Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Í hádegisfréttum verður fjallað um áhyggjur formanns félags leigubílstjóra af minnkandi trausti til leigubílstjóra. Kvenkyns leigubílstjórum hafi fækkað. 27.4.2025 11:59
Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Bréf ritað af einum þekktasta eftirlifanda Titanic-sjóslyssins seldist fyrir 51 milljón króna á uppboði í Bretlandi í gær. 27.4.2025 10:50
Björn plokkar í stað Höllu Stóri Plokkdagurinn fer fram í dag við Sorpu í Jafnaseli í Breiðholti. Þetta er í áttunda árið sem blásið er til viðburðarins og er þetta lang stærsta einstak hreinsunarverkefni á Íslandi. Til stóð að Halla Tómasdóttir setti viðburðinn en þar sem hún þurfti frá að hverfa vegna útfarar Frans páfa hleypur Björn Skúlason eiginmaður hennar í skarðið. 27.4.2025 09:50
Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. 27.4.2025 09:32
Sprenging í Íran varð 25 að bana Minnst 25 eru látnir og allt að 800 særðir eftir sprengingu á höfn í borginni Bandar Abbas í suðurhluta Íran í gær. 27.4.2025 08:42
Útlit fyrir þokkalegt veður Útlit er fyrir þokkalegt veður á landinu í dag, fremur hægan vind og skúraleiðingar á Suður- og Vesturlandi. Þurrt að mestu og víða bjartviðri norðan- og austanlands, en líkur á þokuslæðingi úti við sjóinn. 27.4.2025 07:53
Níu létust í árásinni í Vancouver Níu eru látnir og fjöldi er særður eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks á hátíð í Vancouver í Kanada í nótt. 27.4.2025 07:29
Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Leigubílstjóri sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrr í mánuðinum fyrir nauðgun, fór í Hagkaup til að kaupa verjur meðan vinur hans nauðgaði konunni í íbúð sinni í bílskúr í Kópavogi. Eftir að þeir höfðu báðir brotið á konunni í umræddri íbúð ók leigubílstjórinn henni heim og rukkaði hana fyrir farið. 26.4.2025 16:34
Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Umferðaröryggissérfræðingur leggur til að framkvæmdir verði gerðar á bæði Reykjanesbraut og Hellisheiði til þess að hægt verði að hækka hámarkshraða á vegunum í 120 kílómetra á klukkustund. Þá verði hægt að lækka hámarkshraða á öðrum vegum niður í 70 kílómetra á klukkustund. Slík ráðstöfun kæmi í veg fyrir umferðarslys. 26.4.2025 13:22
Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodímír Selenskí Úkraínuforseti áttu korterslangan fund inni í Péturskirkjunni í Páfagarði rétt fyrir útför Frans páfa í morgun. 26.4.2025 10:56