Fréttir Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Hópur breskra manna hefur verið dæmdur fyrir að kveikja eld í vöruskemmu i Lundúnum fyrir Wagner-málaliðahópinn rússneska. Inn í vöruskemmunni var neyðaraðstoð og Starlink-sendibúnaður sem senda átti til Úkraínu. Þeir ætluðu einnig að ræna rússneskum manni sem hefur verið gagnrýninn á stjórnvöld í Rússlandi og kveikja í veitingastað hans. Erlent 24.10.2025 16:16 Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Svo virðist sem neysla Íslendinga á ketamíni og svokölluðum „baðsöltum“ hafi aukist síðustu tvö ár á meðan dregið hefur úr ópíóíðaneyslu, samkvæmt mælingum á skólpi landsmanna. Innlent 24.10.2025 16:14 Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Tvær konur bítast um embætti forseta Írlands í kosningum sem fara fram í dag. Sósíalisti sem er neikvæður í garð Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins hefur mælst með forskot í skoðanakönnunum. Erlent 24.10.2025 15:51 Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur ávítt lögregluembætti fyrir að heimila lögreglumanni að hefja störf á ný, mánuði eftir að hann var sakaður um heimilisofbeldi. Rannsókn á meintu ofbeldi var felld niður en niðurstaða nefndarinnar var sú að embættið hefði átt að láta kærufrest líða áður en lögreglumanninum var heimilað að mæta til starfa. Innlent 24.10.2025 15:27 Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sanae Takaichi, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Japans, hélt sína fyrstu stefnuræðu í morgun. Hún hét því að hraða hernaðaruppbyggingu í Japan og bæta varnir ríkisins til muna. Í ræðunni vísaði hún sérstaklega til aukinnar hervæðingar í Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi og ógnina sem Japönum stafaði frá þeim ríkjum. Erlent 24.10.2025 15:03 Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Netöryggissveit CERT-IS varar við umfangsmikilli svikaherferð sem hefur herjað á íslensk fyrirtæki og einstaklinga undanfarna daga. Árásirnar hafa beinst gegn tugum, jafnvel hundruðum, íslenskra fyrirtækja undanfarin misseri, en svikahrapparnir reyna með aðferðinni að hafa bæði fé og upplýsingar af fórnarlömbum sínum. Brýnt sé að ganga úr skugga um að reikningar sem berast með tölvupósti komi frá traustum sendanda, en svikin sem hér um ræðir þykja trúverðug og sannfærandi, enda send frá netfangi raunverulegra einstaklinga sem svikarar hafa brotist inn í. Innlent 24.10.2025 14:57 Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Móðir í leikskólakennaranámi við Háskólann á Akureyri er afar ósátt eftir að kennari við skólann meinaði henni að taka þátt í námslotu vegna þess að hún þurfti að hafa barnið sitt með sér. Þetta varð til þess að hún gat aðeins fengið þriðjung af lotunni metinn. Hún er síður ánægð með aðgerðaleysi skólans í málinu og sakar hún kennarann um brot þagnarskyldu. Innlent 24.10.2025 14:34 Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Fulltrúi Framsóknar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, Stefán Vagn Stefánsson, hefur óskað eftir fundi í nefndinni til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Innlent 24.10.2025 14:27 Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Atvinnuveganefnd Alþingis fundaði í gær og aftur í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir að stór hluti framleiðslu Norðuráls á Grundartanga stöðvaðist í vikunni vegna bilunar. Nefndin hefur fengið fulltrúa Norðuráls, Samtaka iðnarðarins, Verkalýðsfélags Akraness og frá orkufyrirtækjunum á sinn fund til að rýna stöðuna. Staðan er sögð sýna fram á mikilvægi þess að hlúið verði að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja í iðnaði. Innlent 24.10.2025 13:50 Musk kallar ráðherra heimskan og homma Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur í vikunni ítrekað skotið föstum skotum að Sean Duffy, samgönguráðherra Bandaríkjanna og starfandi yfirmanni Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna. Musk hefur einnig varpað fram barnalegum bröndurum um að Duffy sé heimskur og samkynhneigður. Erlent 24.10.2025 13:30 Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun leggja tillögu um leiðtogaprófkjör fyrir ráðið. Samkvæmt tillögunni myndi ráðið svo greiða atkvæði um sæti tvö til sjö á lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Innlent 24.10.2025 13:13 Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Rannsókn lögreglu á meintum fíkniefnahring á Raufarhöfn og víðar er enn í fullum gangi að sögn rannsóknarlögreglumanns sem sér enn ekki fyrir endann á málinu. Íslenskir ríkisborgarar eru meðal sakborninga en fjórum sakborningum hefur verið vísað til Albaníu. Á sumum stöðum hafi kannabisframleiðsla staðið yfir í nokkur ár. Innlent 24.10.2025 12:55 Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Skipuleggjendur reikna með mikilli þátttöku í kvennaverkfallinu í dag þegar haldið er upp á það að fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum árið 1975. Vísir verður í beinni útsendingu og vakt frá sögugöngu eftir Sóleyjargötu þar sem leikkonur bregða sér í gervi kvenskörunga og svo frá Arnarhóli þar sem reiknað er með múgi og margmenni. Innlent 24.10.2025 12:54 Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Viðbrögð hagsmunasamtaka við tímabundnum samdrætti í álframleiðslu hjá Norðuráli vegna bilunar fara öfugt ofan í marga. Ekki sé um þjóðarvá að ræða og óeðlilegt að ríkisstjórnin grípi inn í eins og krafa sé um. Það sé lenska hérlendis að grenja og hegða sér eins og ofdekraðir krakkar. Innlent 24.10.2025 12:23 Neita öllum ásökunum um samráð Staðfest er að sex voru handteknir en síðan sleppt eftir skýrslutöku vegna meintra brota fyrirtækjanna Terra og Kubbs á samkeppnislögum. Forráðamenn Kubbs hafna öllum ásökunum. Innlent 24.10.2025 12:06 Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Meta ætti hvort ástæða sé til þess að breyta reglum um loftrýmið í kringum Reykjavíkurflugvöll eftir alvarlegt flugatvik þar sem lá við árekstri tveggja kennsluflugvéla yfir Kópavogi í fyrra. Þetta er tillaga rannsóknarnefndar samgönguslysa eftir rannsókn hennar á atvikinu. Innlent 24.10.2025 11:48 „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. Erlent 24.10.2025 11:45 Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Kvennaverkfallið verður í fyrirrúmi í fréttatímanum nú í hádeginu. Undirbúningur er í fullum gangi fyrir dagskrá á Asturvelli síðar í dag og í öðrum sveitarfélögum hófst hún jafnvel strax í morgun. Erlent 24.10.2025 11:37 Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi tálbeitunnar í Gufunesmálinu svokallaða og krefst þess að hún verði sakfelld. Þrír aðrir sakborningar hafa áfrýjað þungum dómum í málinu. Innlent 24.10.2025 11:14 Heimilar umferð um Vonarskarð Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur staðfest breytingartillögu svæðisstjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs um að heimila vélknúna umferð og hjólreiðar um Vonarskarð frá 1. september ár hvert og þar til svæðið verður ófært. Innlent 24.10.2025 11:07 Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Vegagerðar að endurskoða hálkuvarnir á Þingvallavegi með tilliti til vegarkaflans við Álftavatn og að Vegagerðin geri öryggisúttekt á undirbyggingu Þingvallavegs við Álftavatn. Það gerir nefndin í skýrslu um banaslys á Þingvallavegi í febrúar á þessu ári. Karlmaður á fimmtugsaldri lést í slysinu. Skýrsla rannsóknarnefndar var birt í dag. Innlent 24.10.2025 10:58 Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Íslensk stjórnvöld hafa sett í loftið vefsíðu á ensku þar sem sögu og árangri jafnréttisbaráttunnar á Íslandi eru gerð skil. Kvennaverkfallið sem boðað er í dag, í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá kvennaverkfallinu 1975, hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Dómsmálaráðherra sagði í viðtali við Sky News í gær að tilefni sé til að fagna þeim árangri sem náðst hafi en um leið sé baráttunni hvergi lokið. Innlent 24.10.2025 10:54 Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði ASÍ stendur fyrir málþingi í tilefni af kvennaverkfalli í dag sem ber yfirskriftina Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Innlent 24.10.2025 09:30 Dóra Björt stefnir á formanninn Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Pírata í borgarstjórn, ætlar að bjóða sig fram til nýs embættis formanns Pírata. Hún segir marga hafa hvatt hana til að bjóða sig fram til embættisins og að hún vilji taka þátt uppbyggingu og endurreisn sem sé framundan. Innlent 24.10.2025 09:09 Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti náðaði stofnanda rafmyntafyrirtækisins Binance sem hefur stutt fjárplógsstarfsemi fjölskyldu forsetans í rafmyntum í gær. Sá hlaut