Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2025 09:58 Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Vísir/Einar Árna Einar Ólafsson forstjóri Play þakkar starfsfólki sínu fyrir allt það sem það hefur gert fyrir félagið. Eftir á að hyggja hefði þurft að breyta viðskiptamódeli félagsins fyrr til að auka möguleika á árangri. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Einar sendi starfsfólki Play í morgun í kjölfar tilkynningar til Kauphallar um gjaldþrot. „Það er mér þungbært að tilkynna að Fly PLAY hefur hætt starfsemi. Eins og margir ykkar hafa séð í fjölmiðlum hefur leiðin að arðsemi reynst okkur erfið. Á undanförnu ári höfum við, stjórnendur og ég, lagt hart að okkur við að endurskipuleggja félagið og leiða það í gegnum erfiðleika. Þrátt fyrir þá viðleitni varð ljóst að tilraunir okkar, þó vel meintar væru, dugðu ekki til,“ segir Einar í bréfinu. „Ég geri mér grein fyrir að ekki voru allir sammála þeim breytingum sem við tókum upp. En hafið í huga að hver ákvörðun var tekin með það að markmiði að bjarga fyrirtækinu. Því miður skiluðu þessar aðgerðir ekki þeim árangri sem við vonuðumst eftir. Eftir á að hyggja hefðum við átt að breyta viðskiptamódelinu fyrr og gefa okkur betri möguleika til að ná árangri.“ Frá upphafi hafi PLAY bæði mæta efasemdum og mikilli gagnrýni sem magnaðist í fjölmiðlum. „Það er sanngjarnt að segja að þetta hafi aukið áskoranir okkar. Samt tóku farþegar vel á móti okkur: þeir kunnu að meta þjónustuna, mæltu með okkur við aðra og gáfu okkur góðar umsagnir. Fyrir það verð ég alltaf þakklátur.“ Hann hrósar starfsfólki í hástert. „Umfram allt vil ég þakka ykkur – starfsfólkinu. Dugnaður ykkar, óþreytandi vinna og persónulegar fórnir mótuðu PLAY-upplifunina og gerðu hana að því sem farþegar okkar kunnu að meta. Margir ykkar lögðu meira á ykkur en nokkurn hefði mátt biðja um, og ég er stoltur af því sem við náðum saman. Ég er sannfærður um að hæfileikar og eljusemi ykkar tryggja að þið munuð dafna á nýjum vettvangi. Þakka ykkur innilega fyrir allt sem þið hafið lagt til PLAY.“ Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30 Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Anton Ingi Rúnarsson knattspyrnuþjálfari er einn þeirra farþega Play sem situr nú eftir á Keflavíkurflugvelli án flugs eftir gjaldþrot félagsins. Hann átti flug til Tenerife núna klukkan 10:30 og var á klósettinu þegar hann fékk tíðindin af falli félagsins. Miðann keypti hann fyrir gjafabréf sem hann fékk eftir ótrúlega seinkun á flugi félagsins í vetur. 29. september 2025 10:36 Play hættir starfsemi Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37 Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem Einar sendi starfsfólki Play í morgun í kjölfar tilkynningar til Kauphallar um gjaldþrot. „Það er mér þungbært að tilkynna að Fly PLAY hefur hætt starfsemi. Eins og margir ykkar hafa séð í fjölmiðlum hefur leiðin að arðsemi reynst okkur erfið. Á undanförnu ári höfum við, stjórnendur og ég, lagt hart að okkur við að endurskipuleggja félagið og leiða það í gegnum erfiðleika. Þrátt fyrir þá viðleitni varð ljóst að tilraunir okkar, þó vel meintar væru, dugðu ekki til,“ segir Einar í bréfinu. „Ég geri mér grein fyrir að ekki voru allir sammála þeim breytingum sem við tókum upp. En hafið í huga að hver ákvörðun var tekin með það að markmiði að bjarga fyrirtækinu. Því miður skiluðu þessar aðgerðir ekki þeim árangri sem við vonuðumst eftir. Eftir á að hyggja hefðum við átt að breyta viðskiptamódelinu fyrr og gefa okkur betri möguleika til að ná árangri.“ Frá upphafi hafi PLAY bæði mæta efasemdum og mikilli gagnrýni sem magnaðist í fjölmiðlum. „Það er sanngjarnt að segja að þetta hafi aukið áskoranir okkar. Samt tóku farþegar vel á móti okkur: þeir kunnu að meta þjónustuna, mæltu með okkur við aðra og gáfu okkur góðar umsagnir. Fyrir það verð ég alltaf þakklátur.“ Hann hrósar starfsfólki í hástert. „Umfram allt vil ég þakka ykkur – starfsfólkinu. Dugnaður ykkar, óþreytandi vinna og persónulegar fórnir mótuðu PLAY-upplifunina og gerðu hana að því sem farþegar okkar kunnu að meta. Margir ykkar lögðu meira á ykkur en nokkurn hefði mátt biðja um, og ég er stoltur af því sem við náðum saman. Ég er sannfærður um að hæfileikar og eljusemi ykkar tryggja að þið munuð dafna á nýjum vettvangi. Þakka ykkur innilega fyrir allt sem þið hafið lagt til PLAY.“
Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30 Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Anton Ingi Rúnarsson knattspyrnuþjálfari er einn þeirra farþega Play sem situr nú eftir á Keflavíkurflugvelli án flugs eftir gjaldþrot félagsins. Hann átti flug til Tenerife núna klukkan 10:30 og var á klósettinu þegar hann fékk tíðindin af falli félagsins. Miðann keypti hann fyrir gjafabréf sem hann fékk eftir ótrúlega seinkun á flugi félagsins í vetur. 29. september 2025 10:36 Play hættir starfsemi Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37 Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30
Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Anton Ingi Rúnarsson knattspyrnuþjálfari er einn þeirra farþega Play sem situr nú eftir á Keflavíkurflugvelli án flugs eftir gjaldþrot félagsins. Hann átti flug til Tenerife núna klukkan 10:30 og var á klósettinu þegar hann fékk tíðindin af falli félagsins. Miðann keypti hann fyrir gjafabréf sem hann fékk eftir ótrúlega seinkun á flugi félagsins í vetur. 29. september 2025 10:36
Play hættir starfsemi Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37