Ronaldo örlagavaldurinn í München | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2017 20:30 Cristiano Ronaldo reyndist örlagavaldurinn í fyrri leik Bayern München og Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 1-2 sigri og fiskaði auk þess Javi Martínez af velli. Arturo Vidal kom Bayern yfir á 25. mínútu þegar hann skallaði boltann í markið eftir hornspyrnu frá Thiago. Vidal fékk svo upplagt tækifæri til að skora sitt annað mark í uppbótartíma. Nicola Rizzoli færði þá heimamönnum vítaspyrnu á silfurfati en Vidal þrumaði yfir úr henni. Staðan var 1-0 í hálfleik en eftir aðeins mínútu leik í seinni hálfleik jafnaði Ronaldo metin með skoti á lofti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Danis Carvajal. Á 61. mínútu fékk Martínez að líta sitt annað gula spjald á þremur mínútum fyrir brot á Ronaldo. Eftir rauða spjaldið fór allur kraftur úr Bayern-liðinu á meðan Real Madrid hélt áfram að sækja. Manuel Neuer, markvörður Bayern, sá hins vegar til þess að staðan var jöfn með frábærum markvörslum. Á 77. mínútu átti Marco Asensio sendingu inn á vítateiginn, á Ronaldo sem skoraði með sólanum. Boltinn lak undir Neuer sem var loksins sigraður. Þetta var hundraðasta mark Ronaldos í Meistaradeild Evrópu á ferlinum. Fleiri urðu mörkin ekki og Real Madrid vann 1-2 sigur. Seinni leikurinn fer fram í Madríd á þriðjudaginn í næstu viku. Leiknum var lýst í beinni textalýsingu. Hana má lesa hér að neðan.20:39: Rizzoli flautar leikinn í München af. Real Madrid fer með 1-2 sigur í seinni leikinn.20:32: Búið að flauta til leiksloka í Madríd. 1-0 sigur Atlético Madrid.20:21: Ronaldo!!! Skorar sitt hundraðasta mark í Evrópukeppnum og kemur Real Madrid yfir. Asensio með flottan bolta inn á teiginn á Ronaldo sem skorar með sólanum. Neuer missti boltann undir sig. Þetta mark lá í loftinu, það er ekki hægt að segja annað.20:19: Neuer heldur áfram að verja, nú frá Ronaldo. Hann er eini leikmaður Bayern sem virðist ekki hafa áhuga á að fá á sig mark.20:17: Benzema í dauðafæri en Neuer ver! Þriðja góða varslan hans og sú önnur frá Benzema.20:05: Rautt! Martínez fær sitt annað gula spjald á þremur mínútum og fýkur af velli. Vatn á myllu Real Madrid.20:00: Modric þrumar boltanum fyrir, beint á kollinn á Bale sem á fastan skalla sem Neuer ver í horn. Gestirnir hafa byrjað seinni hálfleikinn miklu betur.19:51: Ronaldo!!! Portúgalinn jafnar metin með skoti á lofti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Carvajal! Mark númer 97 í Meistaradeildinni hjá Ronaldo. Hann er alls búinn að skora 99 mörk í Evrópukeppnum á ferlinum og vantar aðeins eitt mark til að verða sá fyrsti til að skora 100 mörk í Evrópukeppnum. Það gerist fyrr en síðar.19:50: Seinni hálfleikurinn í München er hafinn. Engar breytingar á liðunum.19:45: Það er búið að flauta til leiks í Madríd. Bíðum enn eftir að Rizzoli flauti á í München.19:31: Vidal þrumar yfir úr vítaspyrnu! Réttlætinu fullnægt því þetta var ekkert víti. Ribéry skaut í brjóstkassann á Carvajal og Nicola Rizzoli benti á punktinn. Galinn dómur.19:27: Ronaldo minnir á sig og á skot sem Neuer ver í horn. Í kjölfarið á því á Kroos svo skot framhjá.19:25: Vidal svo nálægt því að skora sitt annað mark! Skallar framhjá eftir sendingu Robbens frá hægri.19:22: Koke með skot framhjá marki Leicester. Skaut úr kyrrstöðu. Þessi frábæri leikmaður hefur verið öflugur hér í byrjun leiks og átt tvær góðar tilraunir.19:21: Casemiro, miðjumaður Real Madrid, liggur á vellinum og virðist þjáður. Það væri slæmt fyrir Madrídinga að missa hann af velli.19:13: Griezmann skorar fyrsta mark í Madríd úr vítaspyrnu!!! Frakkinn fiskaði vítið sjálfur en dómurinn var líklega ekki réttur því Albrighton virtist brjóta á Griezmann utan vítateigs.19:10: Vidal kemur Bayern yfir gegn Evrópumeisturunum!!! Skallar boltann í netið eftir hornspyrnu frá Thiago.19:03: Benzema með skalla sem Neuer ver í samskeytin. Hættulegasta færi leiksins í München hingað til.18:50: Koke með þrumuskot í stöng Leicester-marksins. Þarna sluppu Englandsmeistararnir vel.18:45: Það er búið að flauta til leiks í München og Madríd. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo reyndist örlagavaldurinn í fyrri leik Bayern München og Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 1-2 sigri og fiskaði auk þess Javi Martínez af velli. Arturo Vidal kom Bayern yfir á 25. mínútu þegar hann skallaði boltann í markið eftir hornspyrnu frá Thiago. Vidal fékk svo upplagt tækifæri til að skora sitt annað mark í uppbótartíma. Nicola Rizzoli færði þá heimamönnum vítaspyrnu á silfurfati en Vidal þrumaði yfir úr henni. Staðan var 1-0 í hálfleik en eftir aðeins mínútu leik í seinni hálfleik jafnaði Ronaldo metin með skoti á lofti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Danis Carvajal. Á 61. mínútu fékk Martínez að líta sitt annað gula spjald á þremur mínútum fyrir brot á Ronaldo. Eftir rauða spjaldið fór allur kraftur úr Bayern-liðinu á meðan Real Madrid hélt áfram að sækja. Manuel Neuer, markvörður Bayern, sá hins vegar til þess að staðan var jöfn með frábærum markvörslum. Á 77. mínútu átti Marco Asensio sendingu inn á vítateiginn, á Ronaldo sem skoraði með sólanum. Boltinn lak undir Neuer sem var loksins sigraður. Þetta var hundraðasta mark Ronaldos í Meistaradeild Evrópu á ferlinum. Fleiri urðu mörkin ekki og Real Madrid vann 1-2 sigur. Seinni leikurinn fer fram í Madríd á þriðjudaginn í næstu viku. Leiknum var lýst í beinni textalýsingu. Hana má lesa hér að neðan.20:39: Rizzoli flautar leikinn í München af. Real Madrid fer með 1-2 sigur í seinni leikinn.20:32: Búið að flauta til leiksloka í Madríd. 1-0 sigur Atlético Madrid.20:21: Ronaldo!!! Skorar sitt hundraðasta mark í Evrópukeppnum og kemur Real Madrid yfir. Asensio með flottan bolta inn á teiginn á Ronaldo sem skorar með sólanum. Neuer missti boltann undir sig. Þetta mark lá í loftinu, það er ekki hægt að segja annað.20:19: Neuer heldur áfram að verja, nú frá Ronaldo. Hann er eini leikmaður Bayern sem virðist ekki hafa áhuga á að fá á sig mark.20:17: Benzema í dauðafæri en Neuer ver! Þriðja góða varslan hans og sú önnur frá Benzema.20:05: Rautt! Martínez fær sitt annað gula spjald á þremur mínútum og fýkur af velli. Vatn á myllu Real Madrid.20:00: Modric þrumar boltanum fyrir, beint á kollinn á Bale sem á fastan skalla sem Neuer ver í horn. Gestirnir hafa byrjað seinni hálfleikinn miklu betur.19:51: Ronaldo!!! Portúgalinn jafnar metin með skoti á lofti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Carvajal! Mark númer 97 í Meistaradeildinni hjá Ronaldo. Hann er alls búinn að skora 99 mörk í Evrópukeppnum á ferlinum og vantar aðeins eitt mark til að verða sá fyrsti til að skora 100 mörk í Evrópukeppnum. Það gerist fyrr en síðar.19:50: Seinni hálfleikurinn í München er hafinn. Engar breytingar á liðunum.19:45: Það er búið að flauta til leiks í Madríd. Bíðum enn eftir að Rizzoli flauti á í München.19:31: Vidal þrumar yfir úr vítaspyrnu! Réttlætinu fullnægt því þetta var ekkert víti. Ribéry skaut í brjóstkassann á Carvajal og Nicola Rizzoli benti á punktinn. Galinn dómur.19:27: Ronaldo minnir á sig og á skot sem Neuer ver í horn. Í kjölfarið á því á Kroos svo skot framhjá.19:25: Vidal svo nálægt því að skora sitt annað mark! Skallar framhjá eftir sendingu Robbens frá hægri.19:22: Koke með skot framhjá marki Leicester. Skaut úr kyrrstöðu. Þessi frábæri leikmaður hefur verið öflugur hér í byrjun leiks og átt tvær góðar tilraunir.19:21: Casemiro, miðjumaður Real Madrid, liggur á vellinum og virðist þjáður. Það væri slæmt fyrir Madrídinga að missa hann af velli.19:13: Griezmann skorar fyrsta mark í Madríd úr vítaspyrnu!!! Frakkinn fiskaði vítið sjálfur en dómurinn var líklega ekki réttur því Albrighton virtist brjóta á Griezmann utan vítateigs.19:10: Vidal kemur Bayern yfir gegn Evrópumeisturunum!!! Skallar boltann í netið eftir hornspyrnu frá Thiago.19:03: Benzema með skalla sem Neuer ver í samskeytin. Hættulegasta færi leiksins í München hingað til.18:50: Koke með þrumuskot í stöng Leicester-marksins. Þarna sluppu Englandsmeistararnir vel.18:45: Það er búið að flauta til leiks í München og Madríd.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira