Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Mikið hefur gustað um Pete Hegseth, fyrrverandi sjónvarpsmann og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, undanfarið. Mikil óreiða er sögð hafa ríkt innan veggja ráðuneytisins, sem gengur iðulega undir nafninu Pentagon, og vantraust hefur aukist milli borgaralegra starfsmanna ráðuneytisins og hermanna sem starfa þar. 23.4.2025 10:38
Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Elon Musk, einn auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga verulega úr störfum sínum fyrir Trump í næsta mánuði. Í staðinn ætlar hann að einbeita sér að rekstri rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla, sem birti í dag mjög neikvætt ársfjórðungsuppgjör. 22.4.2025 22:53
„Ég er mannleg“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segist hafa verið að brúna kartöflur með páskalambinu þegar henni hafi brugðist bogalistin, eins og frægt er orðið. Hún notaði enskan titil Frans páfa í samfélagsmiðlafærslu um andlát hans. Vakti það hneykslan margra á samfélagsmiðlum. 22.4.2025 21:45
Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Bill Owens, æðsti stjórnandi fréttaskýringaþáttarins vinsæla 60 Minutes eða 60 mínútur hefur sagt starfi sínu lausu og segir ástæðuna þá að hann hafi tapað sjálfstæði sínu í starfi. Stjórnendur CBS og móðurfélagsins Paramount hafi gert ljóst að hann muni ekki fá að stjórna þættinum með hag áhorfenda í huga lengur. 22.4.2025 21:07
Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur stungið upp á því að hann muni stöðva innrás sína í Úkraínu og láta af kröfum sínum til afganga fjögurra héraða í Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Þetta segist hann tilbúinn til að gera í skiptum fyrir viðurkenningu Bandaríkjanna á eignarrétti Rússa á Krímskaga, sem var innlimaður ólöglega árið 2014. 22.4.2025 19:55
Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Lögreglan í Ísrael hefur sent líkamsleifar til rannsóknar eftir umfangsmikla leit að kafara sem virðist hafa orðið fyrir hákarlaárás undan ströndum Hadera í gær. Umræddur staður hefur verið vinsæll meðal kafara og sundmanna sem farið hafa þangað til að synda með hákörlum sem halda þar til. 22.4.2025 18:03
Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Strákarnir í GameTíví ætla að hefja páskahátíðina með því að spila Warzone með áhugasömum Íslendingum í kvöld. Opið lobbí verður fyrir Íslendingaslag í Verdansk. 16.4.2025 19:32
Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Strákarnir í GameTíví ætla að feta í fótspor Walter White í kvöld og taka ákveðna U-beygju í lífinu. Þeir ætla nefnilega að snúa sér að skipulagðri glæpastarfsemi. Það er að segja í tölvuleik, ekki í alvörunni, vonandi. 14.4.2025 19:31
Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Bandarísk skuldabréf hafa um árabil verið talin heimsins öruggasta skjól fyrir fjárfesta. Þar virðist þó ákveðin breyting vera að eiga sér stað, samhliða því að fjárfestar virðast vera að missa trúna á Bandaríkjunum en þó sérstaklega yfirvöldum þar og er það að miklu leyti hvernig haldið hefur verið á spilunum vegna tolla Trumps, eins og þeir hafa verið kallaðir. 13.4.2025 15:29
Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13.4.2025 12:02