Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Við­brögð hjól­reiða­mannsins að ein­hverju leyti skiljan­leg

Formaður reiðhjólabænda segir ekki mikið hafa mátt útaf bregða í gær þegar ökumaður keyrði utan í hjólreiðamann í Grafarvogi. Hann segir viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg en að samskipti þessara tveggja hópa gætu verið betri.

Fjár­hags­staðan al­var­leg hjá ríkislög­reglu­stjóra

Áætlaður rekstrarhalli embættis ríkislögreglustjóra árin 2023 til 2025 er 1,49 milljarður, eða 5,4 prósent af 27,4 milljarða veltu stofnunarinnar þessi ár. Embættið harmar mistök sem voru gerð í tengslum við viðskipti við félagið Intra.

For­manns­kosningu Pírata frestað

Kosningu til formanns, varaformanns og til stjórnar Pírata var frestað á aukaaðalfundi Pírata í kvöld vegna formgalla á fundarboði. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, gjaldkeri Pírata, segir að boðað verði til nýs aukaaðalfundar vonandi á allra næstu vikum.

Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri

Áttræð hjón hafa verið föst heima hjá sér í rúma þrjá sólarhringa þar sem gatan var ekki mokuð við heimili þeirra. Þau eru ósátt við hvernig staðið var að snjómokstri og segja fá svör að fá frá borginni.

Þurfa mögu­lega að fresta for­manns­kosningu vegna form­galla

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fundarstjóri á aukaaðalfundi Pírata sem nú stendur yfir þar sem til stóð að kjósa formann, segir að vegna formgalla á fundarboði sé óvissa uppi um hvort kosningaaðferðin sé réttu megin við lög Pírata. Verið sé að ræða hvort farið verði í atkvæðagreiðslu eða fundinum frestað.

Högnuðust um tæpa sjö milljarða

Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 6,9 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2025. Arðsemi eign fjár var 12,2 prósent á ársgrundvelli, en var 12,9 prósent þegar leiðrétt er vegna varúðarfærslu vegna dómsmála.

Már Gunnars genginn út

Sundkappinn og söngvarinn Már Gunnarsson er kominn með kærasta. Svo virðist sem hinn heppni heiti Harrison Humby, en í hringrásarfærslu á samfélagsmiðlum í dag birti hann mynd af þeim saman og sagðist stoltur af Má, kærasta sínum.

Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin

Fyrrverandi starfsmaður í landamæradeild ríkislögreglustjóra, sem var sagt upp störfum í vikunni, getur ekki orða bundist yfir framferði embættis ríkislögreglustjóra. Hann segir að störf þriggja starfsmanna í landamæradeildinni hafi verið lögð niður, og erfitt sé að sjá hvernig embættið ætli að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til deildarinnar í framhaldinu. Konurnar þrjár sem sagt var upp hafi nýlega lýst yfir áhyggjum og óánægju með framgöngu nýs deildarstjóra landamæradeildarinnar.

Út­spil bankans sýni að dómurinn auki sam­keppni

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að breytingar á lánaframboði Landsbankans séu áhugaverðar, og hægt sé að líta á þær bæði jákvæðum og neikvæðum augum. Annars vegar minnki framboð af verðtryggðum lánum og stýrivextir fari í kjölfarið að bíta meira, en hins vegar séu komin skilyrði fyrir mikilli lækkun stýrivaxta. Vaxtadómurinn komi til með að auka samkeppni og skýrleika fyrir neytendur.

Sjá meira