Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ „Það er ekki búið að ákveða neitt, ég er ekki einu sinni búinn að ræða þetta við konuna. Þetta er fullt af orðrómum, það er langt því frá að þetta sé orðið umræðuefni. Þetta er ekkert annað en bara spjall á kaffistofum,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík, spurður hvort hann sé á leið í framboð í sveitarstjórnarkosningum í vor. 14.12.2025 15:18
Rabbíni drepinn í árásinni Minnst tólf eru látnir eftir skotárás á gyðingahátíð á Bondi strönd á útjaðri Sydney-borgar í Ástralíu í dag. Einn grunaður árásarmaður er látinn og annar hefur verið handtekinn. 14.12.2025 11:53
Sanna segir frá nýju framboði Umræðuþátturinn Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni klukkan tíu í dag, en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi góða gesti til sín og ræðir við þá um samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. 14.12.2025 09:50
Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tíu voru skotnir til bana í skotárás á gyðingahátíð á Bondi strönd í Ástralíu í dag. Annar árásarmannanna er látinn og hinn hefur verið handtekinn. Minnst tólf eru slasaðir. 14.12.2025 09:00
Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tveir eru látnir og og níu slasaðir eftir skotárás í Brown háskóla í Rhode Island í Bandaríkjunum í gær. Lögregla leitar árásarmannsins. 14.12.2025 08:22
Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Leikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir hlaut um helgina viðurkenningu Minningarsjóðs frú Stefaníu Guðmundsdóttur fyrir framúrskarandi framlag sitt til íslenskrar leiklistar. 14.12.2025 07:40
Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Tveir dyraverðir voru handteknir í miðbæ Reykjavíkur vegna líkamsárásar og voru þeir báðir vistaðir í fangaklefum lögreglu. 14.12.2025 07:27
Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Þingmönnum verkamannaflokksins í Bretlandi hefur verið meinaður aðgangur að fjölmörgum krám og veitingahúsum þar í landi, en veitingamenn eru ævareiðir yfir fyrirhuguðum skattahækkunum á greinina. Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson bættist í dag við hóp þeirra sem hafa bannað alla 404 þingmenn flokksins á krá sinni, en Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur verið bannaður á krá hans, „The Farmer's Dog“, frá því hún opnaði í fyrra. 13.12.2025 15:22
Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að lengjustuðullinn á því að hann verði næsti formaður flokksins hljóti að vera ansi hár. Auk þess viti allir að stuðningsyfirlýsingar frá Össuri Skarphéðinssyni séu koss dauðans í pólitíkinni, og hafi hann átt möguleika sé hann núna farinn. 13.12.2025 11:48
Þau fái heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að Ágúst Guðmundsson leikstjóri, Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarmaður, og Þórarinn Eldjárn rithöfundur fái heiðurslaun listamanna. 13.12.2025 10:27