Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fresta hrekkja­vöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla

Mörg hverfi á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fresta hrekkjavökuhátíð sem átti að fara fram í kvöld til morguns. Hátíðinni er frestað vegna veðurs en lægð er undan suðausturströnd sem á að valda hvassri norðaustanátt víða um land, en stormi á Suðausturlandi og á Vestfjörðum og Norðvesturlandi síðdegis og fram á kvöld.

Telur að of mikil salt­notkun geri moksturinn enn erfiðari

Gottlieb Konráðsson, Gotti mokari, segir betur þurfa að skipuleggja snjómokstur á höfuðborgarsvæðinu. Hann telur að of mikið salt sé notað á göturnar á meðan snjói. Það eigi að geyma það þar til enginn skafrenningur er og snjókoma. Þannig virki saltið best. Gottlieb var til viðtals um snjómokstur í Bítinu á Bylgjunni. Hann mokar til dæmis á Hellisheiðinni.

Kirkju­þing skorar á stjórn­völd að hækka sóknargjald

Kirkjuþing 2025 - 2026 lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem blasir við þjóðkirkjusöfnuðum um allt land ef ekki kemur til veruleg hækkun á sóknargjöldum fyrir næsta ár. Í yfirlýsingu segir að í fjárlagafrumvarpi næsta árs sé gert ráð fyrir að sóknargjöld verði aftur skert og að það muni hafa veruleg áhrif á fjárhag sókna.

Að jafnaði til­kynnt um tólf kyn­ferðis­brot í hverri viku

Tilkynnt kynferðisbrot voru 459 síðastliðna níu mánuði, sem jafngildir um fimmtíu slíkum brotum á mánuði og tólf í hverri viku. Þolendur í kynferðisbrotum voru í 86 prósent tilvika konur, og um tveir af hverjum þremur þeirra voru undir 25 ára og þar af næstum helmingur þolenda undir 18 ára, eða um 47 prósent.

„Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru al­gjört hel­víti“

Steinunn Gestsdóttir, prófessor í sálfræði, veiktist af Covid í upphafi faraldurs og hefur allt frá þeim tíma glímt við langvinnt Covid. Hún segir fyrstu þrjú árin hafa verið helvíti og telur fólk með slík veikindi þurfa betri stuðning. Friðbjörn Sigurðsson, blóð- og krabbameinslæknir, segir nauðsynlegt að rannsaka sjúkdóminn betur.

Fagnar að­gerðum en telur húsnæði­s­pakkann „fremur rýran“

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segist fagna því að ríkisstjórnin setji aukna áherslu á húsnæðismál en henni þyki nýr húsnæðispakki ríkisstjórnar í heild „fremur rýr“. Rætt var við Guðrúnu í kvöldfréttum Sýnar í gær.

Ekki gefinn af­sláttur á gjald­skyldu í snjó­komu

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir Bílastæðasjóð hafa sektað í gær eins og aðra daga. Hafi fólk athugasemdir við sektir sem það fékk í gær geti það sent beiðni um endurupptöku máls á Bílastæðasjóð.

Nýtt snjódýptarmet í Reykja­vík í októ­ber

Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, mældi nýtt met í snjódýpt í mælareit Veðurstofunnar á Bústaðavegi klukkan níu í morgun. Nýtt met fyrir snjódýpt í Reykjavík í október er nú 40 sentímetrar og bættust þannig þrettán sentímetrar við það met sem slegið var í gær þegar snjódýptin var mæld 27 sentímetrar.

Snjóhengjur geti skapað hættu

Enn er viðvörun um aukna snjóflóðahættu í gildi á Suðvesturlandi. Gefin var út slík viðvörun í gær vegna mikillar snjókomu. Þá var hættan metin töluverð en er nú búin að lækka hana í nokkra hættu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er viðvörunin í gildi þar til klukkan 19 í kvöld.

Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons

Fulltrúar góðgerðafélaga komu saman á árlegri uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í síðustu viku. Í ár söfnuðust alls 326.709.581 króna sem er met í áheitasöfnun. Heildarupphæð áheita sem safnast hafa í Reykjavíkurmaraþonum Íslandsbanka hefur því náð yfir tvo milljarða króna en áheitasöfnun hófst árið 2006.

Sjá meira