fangelsisdóm fyrir peningaþvætti sem gerði glæpa- og hryðjuverkamönnum kleift að flytja fjármuni. Erlent 24.10.2025 09:05 Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Níu einstaklingar í Michigan í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn yfirvöldum og vilja að aðstandendur þungaðra kvenna sem hlotið hafa heilaskaða og munu ekki ná sér geti tekið ákvörðun um að leyfa þeim að deyja. Erlent 24.10.2025 08:50 Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Segja má að þjóðin skiptist í tvær fylkingar í afstöðu sinni til þess hvort fullu kynjajafnrétti hafi verið náð á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Gallup. Nær 47% svarenda segja jafnrétti milli karla og kvenna hafa verið náð en 44% telja svo ekki vera. Töluverður munur er á afstöðu kynjanna til þessa en þannig telja ríflega 60% karla að jafnrétti hafi verið náð en aðeins rúm 30% kvenna. Þá er yngra fólk og þau sem eru tekjuhærri líklegra til að finnast jafnrétti hafa verið náð. Innlent 24.10.2025 08:44 Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Kynningarfundur Vegagerðarinnar um niðurstöður umhverfismats vegna Sundabrautar hefst klukkan 9 og er áætlað að hann standi í eina og hálfa klukkustund. Innlent 24.10.2025 08:16 Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Þingsályktunartillögu um fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum hefur verið dreift á Alþingi. Tillagan felur í sér þrettán megináherslur, meðal annars um aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki, og að styrkja þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi, einkum á Norðurslóðum. Tillagan er í megindráttum í samræmi við þær fjórtán lykiláherslur sem samráðshópur þingmanna lagði til í skýrslu sem kynnt var í september. Innlent 24.10.2025 08:11 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum, sem gætu gert fyrirtækjunum erfitt að selja olíu til ríkja eins og Indlands og Ungverjalands. Trump hefur hótað aðgerðum sem þessum um langt skeið en aldrei tekið í gikkinn fyrr en nú en aðgerðirnar gætu komið mjög niður á tekjum rússneska ríkisins. Erlent 24.10.2025 08:01 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 334 ›
Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Hópur breskra manna hefur verið dæmdur fyrir að kveikja eld í vöruskemmu i Lundúnum fyrir Wagner-málaliðahópinn rússneska. Inn í vöruskemmunni var neyðaraðstoð og Starlink-sendibúnaður sem senda átti til Úkraínu. Þeir ætluðu einnig að ræna rússneskum manni sem hefur verið gagnrýninn á stjórnvöld í Rússlandi og kveikja í veitingastað hans. Erlent 24.10.2025 16:16
Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Svo virðist sem neysla Íslendinga á ketamíni og svokölluðum „baðsöltum“ hafi aukist síðustu tvö ár á meðan dregið hefur úr ópíóíðaneyslu, samkvæmt mælingum á skólpi landsmanna. Innlent 24.10.2025 16:14
Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Tvær konur bítast um embætti forseta Írlands í kosningum sem fara fram í dag. Sósíalisti sem er neikvæður í garð Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins hefur mælst með forskot í skoðanakönnunum. Erlent 24.10.2025 15:51
Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur ávítt lögregluembætti fyrir að heimila lögreglumanni að hefja störf á ný, mánuði eftir að hann var sakaður um heimilisofbeldi. Rannsókn á meintu ofbeldi var felld niður en niðurstaða nefndarinnar var sú að embættið hefði átt að láta kærufrest líða áður en lögreglumanninum var heimilað að mæta til starfa. Innlent 24.10.2025 15:27
Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sanae Takaichi, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Japans, hélt sína fyrstu stefnuræðu í morgun. Hún hét því að hraða hernaðaruppbyggingu í Japan og bæta varnir ríkisins til muna. Í ræðunni vísaði hún sérstaklega til aukinnar hervæðingar í Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi og ógnina sem Japönum stafaði frá þeim ríkjum. Erlent 24.10.2025 15:03
Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Netöryggissveit CERT-IS varar við umfangsmikilli svikaherferð sem hefur herjað á íslensk fyrirtæki og einstaklinga undanfarna daga. Árásirnar hafa beinst gegn tugum, jafnvel hundruðum, íslenskra fyrirtækja undanfarin misseri, en svikahrapparnir reyna með aðferðinni að hafa bæði fé og upplýsingar af fórnarlömbum sínum. Brýnt sé að ganga úr skugga um að reikningar sem berast með tölvupósti komi frá traustum sendanda, en svikin sem hér um ræðir þykja trúverðug og sannfærandi, enda send frá netfangi raunverulegra einstaklinga sem svikarar hafa brotist inn í. Innlent 24.10.2025 14:57
Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Móðir í leikskólakennaranámi við Háskólann á Akureyri er afar ósátt eftir að kennari við skólann meinaði henni að taka þátt í námslotu vegna þess að hún þurfti að hafa barnið sitt með sér. Þetta varð til þess að hún gat aðeins fengið þriðjung af lotunni metinn. Hún er síður ánægð með aðgerðaleysi skólans í málinu og sakar hún kennarann um brot þagnarskyldu. Innlent 24.10.2025 14:34
Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Fulltrúi Framsóknar í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, Stefán Vagn Stefánsson, hefur óskað eftir fundi í nefndinni til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Innlent 24.10.2025 14:27
Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Atvinnuveganefnd Alþingis fundaði í gær og aftur í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir að stór hluti framleiðslu Norðuráls á Grundartanga stöðvaðist í vikunni vegna bilunar. Nefndin hefur fengið fulltrúa Norðuráls, Samtaka iðnarðarins, Verkalýðsfélags Akraness og frá orkufyrirtækjunum á sinn fund til að rýna stöðuna. Staðan er sögð sýna fram á mikilvægi þess að hlúið verði að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja í iðnaði. Innlent 24.10.2025 13:50
Musk kallar ráðherra heimskan og homma Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur í vikunni ítrekað skotið föstum skotum að Sean Duffy, samgönguráðherra Bandaríkjanna og starfandi yfirmanni Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna. Musk hefur einnig varpað fram barnalegum bröndurum um að Duffy sé heimskur og samkynhneigður. Erlent 24.10.2025 13:30
Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun leggja tillögu um leiðtogaprófkjör fyrir ráðið. Samkvæmt tillögunni myndi ráðið svo greiða atkvæði um sæti tvö til sjö á lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Innlent 24.10.2025 13:13
Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Rannsókn lögreglu á meintum fíkniefnahring á Raufarhöfn og víðar er enn í fullum gangi að sögn rannsóknarlögreglumanns sem sér enn ekki fyrir endann á málinu. Íslenskir ríkisborgarar eru meðal sakborninga en fjórum sakborningum hefur verið vísað til Albaníu. Á sumum stöðum hafi kannabisframleiðsla staðið yfir í nokkur ár. Innlent 24.10.2025 12:55
Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Skipuleggjendur reikna með mikilli þátttöku í kvennaverkfallinu í dag þegar haldið er upp á það að fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum árið 1975. Vísir verður í beinni útsendingu og vakt frá sögugöngu eftir Sóleyjargötu þar sem leikkonur bregða sér í gervi kvenskörunga og svo frá Arnarhóli þar sem reiknað er með múgi og margmenni. Innlent 24.10.2025 12:54
Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Viðbrögð hagsmunasamtaka við tímabundnum samdrætti í álframleiðslu hjá Norðuráli vegna bilunar fara öfugt ofan í marga. Ekki sé um þjóðarvá að ræða og óeðlilegt að ríkisstjórnin grípi inn í eins og krafa sé um. Það sé lenska hérlendis að grenja og hegða sér eins og ofdekraðir krakkar. Innlent 24.10.2025 12:23
Neita öllum ásökunum um samráð Staðfest er að sex voru handteknir en síðan sleppt eftir skýrslutöku vegna meintra brota fyrirtækjanna Terra og Kubbs á samkeppnislögum. Forráðamenn Kubbs hafna öllum ásökunum. Innlent 24.10.2025 12:06
Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Meta ætti hvort ástæða sé til þess að breyta reglum um loftrýmið í kringum Reykjavíkurflugvöll eftir alvarlegt flugatvik þar sem lá við árekstri tveggja kennsluflugvéla yfir Kópavogi í fyrra. Þetta er tillaga rannsóknarnefndar samgönguslysa eftir rannsókn hennar á atvikinu. Innlent 24.10.2025 11:48
„Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. Erlent 24.10.2025 11:45
Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Kvennaverkfallið verður í fyrirrúmi í fréttatímanum nú í hádeginu. Undirbúningur er í fullum gangi fyrir dagskrá á Asturvelli síðar í dag og í öðrum sveitarfélögum hófst hún jafnvel strax í morgun. Erlent 24.10.2025 11:37
Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi tálbeitunnar í Gufunesmálinu svokallaða og krefst þess að hún verði sakfelld. Þrír aðrir sakborningar hafa áfrýjað þungum dómum í málinu. Innlent 24.10.2025 11:14
Heimilar umferð um Vonarskarð Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur staðfest breytingartillögu svæðisstjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs um að heimila vélknúna umferð og hjólreiðar um Vonarskarð frá 1. september ár hvert og þar til svæðið verður ófært. Innlent 24.10.2025 11:07
Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Vegagerðar að endurskoða hálkuvarnir á Þingvallavegi með tilliti til vegarkaflans við Álftavatn og að Vegagerðin geri öryggisúttekt á undirbyggingu Þingvallavegs við Álftavatn. Það gerir nefndin í skýrslu um banaslys á Þingvallavegi í febrúar á þessu ári. Karlmaður á fimmtugsaldri lést í slysinu. Skýrsla rannsóknarnefndar var birt í dag. Innlent 24.10.2025 10:58
Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Íslensk stjórnvöld hafa sett í loftið vefsíðu á ensku þar sem sögu og árangri jafnréttisbaráttunnar á Íslandi eru gerð skil. Kvennaverkfallið sem boðað er í dag, í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá kvennaverkfallinu 1975, hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Dómsmálaráðherra sagði í viðtali við Sky News í gær að tilefni sé til að fagna þeim árangri sem náðst hafi en um leið sé baráttunni hvergi lokið. Innlent 24.10.2025 10:54
Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði ASÍ stendur fyrir málþingi í tilefni af kvennaverkfalli í dag sem ber yfirskriftina Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Innlent 24.10.2025 09:30
Dóra Björt stefnir á formanninn Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Pírata í borgarstjórn, ætlar að bjóða sig fram til nýs embættis formanns Pírata. Hún segir marga hafa hvatt hana til að bjóða sig fram til embættisins og að hún vilji taka þátt uppbyggingu og endurreisn sem sé framundan. Innlent 24.10.2025 09:09
Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti náðaði stofnanda rafmyntafyrirtækisins Binance sem hefur stutt fjárplógsstarfsemi fjölskyldu forsetans í rafmyntum í gær. Sá hlaut fangelsisdóm fyrir peningaþvætti sem gerði glæpa- og hryðjuverkamönnum kleift að flytja fjármuni. Erlent 24.10.2025 09:05
Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Níu einstaklingar í Michigan í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn yfirvöldum og vilja að aðstandendur þungaðra kvenna sem hlotið hafa heilaskaða og munu ekki ná sér geti tekið ákvörðun um að leyfa þeim að deyja. Erlent 24.10.2025 08:50
Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Segja má að þjóðin skiptist í tvær fylkingar í afstöðu sinni til þess hvort fullu kynjajafnrétti hafi verið náð á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Gallup. Nær 47% svarenda segja jafnrétti milli karla og kvenna hafa verið náð en 44% telja svo ekki vera. Töluverður munur er á afstöðu kynjanna til þessa en þannig telja ríflega 60% karla að jafnrétti hafi verið náð en aðeins rúm 30% kvenna. Þá er yngra fólk og þau sem eru tekjuhærri líklegra til að finnast jafnrétti hafa verið náð. Innlent 24.10.2025 08:44
Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Kynningarfundur Vegagerðarinnar um niðurstöður umhverfismats vegna Sundabrautar hefst klukkan 9 og er áætlað að hann standi í eina og hálfa klukkustund. Innlent 24.10.2025 08:16
Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Þingsályktunartillögu um fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum hefur verið dreift á Alþingi. Tillagan felur í sér þrettán megináherslur, meðal annars um aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki, og að styrkja þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi, einkum á Norðurslóðum. Tillagan er í megindráttum í samræmi við þær fjórtán lykiláherslur sem samráðshópur þingmanna lagði til í skýrslu sem kynnt var í september. Innlent 24.10.2025 08:11
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beitt tvö stærstu olíufyrirtæki Rússlands refsiaðgerðum, sem gætu gert fyrirtækjunum erfitt að selja olíu til ríkja eins og Indlands og Ungverjalands. Trump hefur hótað aðgerðum sem þessum um langt skeið en aldrei tekið í gikkinn fyrr en nú en aðgerðirnar gætu komið mjög niður á tekjum rússneska ríkisins. Erlent 24.10.2025 08:01