Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Fulltrúar Íslands, Noregs, Bretlands og Færeyja skrifuðu undir samkomulag um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins í morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld gangast undir samkomulag um makríl frá því að veiðar á honum hófust í lögsögunni árið 2007. 16.12.2025 09:26
Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Bandaríkjaher tilkynnti í gær að hann hefði myrt átta manns um borð í þremur bátum á alþjóðlegu hafsvæði á austanverðu Kyrrahafi. Hátt í hundrað manns hafa nú verið teknir af lífi utan dóms og laga með þessum hætti í árásum Bandaríkjamanna. 16.12.2025 08:52
Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu lögðu hald á sautján skotvopn sem voru ekki geymd á réttan hátt auk töluverðs magns af skotfærum. Eigendur vopnanna verða kærðir fyrir brot á vopnalögum. 15.12.2025 15:26
Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, er ekki hlátur í huga yfir stuðningsyfirlýsingum samherja hans í ríkisstjórn við fegurðardrottningu á samfélagsmiðlum. Forsætisráðherrann segir sanna Finna sýna af sér barnaskap með því að birta af sér myndir þar sem þeir gera sig „skáeygða“. 15.12.2025 11:54
Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Rússneskur dómstóll hefur lýst hljómsveitina Pussy Riot öfgasamtök og bannað starfsemi hennar í landinu að kröfu stjórnvalda í Kreml. Þrír liðsmenn hljómsveitarinnar eru nú íslenskir ríkisborgarar. 15.12.2025 10:11
Sílebúar tóku Kast Róttækur hægrimaður stjórnar Síle í fyrsta skipti frá því að einræðisherrann Augusto Pinochet lét af völdum fyrir 35 árum eftir sigur José Antonio Kast í forsetakosningum þar í gær. Kast hét því meðal annars í kosningabaráttunni að vísa hundruðum þúsunda innflytjenda úr landi. 15.12.2025 09:21
Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Eftir að hafa fundið lausn á Covid-19 og peningamálum á Íslandi er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins búinn að komast að því að loftslagsvísindamenn heimsins hafi allir rangt fyrir sér um loftslagsbreytingar. 14.12.2025 08:01
Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Bandaríkjaforseti ætti ekki að skipta sér af lýðræði í Evrópu, að mati forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Evrópuríki hafa sætt harðri gagnrýni frá fulltrúum Bandaríkjastjórnar að undanförnu. 12.12.2025 11:10
Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins varaði Evrópuríki við því í gær að þau þyrftu að vera búin undir stríð af þeirri stærðargráðu sem fyrri kynslóðir máttu þola. Rússar gætu háð stríð á hendur Evrópu innan fimm ára. 12.12.2025 09:27
Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Hugtak um fjöldabrottflutning fólks af erlendum uppruna sem var þar til nýlega bundið við ystu hægri öfgar í Evrópu er byrjað að láta á sér kræla í íslenskri stjórnmálaumræðu. Varaþingmaður Miðflokksins gerði því nýlega skóna að reka íslenskan ríkisborgara úr landi í samfélagsmiðlafærslu. 12.12.2025 06:47