Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa

Mikill samdráttur hefur orðið á sölu hjá hamborgarakeðjunni McDonald‘s í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi. Salan lækkaði um 3,6 prósent sem er mesta lækkunin hjá keðjunni frá árinu 2020, þegar Covid var og hét og loka þurfti verslunum og veitingastöðum.

Biðin langa: Rúmt ár í her­leg­heitin

Grand Theft Auto VI er loks kominn með útgáfudag og á hann að koma út þann 26. maí á næsta ári. Til stóð að leikurinn kæmi út á þessu ári en í tilkynningu frá útgáfufélaginu Rockstar er beðist velvirðingar á því að útgáfa hann hafi tafist.

Sekta TikTok um tæpa átta­tíu milljarða

Írska persónuverndarstofnunin, sem er mjög valdamikil stofnun innan Evrópusambandsins, hefur sektað samfélagsmiðlafyrirtækið TikTok um 530 milljónir evra. Fyrirtækið er sagt hafa brotið gegn persónuverndarlögum ESB með því að senda persónuupplýsingar notenda til vefþjóna í Kína.

Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum

Breski grínistinn Russell Brand mætti í dómsal í morgun, í fyrsta sinn eftir að hann var ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot. Þar var tekið fyrir hvort hann yrði hnepptur í varðhald á meðan réttarhöld gegn honum standa yfir en hann mun fá að ganga laus gegn ákveðnum skilyrðum.

Engar við­ræður fyrr en Trump fellir niður tolla

Ráðamenn í Kína segjast vera að skoða tilboð frá Bandaríkjamönnum um viðræður vegna umfangsmikilla tolla sem Donald Trump hefur beitt á kínverskar vörur. Kínverjar segja þó að viðræður geti ekki hafist fyrr en ríkisstjórn Trumps felli niður tolla og sýni þannig að þeir hafi í alvöru vilja til viðræðna.

Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist geta komið Abrego Garcia, manni sem var ranglega sendur í fangelsi í El Salvador, aftur til Bandaríkjanna. Hann segist þó ekki ætla að gera það. Áður höfðu Trump og talsmenn hans haldið því fram að hann gæti ómögulega frelsað manninn, eftir að dómstólar og þar á meðal Hæstiréttur hefur skipað ríkisstjórninni að frelsa hann og flytja til Bandaríkjanna.

Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst

Leyniþjónusta Suður-Kóreu áætlar að um sex hundruð hermenn frá Norður-Kóreu hafi fallið í átökum við Úkraínumenn. Rúmlega fjögur þúsund eru sagðir hafa særst en heilt yfir er talið að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi sent um fimmtán þúsund dáta til Rússlands.

Ungi morðinginn flúði ný­verið af vist­heimili

Drengurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hann hafi myrt þrjá í Uppsölum í Svíþjóð í gær er sextán ára gamall. Allir þrír eru taldir hafa verið skotmörk drengsins en lögreglan skoðar nú hvort fleiri komi að málinu.

Mikill sam­dráttur á pöntunum til kín­verskra verk­smiðja

Pöntunum til kínverskra verksmiðja hefur fækkað verulega vegna hárra tolla Donalds Trumps á vörur frá Kína. Pantanirnar í apríl hafa ekki verið færri frá árinu 2022, þegar Covid gekk yfir, og framleiðsla hefur heilt yfir ekki verið minni í Kína í rúmt ár.

Sjá meira