Fréttir

Lofar látum og vísar gagn­rýni Sam­taka at­vinnulífsins á bug

Búist er við að fjöldi kvenna leggi leið sína í miðbæ Reykjavíkur þegar kvennaverkfall fer fram á morgun. Til stendur að reisa stórt svið á þeim hluta Lækjargötu sem snýr að Arnarhóli og hefst sú framkvæmd eftir að lokað verður fyrir umferð um svæðið klukkan 6 í fyrramálið.

Innlent

„Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“

Ragna Ívarsdóttir, formaður Búsetufrelsis og íbúi í Grímsnes- og Grafningshreppi, segir íbúa í frístundabyggð vilja fá leyfi til að hafa skráð aðsetur. Hún segir það ekki sinn vilja að fólk skrái sig aðeins til búsetu í sveitarfélaginu fyrir kosningar. Sveitarstjórn óttast að íbúum muni fjölga í aðdraganda kosninga og svo fækka aftur. Sveitarfélagið muni þurfa að taka á sig aukinn kostnað vegna þjónustu við íbúa sem svo flytji strax aftur burt.

Innlent

Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Ber­lín

Eduardo Aguilera Del Valle og Maria Estrella Jimenez Barrull hafa verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að flytja inn um 3,4 kílógrömm af kókaíni til landsins. Efnin fundust í ferðatöskum sem þau höfðu meðferðis í flugi frá Berlín í Þýskalandi til Keflavíkur þann 16. ágúst síðastliðinn.

Innlent

Brunaði austur til að finna litla frænda

Móðursystir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði tók sjálf þátt í leitinni að honum, og segist ekki hafa getað setið aðgerðalaus eftir að frændi hennar féll í sjóinn. Hún safnar nú fé fyrir hönd foreldranna. Þeir hafa þurft að standa sjálfir straum af dýru dómsmáli sem tapaðist.

Innlent

Kvíðið starfs­fólk, hand­tökur og fornminjafundur

Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir félagsfólk kvíðið vegna stöðu Norðuráls á Grundartanga. Óljóst er hve langan tíma mun taka að koma framleiðslu fyrirtækisins í fullan gang á ný og forsætisráðherra segir stöðuna grafalvarlega. Við förum á Grundartanga í kvöldfréttum og ræðum við formann Samtaka Iðnaðarins í beinni en mikið tjón gæti blasað við.

Innlent

Starfs­menn Kubbs og Terra grunaðir um sam­ráð

Embætti héraðssaksóknara framkvæmdi í dag húsleitir og aðrar aðgerðir til þess að afla gagna og upplýsinga vegna ætlaðra brota tveggja fyrirtækja á markaði fyrir úrgangsþjónustu á samkeppnislögum. Fyrirtækin eru Terra og Kubbur. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru sex starfsmenn fyrirtækjanna handteknir í aðgerðunum. Framkvæmdar voru húsleitir á níu stöðum. Alls tóku 30 starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, héraðssaksóknara og Samkeppniseftirlitsins þátt í aðgerðunum.

Innlent

Lúkas Geir á­frýjar eins og hinir tveir

Lúkas Geir Ingvarsson hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í Gufunesmálinu svokallaða. Lúkas Geir var dæmdur í sautján ára fangelsi fyrir aðild sína að andláti Hjörleifs Hauks Guðmundssonar í mars. Stefán Blackburn, sem einnig var dæmdur í sautján ára fangelsi, og Matthías Björn Erlingsson, hafa einnig áfrýjað sínum dómi. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar, staðfestir það.

Innlent

Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Krist­rún með fjöl­skyldunni, Inga vill kíkja á Arnar­hól og Þor­gerður með í bar­áttu­anda

Kristrún Frostadóttir ætlar að vera með börnum sínum og fjölskyldu á kvennafrídeginum á morgun vegna vetrarfrís í skólum. Hún verður þó ekki í fríi en meðal annars er gert ráð fyrir að hún muni taka þátt í leiðtogafundi bandalagsríkja sem styðja Úkraínu eftir hádegi. Inga Sæland ætlar ekki að leggja niður störf en hyggst reyna að líta við á Arnarhóli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í fríi og mun ekki hafa færi á að taka þátt í samstöðufundi en verður með í anda.

