Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2020 11:03 Vörður neitaði að líftryggja Júlían J. K. Jóhannsson því hann telst of þungur. visir/Friðrik Þór Kraftlyftingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019 að mati Samtaka íþróttafréttamanna, vildi líftryggja sig en fór bónleiður til búðar: Vörður þverneitaði að líftryggja hann vegna þess að hann telst of þungur. Vörður miðar við hinn svokallaða BMI stuðul sem finna má hér en þar getur fólk slegið inn hæð og þyngd og komist að því hvort það er vannært, í kjörþyngd, ofþyngd eða hreinlega þjáist af offitu. Hafnað því hann þótti of þungur Þetta var í október í fyrra, sem íþróttamaður ársins sótti um líftryggingu. Júlían segist, í samtali við Vísi, hafa haft pata af þessum viðmiðunum, en þjónustufulltrúi hans í bankanum hafi bent honum á að vert væri að kaupa sér líftryggingu. „Ég var eitthvað ragur við þetta því ég er tæp 170 kíló og vissi að ég færi eitthvað upp fyrir þessi viðmið. En mér var hafnað vegna þess að ég er of þungur.“ Samkvæmt viðmiðum áðurnefndum sem Vinnuvernd gefur út, en Júlían er 183 á hæð, er BMI-stuðull hans 51 og telst því íþróttamaður ársins offitusjúklingur. Þetta skýtur skökku við, að sjálfur íþróttamaður ársins, ímynd hreystinnar, skuli af tryggingarfélagi ekki þykja tækur. Júlían hlær við og segir það vissulega svo. Í þrusu formi en tryggingarfélagið lítur ekki til þess „Klárlega. Þetta er einkennilegt. Ég er í þrusu formi og hef æft íþróttir allt mitt líf.“ Júlían lagði við þetta niður vopn, hann athugaði þetta ekki frekar hjá öðrum tryggingarfélögum. Hann segist reyndar ekki vita almennilega hvernig líftrygging virkar, þar sé sjálfsagt, og miðað við þetta, eitt og annað saumað inní smáa letrið. „Já, ég geng um ólíftryggður. Lifi á brúninni,“ segir Júlían og hlær. Hann er hress. Undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið sem er í byrjun maí er í fullum gangi: „Svo er ég í undirbúningi fyrir að eignast barn eftir einn og hálfan mánuð. Allt að gerast,“ segir Júlían. En, það er hans fyrsta barn. Heilbrigðismál Íþróttamaður ársins Tryggingar Tengdar fréttir Júlían íþróttamaður ársins 2019 Kraftlyftingakappinn var valinn íþróttamaður ársins 2019. 28. desember 2019 20:53 Júlían nýr íþróttamaður ársins: Veit ekki hvort ég sjái bleika fíla Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, var kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttaritara um helgina. 30. desember 2019 13:00 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Kraftlyftingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019 að mati Samtaka íþróttafréttamanna, vildi líftryggja sig en fór bónleiður til búðar: Vörður þverneitaði að líftryggja hann vegna þess að hann telst of þungur. Vörður miðar við hinn svokallaða BMI stuðul sem finna má hér en þar getur fólk slegið inn hæð og þyngd og komist að því hvort það er vannært, í kjörþyngd, ofþyngd eða hreinlega þjáist af offitu. Hafnað því hann þótti of þungur Þetta var í október í fyrra, sem íþróttamaður ársins sótti um líftryggingu. Júlían segist, í samtali við Vísi, hafa haft pata af þessum viðmiðunum, en þjónustufulltrúi hans í bankanum hafi bent honum á að vert væri að kaupa sér líftryggingu. „Ég var eitthvað ragur við þetta því ég er tæp 170 kíló og vissi að ég færi eitthvað upp fyrir þessi viðmið. En mér var hafnað vegna þess að ég er of þungur.“ Samkvæmt viðmiðum áðurnefndum sem Vinnuvernd gefur út, en Júlían er 183 á hæð, er BMI-stuðull hans 51 og telst því íþróttamaður ársins offitusjúklingur. Þetta skýtur skökku við, að sjálfur íþróttamaður ársins, ímynd hreystinnar, skuli af tryggingarfélagi ekki þykja tækur. Júlían hlær við og segir það vissulega svo. Í þrusu formi en tryggingarfélagið lítur ekki til þess „Klárlega. Þetta er einkennilegt. Ég er í þrusu formi og hef æft íþróttir allt mitt líf.“ Júlían lagði við þetta niður vopn, hann athugaði þetta ekki frekar hjá öðrum tryggingarfélögum. Hann segist reyndar ekki vita almennilega hvernig líftrygging virkar, þar sé sjálfsagt, og miðað við þetta, eitt og annað saumað inní smáa letrið. „Já, ég geng um ólíftryggður. Lifi á brúninni,“ segir Júlían og hlær. Hann er hress. Undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið sem er í byrjun maí er í fullum gangi: „Svo er ég í undirbúningi fyrir að eignast barn eftir einn og hálfan mánuð. Allt að gerast,“ segir Júlían. En, það er hans fyrsta barn.
Heilbrigðismál Íþróttamaður ársins Tryggingar Tengdar fréttir Júlían íþróttamaður ársins 2019 Kraftlyftingakappinn var valinn íþróttamaður ársins 2019. 28. desember 2019 20:53 Júlían nýr íþróttamaður ársins: Veit ekki hvort ég sjái bleika fíla Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, var kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttaritara um helgina. 30. desember 2019 13:00 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Júlían íþróttamaður ársins 2019 Kraftlyftingakappinn var valinn íþróttamaður ársins 2019. 28. desember 2019 20:53
Júlían nýr íþróttamaður ársins: Veit ekki hvort ég sjái bleika fíla Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, var kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttaritara um helgina. 30. desember 2019 13:00