„Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann eftir að henni hafði borist tilkynning um mann „að gramsa í munum“ fyrir utan ótilgreinda stofnun í Reykjavík. Maðurinn ók á brott á bíl sem reyndist svo stolinn. Ekki nóg með það heldur hafði hann líka ekið stolna bílnum undir áhrifum. 9.11.2025 17:43
Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Íslandsbanki hefur ákveðið að hefja á ný veitingu verðtryggðra húsnæðislána á föstum vöxtum. Í kjölfar nýlegs dóms Hæstaréttar gerði bankinn tímabundið hlé á veitingum slíkra lána. 9.11.2025 17:25
Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Hátt í hundrað Palestínumönnum, mikill meirihluti þeirra óbreyttir borgarar, er haldið föngum í einangrunarvist neðanjarðar þar sem þeir sjá aldrei dagsljósið. Þeir fá ekki að vera í neinu sambandi við fjölskyldur sínar eða umheiminn. Á meðal þeirra sem var nýverið sleppt er nítján ára götusali sem hafði ekki séð sólarljós frá því í janúar. 8.11.2025 16:50
Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Shabana Mahmood innanríkisráðherra Bretlands vill fara dönsku leiðina í innflytjendamálum. Fulltrúar ráðuneytisins voru sendir til Danmerkur til að kynna sér kerfið þar. Danir eru með einhverja ströngustu innflytjendalöggjöf í Evrópu. 8.11.2025 14:53
Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Helena Hafþórsdóttir O'Connor sem hlaut titilinn Ungfrú Ísland fyrr í ár og þar með farseðil á Ungfrú alheim sem fram fer í Taílandi hefur dregið sig úr keppni vegna veikinda. 8.11.2025 14:09
Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Happy Hydrate seldi vörur fyrir rúmar 302 milljónir króna á síðasta ári. Um er að ræða tíföldun rekstrartekna frá árinu þar á undan en þrátt fyrir það var félagið rekið með tæplega 900 þúsund króna tapi. 8.11.2025 12:52
Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Slökkvilið Akureyrar er á leiðinni á vettvang á Fellshlíð í Eyjafirði vegna elds sem upp er kominn í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni. Búið er að slökkva eldinn. 8.11.2025 10:52
Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Happdrætti Háskóla Íslands af 47 milljóna kröfu veitinga- og skemmtistaðarins Catalinu. Málið laut að þóknun fyrir rekstur spilakassa á veitingastaðnum. Rekendur Catalinu höfðu samið um að þóknunin næmi 1,6 prósentu af veltu vélanna en í ljós kom að hlutfallið næmi tveimur prósentum hjá öðrum rekstraraðilum og Catalina krafðist að fá greiddan mismuninn. 8.11.2025 10:46
Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn James Dewey Watson, einn uppgötvenda tvöfaldrar gormbyggingar DNA og Nóbelsverðlaunahafi, er látinn, 97 ára að aldri. Rannsóknir hans á sviði erfðafræði og læknisfræði voru byltingarkenndar og langur ferill hans hafði djúpstæð áhrif á vísindin. 8.11.2025 09:59
Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk fyrir hönd hryðjuverkasamtaka sem aðhyllast hægri öfgahyggju en talsvert magn sprengiefni fannst á heimili eins þeirra. 7.11.2025 23:41