Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Heimir Már Pétursson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 6. mars 2018 19:15 Sigríður Á. Andersend, dómsmálaráðherra. VISIR/ANTON BRINK Vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Pírata á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi eftir tveggja tíma umræður. Flokkarnir tveir telja að dómsmálaráðherra hafi veikt stöðu dómskerfisins á Íslandi með vinnubrögðum sínum. Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. Allir þingmenn stjórnarandstöðunna greiddu atkvæði með tillögunni nema Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sem valdi að greiða ekki atkvæði. Tveir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með tillögunni, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Þau lögðust einnig gegn ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þegar það var lagt fyrir flokksráð flokksins til samþykktar í haust. Sagði Andrés Ingi í ræðu sinni að honum hefði þótt Landsréttarmálið slæmt í nóvember og að síðan hefði það aðeins versnað. Þingflokkar Samfylkingarinnar og Pírata lögðu fram vantrauststillöguna á dómsmálaráðherra í morgun vitandi að litlar líkur væru á að hún næði fram að ganga. En tillagan er lögð fram vegna skipunar ráðherra á dómurum í nýjan Landsrétt. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sagði dómsmál vegna skipunar dómaranna afleiðingu af vinnubrögðum ráðherra. „Þess vegna er dómsmálaráðherra ekki treystandi til að fara með málefni dómstólanna í landinu eða vinda ofan af þeim vandræðagangi sem dómstólar eru komnir í. Hún verður því að axla ábyrgð á þeim og það er nauðsynlegt að það birtist með skýrum hætti,“ sagði Logi. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði nánast óþekkt í þingsögunni að vantraust væri borið upp á einstakan ráðherra þótt mikið hafi gengið á. Það hefði ekki gerst síðan árið 1954. „Samfylkingin var fljót að bregðast við hvatningu fyrrverandi leiðtoga síns. Eða ætti ég að segja viðvarandi leiðtoga, Jóhönnu Sigurðardóttur, frá því um síðustu helgi. Þar var kallað eftir því að Samfylkingin beindi spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum. Og viti menn, í fyrsta skipti í hálfa öld kom fram vantrauststillaga á ráðherra, jú ráðherra úr Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Bjarni Benediktsson. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir dómsmálaráðherra hafa skapað réttaróvissu í landinu með því að skemma ferli sem faglega hafi verið unnið að. „Það eru svik við þá sem hafa unnið að þessu allar götur. Það eru svik við Alþingi. Það eru svik við samstarfsflokkana, það eru svik við stjórnskipunar og eftirlitsnefnd. Það eru svik við þá sem vinna í stjórnsýslunni okkar, að reyna að gera faglega hluti þar og ráðleggja ráðherra. Og það eru svik við dómnefndina; hvernig komið hefur verið fram við hana. Þessi ráðherra hefur svikið alla aðila í þessu ferli,“ sagði Jón Þór. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði óvissu í þessum málum aðeins verða eytt með því að dómstólar ljúki sinni meðferð á þeim. Rök með vantraustinu væru ekki fullnægjandi. „Þar með er ég ekki að draga úr alvarleika dóms Hæstaréttar eða því að vönduð vinnubrögð séu stunduð í stjórnsýslunni. Ég tel hins vegar að þessi tillaga þjóni ekki slíkum markmiðum og ég mun því greiða atkvæði gegn þessari tillögu,“ sagði Katrín.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 19:24. Alþingi Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. 6. mars 2018 10:13 Vantraust á dómsmálaráðherra rætt á Alþingi í dag Tillaga Samfylkingarinnar og Pírata um vantraust á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, verður tekin fyrir á Alþingi í dag. 6. mars 2018 13:46 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Brýnt að skera úr um stuðning við dómsmálaráðherra að mati Loga Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Píratafer fram og með hvaða hætti umræðan verður. 6. mars 2018 12:15 Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Pírata á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, var felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi eftir tveggja tíma umræður. Flokkarnir tveir telja að dómsmálaráðherra hafi veikt stöðu dómskerfisins á Íslandi með vinnubrögðum sínum. Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. Allir þingmenn stjórnarandstöðunna greiddu atkvæði með tillögunni nema Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sem valdi að greiða ekki atkvæði. Tveir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með tillögunni, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Þau lögðust einnig gegn ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þegar það var lagt fyrir flokksráð flokksins til samþykktar í haust. Sagði Andrés Ingi í ræðu sinni að honum hefði þótt Landsréttarmálið slæmt í nóvember og að síðan hefði það aðeins versnað. Þingflokkar Samfylkingarinnar og Pírata lögðu fram vantrauststillöguna á dómsmálaráðherra í morgun vitandi að litlar líkur væru á að hún næði fram að ganga. En tillagan er lögð fram vegna skipunar ráðherra á dómurum í nýjan Landsrétt. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sagði dómsmál vegna skipunar dómaranna afleiðingu af vinnubrögðum ráðherra. „Þess vegna er dómsmálaráðherra ekki treystandi til að fara með málefni dómstólanna í landinu eða vinda ofan af þeim vandræðagangi sem dómstólar eru komnir í. Hún verður því að axla ábyrgð á þeim og það er nauðsynlegt að það birtist með skýrum hætti,“ sagði Logi. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði nánast óþekkt í þingsögunni að vantraust væri borið upp á einstakan ráðherra þótt mikið hafi gengið á. Það hefði ekki gerst síðan árið 1954. „Samfylkingin var fljót að bregðast við hvatningu fyrrverandi leiðtoga síns. Eða ætti ég að segja viðvarandi leiðtoga, Jóhönnu Sigurðardóttur, frá því um síðustu helgi. Þar var kallað eftir því að Samfylkingin beindi spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum. Og viti menn, í fyrsta skipti í hálfa öld kom fram vantrauststillaga á ráðherra, jú ráðherra úr Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Bjarni Benediktsson. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir dómsmálaráðherra hafa skapað réttaróvissu í landinu með því að skemma ferli sem faglega hafi verið unnið að. „Það eru svik við þá sem hafa unnið að þessu allar götur. Það eru svik við Alþingi. Það eru svik við samstarfsflokkana, það eru svik við stjórnskipunar og eftirlitsnefnd. Það eru svik við þá sem vinna í stjórnsýslunni okkar, að reyna að gera faglega hluti þar og ráðleggja ráðherra. Og það eru svik við dómnefndina; hvernig komið hefur verið fram við hana. Þessi ráðherra hefur svikið alla aðila í þessu ferli,“ sagði Jón Þór. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði óvissu í þessum málum aðeins verða eytt með því að dómstólar ljúki sinni meðferð á þeim. Rök með vantraustinu væru ekki fullnægjandi. „Þar með er ég ekki að draga úr alvarleika dóms Hæstaréttar eða því að vönduð vinnubrögð séu stunduð í stjórnsýslunni. Ég tel hins vegar að þessi tillaga þjóni ekki slíkum markmiðum og ég mun því greiða atkvæði gegn þessari tillögu,“ sagði Katrín.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 19:24.
Alþingi Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. 6. mars 2018 10:13 Vantraust á dómsmálaráðherra rætt á Alþingi í dag Tillaga Samfylkingarinnar og Pírata um vantraust á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, verður tekin fyrir á Alþingi í dag. 6. mars 2018 13:46 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Brýnt að skera úr um stuðning við dómsmálaráðherra að mati Loga Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Píratafer fram og með hvaða hætti umræðan verður. 6. mars 2018 12:15 Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
„Kominn tími til þess að það taki allir afstöðu til þess hvort þeir treysti dómsmálaráðherra eða ekki“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að það gæti alveg verið að einhverjir stjórnarliðar muni styðja vantrauststillögu sem Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram gegn Sigríði Andersen. 6. mars 2018 10:13
Vantraust á dómsmálaráðherra rætt á Alþingi í dag Tillaga Samfylkingarinnar og Pírata um vantraust á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, verður tekin fyrir á Alþingi í dag. 6. mars 2018 13:46
Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13
Brýnt að skera úr um stuðning við dómsmálaráðherra að mati Loga Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Píratafer fram og með hvaða hætti umræðan verður. 6. mars 2018 12:15
Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14