Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Til­tekt ríkis­stjórnar eins og að taka sokk af gólfi ung­lings

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra um vexti og verðbólgu í fyrstu óundirbúnu fyrirspurn þingvetrarins. Kristrún sagði ríkisstjórnina með tímasett plan og hún væri byrjuð að vinna eftir því. 

Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaða­vegi

Leki er úr heitavatnslögn á Bústaðavegi við bensínstöðina nærri Hlíðunum. Loka  þarf fyrir heitt vatn á meðan aðstæður eru kannaðar og lekinn lagaður. Búið er að stöðva lekann og unnið er að viðgerð. 

Tinder-svindlarinn hand­tekinn í Georgíu

Tinder-svindlarinn Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut var handtekinn í Batumi í Georgíu í gær við komu til landsins. Leviev er þekktur sem Tinder-svindlarinn en fjallað var um hann í heimildarmynd frá Netflix sem vakti mikla athygli fyrir rúmum þremur árum.

Meðalsölutími fast­eigna hundrað dagar

Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Há­skólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inn­töku alþjóð­legra nema

Silja Bára Ómarsdóttir rektor Háskóla Íslands segir enga stefnubreytingu hafa orðið innan háskólans og reglur ekki verið hertar hvað varðar alþjóðlega nemendur. Hluti nemenda sem eru enn að bíða eftir dvalarleyfi til náms hefur fengið tilkynningu um að inntaka þeirra hafi verið afturkölluð vegna skorts á dvalarleyfi. Umsóknum fjölgaði um 40 prósent á milli ára.

Eldri stjórn­endur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammi­stöðu

Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence, segir þurfa vitundarvakningu meðal stjórnenda í opinbera geiranum um að setja starfsfólki skýr mörk og að tryggja hagsýni í rekstri. Hún segir sömuleiðis þörf á að breyta starfsmannalögum þannig hægt sé að vísa fólki frá sem ekki sinnir vinnunni sinni.

Í­búar mót­mæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnars­brekku

Íbúar við Laugarásveg og í kring mótmæla byggingu nýs tvíbýlishúss á lóð við svokallað Gunnarshús. Þar er vinsæl sleðabrekka og samkomustaður fyrir börn og fullorðna í hverfinu. Rithöfundasamband Íslands, sem rekið er í Gunnarshúsi, tekur undir mótmælin. Framkvæmdastjóri segist frekar vilja börn en byggingu á lóðinni.

Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél

Samkvæmt niðurstöðum könnunar Prósent í júlí eiga ellefu prósent þjóðarinnar ísvél. Tekið var fram í spurningunni að átt væri við vélar á borð við Ninja Creami en ekki klakavélar. Samkvæmt svörum Prósents eiga ellefu prósent svarenda slíka vél á meðan 30 prósent hafa áhuga á að eignast slíka vél.

Öllum börnum undir sex mánaða boðin for­vörn gegn RS veiru

Öllum ungbörnum undir sex mánaða aldri verður boðin forvörn gegn RS veirusýkingu frá og með október næstkomandi. RS-veiran er algeng orsök öndunarfærasýkinga, sem leggst sérstaklega þungt á börn á fyrsta aldursári, og veldur árlega fjölda innlagna á sjúkrahús hérlendis og erlendis. Frá þessu er greint á vef embættis landlæknis.

Sjá meira