Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Mikil þörf er fyrir aukna raforkuframleiðslu í landinu vegna fjölda verkefna, sem eru í gangi eða eru að fara af stað en þar spila gagnaver og önnur stórnotkun miklu máli, auk orkuskipta. Í dag er flutningskerfi raforku fulllestað og frekar veikt að sögn framkvæmdastjóra hjá Landsneti. 1.5.2025 20:03
„Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Það stendur mikið til á verkalýðsdaginn á Selfossi á morgun, fyrsta maí en þar munu um 230 hljóðfæraleikarar og söngvarar stíga á svið í íþróttahúsi Vallaskóla þar sem yfirskrift tónleikanna er; „Burtu með fordóma“. 30.4.2025 22:08
Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Gyltur á nýju svínabúi í Eyjafirði fá að ganga lausar með grísina sína en þær eru að gjóta þrettán til sextán grísum og hver gylta verður að vera með 16 spena eigi hún að fá að gjóta. 28.4.2025 20:05
Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Forseta Íslands dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði því það er svo erfitt að stunda garðrækt í rokinu á staðnum. Kryddjurtir eru þó ræktaðir inni í gluggakistunum á Bessastöðum, sem eiginmaður forseta notar svo í matseld. 27.4.2025 20:04
Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Mikill viðsnúningur hefur orðið á fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Árborgar til hins betra en sveitarfélagið hefur verið í miklum fjárhagsvandræðum síðustu ár. Nú lítur hins vegar allt miklu betur út. 27.4.2025 14:05
Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Eitt glæsilegasta svínabú landsins hefur hafið starfsemi í Eyjafirði þar sem um fjögur hundruð gyltur verða í búinu þegar það verður komið í fullan rekstur. 26.4.2025 20:03
Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sveitarfélagið Ölfus skilaði um einum og hálfum milljarði króna í hagnað á síðasta ári af rekstri samkvæmt nýju ársreikningi, sem hefur nú verið birtur. Þá fjölgar íbúum sveitarfélagsins mjög ört enda eru eru 230 íbúðir í byggingu núna í Þorlákshöfn. 26.4.2025 13:05
„Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Síðustu sýningar á verðlaunaleiksýningunni „Fúsi, aldur og fyrri störf“ verða á Sólheimum í Grímsnesi um helgina en sýningin fékk fjórar tilnefningar til Grímunnar á síðasta ári, meðal annars sem sýning ársins. 24.4.2025 20:05
Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Það verður líf og fjör í Árborg næstu fjóra daga því bæjarhátíðin „Vor í Árborg“ hefst formlega í dag, sumardaginn fyrsta og stendur fram á sunnudag. Fjölbreytt dagskrá verður i boði fyrir alla aldurshópa enda um sannkallaða fjölskylduhátíð að ræða. 24.4.2025 12:30
Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Vinir á Akureyri, annar tólf ára og hinn þrettán hafa hannað sína eigin fatalínu, sem þeir ætla að koma á markað. Þeir sjá um allt sjálfir og eru til dæmis mjög liðtækir við saumaskapinn og að sýna fötin sín á allskonar uppákomum. 23.4.2025 21:30