Heimir: Þurfum að taka frumkvæðið í leiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2016 12:30 Heimir vill sjá sína menn leysa pressu Dundalk betur. vísir/pjetur FH mætir írska liðinu Dundalk í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Kaplakrika í kvöld.Staðan eftir fyrri leikinn ytra er 1-1 en Steven Lennon skoraði útivallarmarkið sem gæti reynst FH svo dýrmætt.Sjá einnig: FH ætlar að styrkja sig í glugganum „Við þurfum að spila vel og vera agaðir í varnarleik okkar. Við erum með frumkvæðið í einvíginu eftir útivallarmarkið hjá Lennon og við þurfum að taka frumkvæðið í leiknum í kvöld,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi í gær. „Við réðum ekki alveg nógu vel við pressuna sem þeir settu á okkur fyrri leiknum á köflum og þurfum að leysa hana betur og halda boltanum betur innan liðsins.“ FH-ingar eru þrautreyndir í Evrópukeppnum en þeir hafa verið samfleytt í Evrópukeppni frá árinu 2004. En hvaða hafa þeir lært af þátttökunni undanfarin ár? „Við höfum lært margt og sýnt að þegar það er vandað til verksins og undirbúningurinn góður, þá er hægt að ná góðum árangri. Og við þurfum að gera það á morgun [í dag] því við viljum að sjálfsögðu fara áfram,“ sagði Heimir.Sjá einnig: Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Komist FH áfram spilar liðið a.m.k. fjóra Evrópuleiki til viðbótar. Í næstu umferð Meistaradeildarinnar bíða gamlir kunningjar, BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi, sem FH hefur tvisvar sinnum mætt áður. „Ég hef þrisvar sinnum farið þarna. Við fórum þangað fyrst 2007 og svo 2010 og svo fór ég einu sinni og njósnaði um þá,“ sagði Heimir um Íslandsvinina í BATE. „Þá voru þeir með frábært lið sem var reglulega í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. En þeir eru, án þess að ég sé búinn að kynna mér það neitt sérstaklega, ekki eins sterkir í dag. Ef við klárum Dundalk held ég að við eigum góða möguleika á móti BATE. Ef þeir sem stjórna klúbbnum setja saman þokkalegt ferðalag er ég bjartsýnn,“ bætti þjálfarinn við.Leikur FH og Dundalk hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Sjá meira
FH mætir írska liðinu Dundalk í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Kaplakrika í kvöld.Staðan eftir fyrri leikinn ytra er 1-1 en Steven Lennon skoraði útivallarmarkið sem gæti reynst FH svo dýrmætt.Sjá einnig: FH ætlar að styrkja sig í glugganum „Við þurfum að spila vel og vera agaðir í varnarleik okkar. Við erum með frumkvæðið í einvíginu eftir útivallarmarkið hjá Lennon og við þurfum að taka frumkvæðið í leiknum í kvöld,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi í gær. „Við réðum ekki alveg nógu vel við pressuna sem þeir settu á okkur fyrri leiknum á köflum og þurfum að leysa hana betur og halda boltanum betur innan liðsins.“ FH-ingar eru þrautreyndir í Evrópukeppnum en þeir hafa verið samfleytt í Evrópukeppni frá árinu 2004. En hvaða hafa þeir lært af þátttökunni undanfarin ár? „Við höfum lært margt og sýnt að þegar það er vandað til verksins og undirbúningurinn góður, þá er hægt að ná góðum árangri. Og við þurfum að gera það á morgun [í dag] því við viljum að sjálfsögðu fara áfram,“ sagði Heimir.Sjá einnig: Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Komist FH áfram spilar liðið a.m.k. fjóra Evrópuleiki til viðbótar. Í næstu umferð Meistaradeildarinnar bíða gamlir kunningjar, BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi, sem FH hefur tvisvar sinnum mætt áður. „Ég hef þrisvar sinnum farið þarna. Við fórum þangað fyrst 2007 og svo 2010 og svo fór ég einu sinni og njósnaði um þá,“ sagði Heimir um Íslandsvinina í BATE. „Þá voru þeir með frábært lið sem var reglulega í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. En þeir eru, án þess að ég sé búinn að kynna mér það neitt sérstaklega, ekki eins sterkir í dag. Ef við klárum Dundalk held ég að við eigum góða möguleika á móti BATE. Ef þeir sem stjórna klúbbnum setja saman þokkalegt ferðalag er ég bjartsýnn,“ bætti þjálfarinn við.Leikur FH og Dundalk hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Sjá meira