Hvenær má byrja að spila jólalög? Jólaandinn svífur yfir vötnum, í það minnsta að mati sumra. Vetur konungur mætti með hörku á suðvesturhornið í vikunni með metsnjókomu og sjaldan hefur verið eins kalt í höfuðborginni á þessum degi októbermánaðar. 30.10.2025 15:01
Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Átta jarðskjálftar hafa mælst við Bláa lónið á Reykjanesi síðan klukkan 10:15 í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir að fylgst sé grannt með og verið að lesa í gögn. Engin merki séu þó um gosóróa. 30.10.2025 14:37
Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri er ósammála dómsmálaráðherra um að atkvæðamisvægi gangi gegn alþjóðlegum skuldbindingum um mannréttindi. Taka þurfi tilliti til ýmissa atriða þegar þetta er til umræðu, svo sem strjálbýlis. 30.10.2025 13:11
Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Nokkur náttúruverndarsamtök hafa lýst yfir þungum áhyggjum og vonbrigðum vegna opnunar Vonarskarðs fyrir bílaumferð. Þau segja stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs ábótavant og ætla að leita til UNESCO vegna málsins. 30.10.2025 11:47
Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Karlmaður á fimmtugsaldri, sem lést eftir að bíl var ekið á hann á Reykjanesbraut við Álfabakka í apríl á þessu ári, var ofurölvi þegar banaslysið varð. Maðurinn hafði skyndilega hlaupið út á Reykjanesbraut og hrasað í veg fyrir bíl. 30.10.2025 10:38
Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara var slitið á þriðja tímanum í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. 30.10.2025 10:03
Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir húsnæðispakkann, sem ríkisstjórnin kynnti í gær, tímamótapakka. Hún vonast til að geta séð byggingakrana í Úlfarsárdal, þar sem reisa á fjögur þúsund íbúðir, strax á næsta ári. 30.10.2025 09:22
Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Klukkan sex í morgun náði frostið 19,8 gráðum á Sandskeiði, rétt austan við höfuðborgina. Mikið frost var á landinu öllu í nótt og eykur snjóþekjan enn á gaddinn. 30.10.2025 08:23
Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Tveir af fimm nefndarmönnum í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skiluðu séráliti í máli þriggja náttúruverndarsamtaka, sem krefjast að framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar verði fellt úr gildi. Kröfu samtakanna var hafnað af meirihluta nefndarinnar. 30.10.2025 08:01
Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Ístak bauð lægst í útboði Nýja Landspítalans um innanhússfrágang og stýriverktöku í meðferðarkjarnanum við Hringbraut. Þrír tóku þátt í útboði um verkið og buðu allir yfir kostnaðaráætlun, sem eru rúmir tólf milljarðar króna. 30.10.2025 07:11