Herinn skakkar leikinn í Katmandú Vopnaðir hermenn standa nú vörð á strætum Katmandú, höfuðborg Nepals, eftir mannskæð mótmæli og óeirðir síðustu daga. Borgarbúum hefur verið skipað að halda sig heima hjá sér. 10.9.2025 10:40
Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Mótmælendur í Nepal lögðu eld að þinghúsinu í höfuðborginni Katmandú í dag. Afsögn forsætisráðherrans gerði lítið til að lægja öldurnar eftir að lögreglumenn skutu fjölda mótmælenda til bana og særðu enn fleiri í gær. 9.9.2025 15:21
Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Að minnsta kosti 24 eru látnir og nítján særðir eftir að rússnesk svifsprengja lenti á þorpi í austanverðri Úkraínu dag. Fólkið sem lést og særðist beið í röð eftir að fá mánaðarlegan lífeyri sinn. 9.9.2025 14:57
Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Forseti Íslands hvatti þingheim til þess að láta af málþófi í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Það hvorki mætti né ætti að vera keppikefli Alþingis að halda áfram að setja met í málþófi. Þingmenn ættu að íhuga að breyta þingsköpum eða jafnvel stjórnarskrá vegna þess. 9.9.2025 14:23
Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Tæp sextíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast hlynnt Hvammsvirkjun í Þjórsá en aðeins rúmur fimmtungur er andsnúinn. Gríðarlegur munur er á afstöðu kynjanna til virkjunarinnar en mun fleiri karlar eru fylgjandi henni en konur. 9.9.2025 11:15
Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Hæstiréttur synjaði kínverskri ferðaskrifstofu um leyfi til þess að áfrýja máli sem hún tapaði í Landsrétti gegn tryggingafélaginu TM vegna banaslyss á Suðurlandsvegi fyrir sjö árum. Ferðaskrifstofan taldi sig eiga kröfu á TM vegna bóta sem hún greiddi foreldrum tveggja ferðamanna sem létust í slysinu. 9.9.2025 10:29
Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Þingkona Miðflokksins gagnrýnir aðhaldsleysi í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þar sem gert sér ráð fyrir hæstu ríkisútgjöldum sem sögur fara af. Stjórnarþingmaður segir stjórnina þurfa að greiða upp innviðaskuld eftir „pólitíska leti“ forvera hennar. 9.9.2025 09:34
Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist í Vatnafjöllum suðaustur af Heklu rétt fyrir klukkan tvö í dag. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst þar frá því í janúar. 8.9.2025 14:49
Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Francois Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, reyndi að sannfæra stjórnarandstöðuna um nauðsyn þess að draga úr hallarekstri og skuldasöfnun ríkisins áður en þingið greiðir atkvæði um að setja hann af í dag. Aðgerðir Bayrou í þessum efnum eru ein helsta ástæða þess að stjórnarandstaðan býr sig undir að sparka honum úr embætti. 8.9.2025 14:06
Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Saksóknarar við Alþjóðaglæpadómstólinn ætla að leggja fram gögn til að styðja ákæru á hendur úgöndskum stríðsherra vegna stríðsglæpa og glæpi gegn mannkyninu að honum fjarstöddum. Málið er sagt geta haft fordæmisgildi þar sem grunaður maður er ekki í haldi, til dæmis fyrir Vladímír Pútín og Benjamín Netanjahú. 8.9.2025 11:37