Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20.12.2021 19:48
Suðurlandsvegur lokaður eftir harðan árekstur Harður tveggja bíla árekstur átti sér stað á Suðurlandsvegi um klukkan 18 í kvöld og er vegurinn nú lokaður rétt austan við Þingborg. Þrír einstaklingar voru fluttir á Landspítala og er talið að líklegt að einhverjir séu alvarlega slasaðir. 20.12.2021 19:03
Vilji að tveggja metra regla verði tekin upp aftur Sóttvarnalæknir hefur lagt til að tveggja metra nálægðarregla verði tekin upp á ný í stað eins metra reglu og að 200 manna hólf verði leyfð á viðburðum gegn framvísun neikvæðs hraðprófs eða annarra vottorða. 20.12.2021 18:33
Hjálpræðisherinn fellir niður jólaboð sitt á aðfangadag Hjálpræðisherinn hefur ákveðið að fella niður fyrirhugað jólaboð sitt á aðfangadag í ljósi stöðu kórónufaraldursins. Rúmlega 300 gestir og sjálfboðaliðar höfðu boðað komu sína, þar af um 150 börn. 20.12.2021 18:14
Viðskiptafréttir ársins 2021: Fasteignafár, sniðganga Play og dauðadómur Vefjunnar Annað árið í röð setti kórónuveirufaraldurinn svip sinn á viðskiptalífið á Íslandi þrátt fyrir vonir um að víðtæk bólusetning ætti eftir að frelsa þjóðina undan oki farsóttarinnar. 20.12.2021 08:00
Hvetur fólk til að fækka jólagjöfunum Sífellt fleirum er umhugað um kolefnisspor jólahátíðarinnar og getur reynst erfitt að halda í hófsemisstefnu þegar gjafakvíðinn fer að minna á sig. Finnst mörgum nógu erfitt að velja gjafir við hæfi fyrir vini og ættingja áður en loftslagsáhyggjurnar eru einnig teknar með inn í reikninginn. 18.12.2021 07:01
Engin merki um byrlun Engin merki voru um deyfilyf eða fíkniefni í sýnum sem tekin voru vegna gruns um að þremur einstaklingum hafi verið byrlað á skemmtistöðum eða heimahúsum á Akureyri í lok október. 17.12.2021 17:07
Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. 17.12.2021 15:34
Lýsa ófremdarástandi við Suðurlandsbraut Enn einn föstudaginn er runninn upp mikill álagstími í sýnatöku nú þegar faraldurinn virðist í uppsveiflu og fólk flykkist á hina ýmsu jólaviðburði. 17.12.2021 13:40
Losunarmarkmið ríkisstjórnarinnar nær ekki til Evrópu Hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda verður talsvert lægra en 55% þrátt fyrir að kveðið sé á um 55% losunarmarkmið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 17.12.2021 07:01