhannes S. Kjarval á uppboði hjá Gallerí Fold í kvöld en málverkið seldist á 10,8 milljónir króna. 20.12.2021 23:12
Almar Yngvi fannst látinn Almar Yngvi Garðarsson, sem lýst var eftir síðdegis í gær, fannst látinn í kvöld. Hann var 29 ára að aldri og lætur eftir sig sambýliskonu og son. 20.12.2021 22:36
Fundu bíl Almars í Hafnarfjarðarhöfn Bíll sem leitað var að í tengslum við leitina á Almari Yngva Garðarssyni fannst í Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. 20.12.2021 21:06
Óli Björn greindist með Covid-19 Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, greindist í dag með Covid-19. Þetta staðfestir þingmaðurinn í samtali við fréttastofu en minnst sjö þingmenn og fjórir starfsmenn þingsins hafa greinst á seinustu dögum. 20.12.2021 20:43