Guðmundur: Bylting að fá dúkinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2015 14:00 Daði Freyr Guðmundsson svarar í keppni í tvíliðaleik í morgun og Magnús Kristinn Magnússon fylgist með. Þeir töpuðu fyrir keppendum frá Svartfjallalandi í morgun. Vísir/Vilhelm Guðmundur Stephensen, landsliðsþjálfari í borðtennis og margfaldur Íslandsmeistari, er hæstánægður með þá aðstöðu sem byggð hefur verið upp í tengslum við Smáþjóðaleikana sem nú fara fram í Reykjavík. Í fyrsta sinn á Íslandi er nú keppt á sérstökum gólfdúk frá Gerflor, sem framleiðir dúka sem er notað í fjölda íþróttagreina um allan heim. „Hingað til höfum við bara spilað á trégólfinu,“ segir Guðmundur við Vísi og bendir á gólfið í TBR-húsinu við Gnoðarvog. „Það er alls ekkert slæmt en það er hrikalega flott að geta verið með dúk. Það er dúkur á öllum stærstu mótunum úti í heimi og algjörlega til fyrirmyndar að fá svona heima.“ Guðmundur segir að framleiðandinn hafi gefið Borðtennissambandi Íslands dúkinn vegna Smáþjóðaleikanna. „Það er ekki nokkur spurning að íþróttin mun njóta góðs af þessu um ókomin ár.“ Það þarf þó að leggja dúkinn og líma fyrir hvern viðburð og telur Guðmundur að hann verði aðeins notaður fyrir stærstu mótin hér á landi. Hann segir að borðtenniskeppnin á Smáþjóðaleikunum sé sterk að þessu sinni, sérstaklega í kvennaflokki.Guðrún Björnsdóttir og Aldís Rún Lárusdóttir í tvíliðaleiknum í morgun. Þær töpuðu fyrir pari frá Svartfjallalandi, 3-0.Vísir/Vilhelm„Það eru tvær kínverskar konur að keppa á mótinu sem eru einfaldlega í heimsklassa. Önnur keppir fyrir Lúxemborg og hin fyrir Mónakó. Það eru virkilega flottir spilarar,“ sagði Guðmundur en keppni í einliðaleik karla og kvenna fer fram á morgun og á laugardag. „Það er jafnari keppni í karlaflokki en þar eru þó ekki leikmenn sem eru í saman gæðaflokki og bestu konurnar.“ Ísland hefur ekki átt mikilli velgengni að fagna á leikunum til þessa. Bæði karla- og kvennalið Íslands töpuðu öllum sínum viðureignum í liðakeppninni fyrr í vikunni en í dag hófst keppni í tvíliðaleik. Íslensku pörin töpuðu fyrstu viðureignum sínum í morgun en spila aftur síðar í dag. Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Guðmundur Stephensen, landsliðsþjálfari í borðtennis og margfaldur Íslandsmeistari, er hæstánægður með þá aðstöðu sem byggð hefur verið upp í tengslum við Smáþjóðaleikana sem nú fara fram í Reykjavík. Í fyrsta sinn á Íslandi er nú keppt á sérstökum gólfdúk frá Gerflor, sem framleiðir dúka sem er notað í fjölda íþróttagreina um allan heim. „Hingað til höfum við bara spilað á trégólfinu,“ segir Guðmundur við Vísi og bendir á gólfið í TBR-húsinu við Gnoðarvog. „Það er alls ekkert slæmt en það er hrikalega flott að geta verið með dúk. Það er dúkur á öllum stærstu mótunum úti í heimi og algjörlega til fyrirmyndar að fá svona heima.“ Guðmundur segir að framleiðandinn hafi gefið Borðtennissambandi Íslands dúkinn vegna Smáþjóðaleikanna. „Það er ekki nokkur spurning að íþróttin mun njóta góðs af þessu um ókomin ár.“ Það þarf þó að leggja dúkinn og líma fyrir hvern viðburð og telur Guðmundur að hann verði aðeins notaður fyrir stærstu mótin hér á landi. Hann segir að borðtenniskeppnin á Smáþjóðaleikunum sé sterk að þessu sinni, sérstaklega í kvennaflokki.Guðrún Björnsdóttir og Aldís Rún Lárusdóttir í tvíliðaleiknum í morgun. Þær töpuðu fyrir pari frá Svartfjallalandi, 3-0.Vísir/Vilhelm„Það eru tvær kínverskar konur að keppa á mótinu sem eru einfaldlega í heimsklassa. Önnur keppir fyrir Lúxemborg og hin fyrir Mónakó. Það eru virkilega flottir spilarar,“ sagði Guðmundur en keppni í einliðaleik karla og kvenna fer fram á morgun og á laugardag. „Það er jafnari keppni í karlaflokki en þar eru þó ekki leikmenn sem eru í saman gæðaflokki og bestu konurnar.“ Ísland hefur ekki átt mikilli velgengni að fagna á leikunum til þessa. Bæði karla- og kvennalið Íslands töpuðu öllum sínum viðureignum í liðakeppninni fyrr í vikunni en í dag hófst keppni í tvíliðaleik. Íslensku pörin töpuðu fyrstu viðureignum sínum í morgun en spila aftur síðar í dag.
Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira