Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mikill sam­dráttur á pöntunum til kín­verskra verk­smiðja

Pöntunum til kínverskra verksmiðja hefur fækkað verulega vegna hárra tolla Donalds Trumps á vörur frá Kína. Pantanirnar í apríl hafa ekki verið færri frá árinu 2022, þegar Covid gekk yfir, og framleiðsla hefur heilt yfir ekki verið minni í Kína í rúmt ár.

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar í­treka um­fangs­miklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi

Friðarviðleitni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og erindreka hans virðist ekki ætla að bera árangur. Trump virðist þreyttur á að reyna að stilla til friðar og hefur hann sakað Úkraínumenn og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, um að standa í vegi friðar með því að vilja ekki verða við umfangsmiklum kröfum Rússa og þá sérstaklega fyrir það að vilja ekki viðurkenna tilkall Rússa til Krímskaga.

Kemur til móts við bíla­fram­leið­endur vegna tolla

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að koma til móts við bílaframleiðendur þar í landi og reyna að milda áhrif tolla hans á starfsemi þeirra. Þannig vill hann gefa þeim meiri tíma til að flytja framleiðslu aftur til Bandaríkjanna en Trump ætlar þó að halda háum tollum á innflutta bíla og bílaíhluti.

Amazon í sam­keppni við SpaceX í geimnum

Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu.

Hryllingskvöld hjá GameTíví

Strákarnir í GameTíví ætla að upplifa hrylling í kvöld. Dói mun spila Until Dawn leikinn, í tilefni af því að kvikmyndin er að koma út og gefa áhorfendum miða í bíó.

Gefur eftir í tollastríði við Kína

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að lækka verulega tolla sem hann hefur beitt Kína. Í einhverjum tilfellum eiga tollarnir á innflutning frá Kína að lækka um meira en helming en Trump hefur ekki tekið lokaákvörðun.

Vilja ræða frið en ekki upp­gjöf

Úkraínumenn segjast ekki ætla að ræða það að gefa landsvæði eftir fyrir frið fyrr en eftir að búið verði að koma á almennu vopnahléi. Þetta gerðu úkraínskir erindrekar Bandaríkjamönnum ljóst í gær og leiddi það til þess að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, hættu við að mæta á viðræðufund í Lundúnum í dag.

Vill enn stærra vopna­búr fyrir næstu stríð

Valdimír Pútín, forseti Rússlands, segir að auka þurfi hergagnaframleiðslu ríkisins enn frekar og undirbúa Rússlandi fyrir frekari stríð í framtíðinni. Hergagnaframleiðsla í Rússlandi rúmlega tvöfaldaðist á síðasta ári en Pútín segir það ekki duga til, því framtíðin nálgist óðfluga.

ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða

Evrópusambandið hefur sektað bandarísku fyrirtækin Apple og Meta um samanlagt sjö hundruð milljónir evra. Sektirnar eru til komnar vegna brota fyrirtækjanna á lögum sambandsins og munu þær að öllum líkindum auka spennuna milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump.

Ó­reiðan ræður ríkjum í Pentagon

Mikið hefur gustað um Pete Hegseth, fyrrverandi sjónvarpsmann og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, undanfarið. Mikil óreiða er sögð hafa ríkt innan veggja ráðuneytisins, sem gengur iðulega undir nafninu Pentagon, og vantraust hefur aukist milli borgaralegra starfsmanna ráðuneytisins og hermanna sem starfa þar.

Sjá meira