Innlent

Falsað mynd­band af kennara og nemanda fór í dreifingu

Gervigreindarmyndband af kennara og nemanda í Víðistaðaskóla í sleik fór í dreifingu meðal nemenda við skólann. Nemandi á unglingastigi stóð á bak við myndbandið. Persónuvernd segir það að líkja eftir fólki með notkun gervigreindar geta falið í sér brot gegn persónuverndarlögum eða öðrum lögum svo sem um ærumeiðingar.

Innlent

Nýr lög­reglu­stjóri á Austur­landi verði skipaður á allra næstu dögum

Stefnt er að því að skipað verði í embætti lögreglustjórans á Austurlandi á allra næstu dögum, en þrír sóttu um embættið sem auglýst var laust til umsóknar í sumar. Staða lögreglustjórans á Austurlandi hefur verið laus síðan í vor eftir að fyrrverandi lögreglustjóri hvarf til annarra starfa, og hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra verið settur lögreglustjóri í umdæminu síðan.

Innlent

„Ísrael mun missa allan stuðning“

Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ósáttir við ályktun ísraelska þingsins um innlimun Vesturbakkans. JD Vance, varaforseti, segir atkvæðagreiðsluna sem haldin var í morgun vera móðgandi og pólitískt glæfrabragð. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki geta stutt innlimun og að það myndi ógna friði við botni Miðjarðarhafs.

Erlent

Gagn­rýna lítinn fyrir­vara á skipu­lagi kvennafrí­dagsins

Samtök atvinnulífsins gagnrýna breytingu á kvennafrídeginum á morgun þar sem konur og kvár séu nú með nær engum fyrirvara hvött til að leggja niður störf allan daginn. Þá minna þau á að engin skylda hvíli á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum enda í misgóðri aðstöðu til að missa starfsfólk úr vinnu.

Innlent

Annað safn rænt í Frakk­landi um helgina

Nokkrum klukkustundum eftir að bíræfnir ræningjar rændu gífurlega dýrmætum kórónum og skartgripum Louvre-safninu á sunnudaginn létu aðrir þjófar greipar sópa á öðru safni í Frakklandi. Um tvö þúsund gull- og silfurmyntum var stolið af safni sem tileinkað er heimspekingnum Denis Diderot í Landres í Frakklandi.

Erlent

Pall­borðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet

Íslendingar eyða tugum milljarða á ári á ólöglegum veðmálasíðum. Eigendur þeirra greiða enga skatta eða gjöld hér á landi vegna úreltra laga sem hefur ekki verið breytt síðan árið 2005. Dómsmálaráðherra vill breytingar en í hvaða átt skal fara? Leyfa eða banna? Málið var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. 

Innlent

Titringur í hreppnum vegna lög­heimilis­flutninga

Fulltrúar meirihlutans í Grímsnes- og Grafningshreppi segja hættu á að íbúar í hreppnum glati trausti á því sem haldi samfélaginu saman gefist fólki kostur á að hringla með lögheimilisskráningu sína korteri fyrir kosningar. Sumarhúsaeigendur í hreppnum hafa verið hvattir til að breyta skráningu sinni tímabundið nú þegar sjö mánuðir í kosningar.

Innlent

Em­bættis­menn sitji að há­marki í fjór­tán ár og að­stoðar­menn hætti fyrir kosningar

Starfshópur hefur lagt til við forsætisráðherra að settar verði sérstakar reglur um þá embættismenn ríkisins sem starfa í hvað mestri nálægð við pólitíska valdhafa hverju sinni. Meðal annars er lagt til að skipunartími embættismanna á borð við ráðuneytis- og skrifstofustjóra og forstöðumenn ríkisstofnana verði lengdur um tvö ár en einnig verði sett þak á það hve lengi sami einstaklingur geti gegnt sama embættinu. Þá verði mögulegt fyrir umsækjendur um slíkar stöður að óska nafnleyndar í umsóknarferlinu. Þá verði starfi aðstoðarmanna ráðherra sett þau mörk að þeir láti af störfum nokkrum mánuðum fyrir reglubundnar þingkosningar.

Innlent

Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning

Skömmu áður en þungvopnaður maður skaut þingkonu og eiginmann hennar til bana í Minnesota í sumar, höfðu yfirvöld verið vöruð, af dóttur þingmanns sem hann hafði skotið áður, við því að maðurinn væri klæddur í lögreglubúning. Raunverulegir lögregluþjónar létu hann þó óáreittan því þeir héldu að hann væri einnig lögregluþjónn.

Erlent