Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Lagaprófessor segir enn margt á huldu um verndartolla sem ESB hyggst beita á kísiljárn frá Noregi og Íslandi. Vel kunni að vera að málið endi fyrir gerðardómi. 31.7.2025 12:32
Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Íslendingur í Frönsku Pólýnesíu segist hafa fyllst skelfingu þegar fregnir bárust af jarðskjálfta undan ströndum Rússlands og gefnar voru út flóðbylgjuviðvaranir. Skjálftinn var 8,8 að stærð en betur fór en á horfðist. Engar fregnir hafa borist af manntjóni. 30.7.2025 20:30
Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Í kvöldfréttum fjöllum við áfram um ástandið á Gasa, þar sem eitt af hverjum fjórum börnum er sagt vannært. Ísraelska þingið ályktaði í dag að innlima eigi Vesturbakkann og virðist útiloka friðsælar samvistir við Palestínumenn. 25.7.2025 18:09
Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Alþjóðastjórnmálafræðingur segir ákvörðun Frakklandsforseta að viðurkenna Palestínu skipta máli en koma seint. Ísraelar hraði nú áætlunum sínum á Gasaströndinni til að ná fram markmiðum um að hreinsa Palestínumenn af svæðinu. 25.7.2025 14:33
Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur sjaldan verið jafn lítið en fylgi Samfylkingarinnar eykst samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Stuðningur bæði við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk minnkaði eftir þinglok. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði rýnir í könnunina í fréttatímanum. 24.7.2025 18:11
Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum og formaður stjórnar sjávarútvegssveitarfélaga telur útgerðina hafa misst tengslin við almenning. Sveitarfélögin vilji taka skrefin með nýrri ríkisstjórn svo hægt sé að undirbúa sveitarfélögin betur fyrir áhrif hækkunar veiðigjalda. 23.7.2025 18:11
Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Mikill meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna er mótfallinn sjókvíaeldi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Um 64 landsmanna eru neikvæð gagnvart sjókvíaeldinu. 23.7.2025 12:15
Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Utanríkisráðherra segir furðulegt að fylgjast með stjórnarandstöðuflokkunum keppast við að ala á heimóttarskap og mótmæla alþjóðasamstarfi. Allar ákvarðanir um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði undir þjóðinni komnar. Minnihlutinn þurfi einfaldlega að treysta þjóðinni. 18.7.2025 19:01
Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hlutabréfagreinandi segir lækkun útgerðanna á hlutabréfamarkaði síðustu vikur og mánuði helst mega rekja til hækkunar veiðigjalda. Vel geti verið að fjárfestar snúi sér annað þegar ljóst er að arðgreiðslur félaganna lækki. 15.7.2025 12:00
Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Söguleg tíðindi urðu á Alþingi í dag þegar þingforseti tilkynnti að hún hygðist stöðva 2. umræðu um veiðigjöldin. Umræðan hefur staðið yfir í rúman mánuð. Við förum yfir atburðarrás dagsins, kryfjum kjarnorkuákvæðið svokallaða með stjórnmálafræðingi og fáum formann Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformann Viðreisnar í settið. 11.7.2025 18:13