„Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Bæjarstjóri Grindavíkur hyggst hætta sem bæjarstjóri að loknu kjörtímabili. Hann kveður með þakklæti í hjarta og kveðst munu sakna Grindvíkinga einstaklega mikið. Þó nokkrir atburðir síðustu ára sitji í bæjarstjóranum. 15.9.2025 23:02
Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Þrisvar hefur verið brotist inn hjá landsþekktum myndlistarmanni sem segir að nú sé endanlega búið að spilla vinnurýminu fyrir honum. Í hvert skipti voru listaverk hans látin vera og segir hann liggja við að hann taki því persónulega. 15.9.2025 22:01
Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bæjarráð Akureyrar hefur óskað eftir fundi með háskólaráðherra og rektor Háskólans á Akureyri til að óska eftir því að sameinaður háskóli Bifrastar og Akureyrar verði kenndur við Akureyri. Nafnið sé ekki aðeins tilfinningamál heldur hagsmunamál fyrir sveitarfélagið að mati formanns bæjarstjórnar. Hann stingur upp á því að skólinn verði kenndur bæði við Akureyri og Bifröst. 15.9.2025 13:11
Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Dósent í tölvunarfræði segist vita um fjögur tilfelli á síðustu þremur árum þar sem sjálfsvíg hafa orðið eftir samtal við gervigreind. Hann segir gervigreind oft á villigötum í lengri samtölum og ekki sé hægt að hafa fulla stjórn á henni. 14.9.2025 22:30
„Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Einn áhrifamesti listamaður samtímans segir verk Halldórs Laxness hafa haft ómæld áhrif á sín verk. Hún er 89 ára gömul en eldhress og hvergi nærri hætt að vinna. Hún útilokar ekki að skapa fleiri verk út frá sögum Laxness. 10.9.2025 23:11
Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Fulltrúar Alcoa á Reyðarfirði og starfsgreinafélaga komu saman á formlegum fundi með ríkissáttasemjara í morgun í fyrsta sinn síðan í sumar. Kjaraviðræðunar hafa staðið yfir í níu mánuði og lítið gengið en stilla þurfti til friðar á milli samningsaðila í gær. 10.9.2025 12:16
Verið ættleiddur af Íslendingum Það var áhrifamikil stund þegar Ross Edgley staldraði við í sjónum við Nauthólsvík til að þakka fagnandi margmenninu sem hafði beðið hans með mikilli eftirvæntingu. Eftir 115 daga á sjó, 1.600 kílómetra sundferð í kringum landið og fjölmargar áskoranir hafði honum tekist ætlunarverkið. 8.9.2025 21:55
„Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. 7.9.2025 22:01
Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Íslendingur sem býr skammt frá aðsetri ríkisstjórnar Úkraínu, sem stóð í ljósum logum í morgun, segist hafa sofið í gegnum hvelli og sprengingar. Árásir á Kænugarð séu orðnar daglegt brauð en reiði og sorg einkenni borgarbúa eftir að móðir og kornungt barn hennar lést í árásinni í nótt. 7.9.2025 19:49
Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Utanríkisráðherra mun halda á fund utanríkismálanefndar á morgun til að kynna mögulegar aðgerðir gegn Ísrael vegna ástandsins á Gaza. Meðal þess sem verður rætt er sá möguleiki að slíta fríverslunarsamningi við Ísrael. 7.9.2025 12:08