Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Aðstoðar lögreglu var óskað vegna innbrots en þjófarnir voru enn á vettvangi þegar lögreglu bar að garði og voru tveir handteknir. Þeir eru vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. 21.4.2025 07:29
Maðurinn er laus úr haldi Maðurinn sem var handtekinn í morgun í tengslum við rannsókn lögreglu á áverkum konu í heimahúsi í Árnessýslu er laus úr haldi. Lögregla telur að um slys hafi verið að ræða. 20.4.2025 13:51
Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Frans páfi kom fram á svalir Péturskirkju í morgun og heilsaði upp á mannfjöldann. Hann óskaði viðstöddum gleðilegra páska og uppskar mikinn fögnuð. 20.4.2025 12:15
Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Einn er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi eftir að tilkynning barst um konu með skerta meðvitund í heimahúsi í nágrenni við Selfoss. Maðurinn sem tilkynnti um áverka hennar var handtekinn og tengist henni fjölskylduböndum. 20.4.2025 12:04
Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Lögreglan er með mikið viðbragð í nágrenni við Selfoss. Lögreglubílar og sjúkrabílar hafa verið sendir á vettvang. 20.4.2025 10:56
Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að frá því að páskavopnahlé Pútíns Rússlandsforseta tók gildi klukkan sex í gærkvöld og til miðnættis hafi Rússar gert 387 stórskotaliðsárásir, 19 áhlaup og 290 flygildaárásir. 20.4.2025 09:27
Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Varaforseti Bandaríkjanna átti í skoðanaskiptum við ráðuneytisstjóra og hægri hönd páfa í Páfagarði í gær. Þeir ræddu stöðuna í alþjóðamálunum og stefnu Bandaríkjastjórnar í málum innflytjenda og hælisleitenda. 20.4.2025 08:54
Rólegheitaveður á páskadag Víðáttumikill hæðarhryggur norður í hafi teygir sig yfir landið og gefur yfirleitt mjög hægan vind á páskadag. Lægð suðvestur af landinu veldur þó austankalda eða -strekking allra syðst. 20.4.2025 07:29
Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Lögregla hóf eftirför á eftir bíl sem ekið var talsvert yfir hámarkshraða á Hafnarfjarðarvegi í nótt. Þegar lögreglumenn gáfu ökumanni stöðvunarmerki jók hann ferðina og reyndi að stinga lögreglu af. Ökumaðurinn var handtekinn þegar hann stöðvaði loks bílinn og reyndist undir aldri. 20.4.2025 07:20
Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Donald Trump heldur áfram stríði sínu við háskólana og hefur hótað að svipta Harvardháskóla skattfrelsi sínu. Skólinn neitaði að verða við kröfum hans um breytingar á reglum skólans sem hann segir miða að því að sporna við gyðingahatri. 15.4.2025 23:09