Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Ísland og Palestína hafa gert samstarfssamkomulag sín á milli í kjölfar viljayfirlýsingar fjölda ríkja þar sem Ísrael er hvatt til að samþykkja tveggja ríkja lausnina og kallað er eftir afvopnun Hamas. 30.7.2025 00:04
Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Evrópusambandið, Arababandalagið og sautján aðrar þjóðir hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem Ísrael er hvatt til að samþykkja tveggja ríkja lausnina og kallað er eftir því að Hamas leggi niður vopn sín og láti af stjórn Gasa. Utanríkisráðherra Íslands skrifaði jafnframt undir samstarfssamkomulag milli Íslands og Palestínu. 29.7.2025 23:57
„Hann stal henni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa. 29.7.2025 22:44
Katrín Edda selur í Hlíðunum Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og vélaverkfræðingur, hefur sett 83 fermetra íbúð sína í Stigahlíð 34 á sölu en ásett verð er 68,5 milljónir. 29.7.2025 21:09
Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Auglýsingaherferð fatamerkisins American Eagle með leikkonunni Sydney Sweeney hefur verið gagnrýnd fyrir að innihalda rasíska undirtóna og ýja að kynbótastefnu með orðagríni um góð gen. 29.7.2025 19:14
Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Ríkisstjórn Donalds Trump hefur ítrekað gerst sek um að dreifa gervigreindarmyndum og myndböndum frá því hann tók við embætti. Nú er í dreifingu fölsuð upptaka af handtöku Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem Trump segir að hafi framið landráð 2016. 27.7.2025 14:10
Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Erlendur ferðamaður, sem sóttur var á Hrafntinnusker við Laugaveginn upp úr 15 í gær, var úrskurðaður látinn á vettvangi eftir tilraunir til endurlífgunar. 27.7.2025 12:48
Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fyrsta forgangi vegna alvarlegs slyss í Silfru á Þingvöllum um tíuleytið. Um meðvitundarlausan einstakling var að ræða sem búið er að flytja á sjúkrahús. 27.7.2025 12:17
Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Johnny Depp birtist óvænt uppi á sviði á tónleikum rokkarans Alice Cooper í Lundúnum og saman heiðruðu þeir minningu Ozzy Osbourne með flutningi á „Paranoid“ eftir Black Sabbath. 27.7.2025 10:23
Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Merkúr Máni Hermannsson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík, nældi sér í brons með íslenska landsliðinu í Ólympíukeppninni í líffræði í Filippseyjum. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2016 sem Ísland vinnur til verðlauna í keppninni. 27.7.2025 08:54