Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tjald­svæði á Norður­landi óðum að fyllast

Tjaldsvæði víða á Norðurlandi, þar sem besta veðrinu er spáð um helgina, eru óðum að fyllast. Tjaldsvæðavörður í Vaglaskógi segir að brjálað hafi verið að gera í bókunum síðustu tvo daga og ljóst sé að margir ætli sé að elta góða veðrið um helgina.

Fólk varist dúfur í Vest­manna­eyjum

Matvælastofnun hefur borist tilkynning um óeðlilegan fjölda dauðra dúfna í Vestmannaeyjum. Almenningi er ráðið frá því að handfjatla mögulega veika eða dauða fugla án viðeigandi smitvarna, eða nálgast fugla sem virðast óeðlilega gæfir.

Múhameð eykur for­skotið og enginn nefndur Keir

Enginn nýburi var nefndur Keir í Bretlandi í fyrra, í fyrsta sinn síðan farið var að skrásetja gögn þess efnis. Múhameð var vinsælasta strákanafnið annað árið í röð, en meðal stúlkna var það Olivia sem var vinsælast.

Rann­saka tengsl þyngdar­stjórnunar­lyfja við bráða bris­bólgu

Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy geti valdið alvarlegum aukaverkunum í brisi. Heilbrigðisyfirvöldum þar í landi hafa borist mörg hundruð ábendingar um brisbólgu, þar af tíu dauðsföll þess vegna, eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja.

Fagnar til­lögu Sigur­jóns og segir veiðiráðgjöf Haf­ró ranga

Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin.

Langtímarannsóknir skorti á á­hrifum kreatíns

Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands, segir að engar langtímarannsóknir hafi verið gerðar um áhrif kreatíns á einkenni heilabilunarsjúkdóma eins og Alzheimer. Hins vegar séu sterkar vísbendingar um ágæti efnisins fyrir fólk sem er í styrktarþjálfun og annarri hreyfingu, en þar skorti þó einnig langtímarannsóknir.

Setja þurfi meiri þunga í hags­muna­gæslu gagn­vart ESB

Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands.

Segir áhyggju­efni að ESB hafi platað Ís­lendinga í tíu ár

Guðlaugur Þór Þórðarson segir að upp sé komin skrítin staða í Evrópumálum meðal annars vegna fyrirhugaðra verndartolla á kísiljárni og misvísandi upplýsinga varðandi stöðu aðildarumsóknar Íslands. Dagbjört Hákonardóttir segir að samtal við Evrópusambandið sé í gangi varðandi tollana sem hún ítrekar að endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir um þá.

Sjá meira