Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Viðræðum úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl lauk eftir aðeins tveggja tíma fund. Rússar eru sagðir hafa lagt fram óásættanlegar kröfur. Á næstu dögum munu ríkin skiptast á stærstu fangaskiptum frá 2022. 16.5.2025 23:46
Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Árleg gleðiganga fjögurra leik- og grunnskóla í Laugardal fór fram í dag í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks þann 17. maí. 16.5.2025 19:39
Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Hagfræðingur segir jákvætt að tekist hafi að selja allan hlut ríkis í Íslandsbanka. Mikil þátttaka almennings sé góð fyrir markaðinn. Ríkið hljóti nú að íhuga að selja Landsbankann. 16.5.2025 19:00
Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Hagfræðingur segir jákvætt að ríkinu hafi tekist að selja allan hlut sinn í Íslandsbanka. Augljóst sé að mikil eftirspurn sé eftir því meðal almennings að eignast hluti í íslenskum fjármálafyrirtækjum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 16.5.2025 18:19
Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Nítján eru í gæsluvarðhaldi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum vegna fíkniefnainnflutnings og tólf hafa verið handteknir í tengslum við slík mál frá tíunda apríl. Yfirlögregluþjónn segir að grunur sé um að ákveðinn hópur standi að baki nokkrum málanna. 16.5.2025 12:01
Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Útboð vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og segist bankastjórinn jákvætt að almenningur njóti forgangs. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja rýnir í fyrsta dag útboðsins. 13.5.2025 18:12
Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og stendur fram á fimmtudag. Fjármálaráðherra segir samdóma álit að þetta sé réttur tími og mikil áhersla sé lögð á að salan sé gagnsæ. 13.5.2025 11:38
Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar til hækkunar á veiðigjöldum hefur verið sent til atvinnuveganefndar eftir heitar umræður á þinginu. Við verðum í beinni útsendingu frá þinginu. 12.5.2025 18:10
Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Páfakjör hefst í dag og munu kardínálar kaþólsku kirkjunnar setjast niður í Sixtínsku kapellunni síðdegis og hefja leit að nýjum páfa. Prestur kaþólikka á Norðurlandi segir líklegt að kjörið dragist á langinn. Ólíklegt sé að einn þeirra sem gangi inn í kjörið sem páfaefni standi uppi sem næsti páfi. 7.5.2025 12:05
Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að hælisleitendur, sem vísa á úr landi, séu vistaðir í fangelsi fyrir brottför, eins og hefur vreði. Koma á upp sérstakri brottfararstöð. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 4.5.2025 18:12