Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Áhugafólk um tölvuleiki fær í vikunni tækifæri til að prófa EVE Vanguard, nýjasta leik CCP, áður en hann kemur út. 14.9.2025 13:45
Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Einn af bestu leikjum PlayStation 2 kynslóðarinnar er, merkilegt nokk, ennþá frekar góður. Hvurn hefði grunað! Metal Gear Solid: Snake Eater hefur fengið góða andlitslyftingu en þrátt fyrir það er andrúmslofti gamla leiksins haldið og það með góðum árangri. 12.9.2025 10:45
Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið sakfelldur fyrir valdaránstilraun og dæmdur í 27 ára og þriggja mánaða fangelsi. Hinn sjötugi Bolsonaro er sekur um að hafa ætlað að snúa úrslitum forsetakosninganna 2022, sem hann tapaði, með aðstoð fyrrverandi embættismanna og hermanna. 11.9.2025 22:30
Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Mikið vatn hefur lekið frá lögn í Laugardalnum í Reykjavík, við Engjaveg, og hefur pollur sem myndast hefur á veginum valdið vandræðum hjá ökumönnum. Starfsmenn Veitna eru á vettvangi að vinna að viðgerð. 11.9.2025 19:22
Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Úkraínumenn hafa um árabil varist svo gott sem daglegum árásum Rússa með sjálfsprengidróna og eldflaugar. Til þessa notast þeir marglaga varnir en þróun þessara varna hefur að miklu leyti gengið út á að draga eins og hægt er úr kostnaði við varnirnar en drónarnir eru tiltölulega ódýrir í framleiðslu og flugskeyti í loftvarnarkerfi og herþotur eru það alls ekki. 11.9.2025 18:53
Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Charlie Kirk, hægri sinnaður bandarískur áhrifavaldur og bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, var skotinn til bana fyrir framan um þrjú þúsund manns á viðburði í háskóla í Utah. Ríkisstjóri Utan hefur lýst morðinu sem „pólitísku launmorði“. 10.9.2025 23:40
Biður þingmenn að gæta orða sinna Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, bað þingmenn um að gæta orða sinna á nýhöfnu þingi. Orðum fylgi ábyrgð og tónn skipti máli. Þetta sagði hún í stefnuræðu sinni í kvöld en niðurlag ræðunnar snerist um að þingmenn ættu að virða hvorn annan og reyna að skilja hvaðan fólk sé að koma. 10.9.2025 19:58
Ellison klórar í hælana á Musk Larry Ellison, stofnandi tæknifyrirtækisins Oracle, hefur auðgast um um það bil tvö hundruð milljarða dala á þessu ári og þar af um hundrað milljarða dala bara í dag. Mögulega er hann orðinn auðugasti maður jarðarinnar eftir að virði hlutabréfa Oracle tók risastökk í dag. 10.9.2025 18:51
Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. 9.9.2025 23:04
Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Hæstiréttur Bandaríkjanna mun taka áfrýjun ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna umfangsmikilla tolla sem voru dæmdir ólöglegir í flýtimeðferð. Tollarnir hafa verið úrskurðaðir ólöglegir á tveimur lægri dómstigum en verða áfram í gildi þar til Hæstiréttur úrskurðar í málinu. 9.9.2025 21:58