Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vara við norðan hríð í kvöld

Veðurstofa Íslands varar við norðanhríð um norðan- og austanvert landið í kvöld. Gular viðvaranir tóku gildi á austanverðu landinu klukkan níu í morgun og munu fleiri taka gildi á landinu norðanverðu klukkan sex.

Hand­tekin vegna and­láts föður síns

Kona sem grunuð er um að hafa orðið föður sínum að bana var úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag. Hún var handtekin í heimahúsi mannsins eftir að tilkynning barst um meðvitundarlausan mann.

Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy

Margir óbreyttir borgarar eru sagðir liggja í valnum eftir að að minnsta kosti ein rússnesk skotflaug lenti í miðborg Sumy í norðurhluta Úkraínu. Sprengjuflaugin lenti þegar margir voru á götum borgarinnar og á leið til kirkju að fagna pálmasunnudegi.

Réðust á síðasta starfandi sjúkra­húsið í Gasaborg

Ísraelar vörpuðu í nótt sprengjum á síðasta starfandi sjúkrahús Gasaborgar á norðanverðri Gasaströnd. Gjörgæslu og skurðstofuhlutar Al-Ahli sjúkrahússins eru sagðir í rúst eftir árásirnar en enginn mun hafa látið lífið.

Þrjú inn­brot í mið­bænum

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi og í nótt tilkynningar um þrjú innbrot í verslanir í miðbæ Reykjavíkur. Sökudólgurinn, eða dólgarnir, eru ekki fundnir og veit lögreglan ekki hver var að verki.

Menendez bræðurnir nær frelsinu

Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum samþykkti í gær að halda í næstu viku réttarhöld um það hvort breyta eigi dómi Menendez bræðranna. Lyle og Erik Menendez gætu því mögulega gengið lausir á næstunni.

Bein út­sending: Sam­fylkingin 25 ára

Samfylkingin heldur í dag upp á 25 ára afmæli flokksins. Hátíðardagskrá hefst á landsfundi flokksins með ávörpum, pallborðsumræðum og sófaspjalli.

Færri fara til Banda­ríkjanna en fækkunin hvað mest frá Ís­landi

Evrópskum ferðamönnum hefur snarfækkað í Bandaríkjunum frá því Donald Trump tók við embætti forseta. Fækkunin er hvað mest þegar kemur að ferðamönnum frá Íslandi en ástæðan er að miklum hluta rakin til umdeildra aðgerða og ummæla Trumps, sem sagðar eru ógna arðbærum flugleiðum.

Sjá meira