Fréttir

Segja ríkis­lög­reglu­stjóra þurfa að taka til hjá sér

Ríkislögreglustjóri þarf að endurskoða bókhaldið hjá sér vegna mikils halla í rekstri. Sú stefna að lækka kostnað þegar tækifæri gefst, forðast uppsagnir heldur láta nægja að ráða ekki í störf sem losna skilar ekki nægum árangri. Styrkja þarf stjórnskipulag embættisins og gera áætlunargerð embættisins að gagnsærra og virkara stjórntæki. Þetta kemur fram í úttekt sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið á fjármálum embættisins. Ríkislögreglustjóri telur úttektina ekki taka tillit til fjölgunar verkefna á þeirra borði.

Innlent

Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að leiðtogar Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni beiti kjarnorkuúrræðinu svokallaða eða því sem Trump kallar einnig „Trump-spilið“. Það er að fella úr gildi regluna um aukinn meirihluta í þingdeildinni, svo hægt verði að opna á rekstur alríkisins á nýjan leik.

Erlent

Flótta­mönnum fækkað úr 125.000 í 7.500

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að taka á móti í mesta lagi 7.500 flóttamönnum á næsta ári. Um er að ræða verulega fækkun en viðmið ríkisstjórnar Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var 125.000 flóttamenn.

Erlent

Telur að of mikil salt­notkun geri moksturinn enn erfiðari

Gottlieb Konráðsson, Gotti mokari, segir betur þurfa að skipuleggja snjómokstur á höfuðborgarsvæðinu. Hann telur að of mikið salt sé notað á göturnar á meðan snjói. Það eigi að geyma það þar til enginn skafrenningur er og snjókoma. Þannig virki saltið best. Gottlieb var til viðtals um snjómokstur í Bítinu á Bylgjunni. Hann mokar til dæmis á Hellisheiðinni.

Innlent

Hringvegurinn opinn á ný

Hluta Þjóðvegar 1 var lokað á tveimur stöðum á Suðurlandi vegna veðurs. Gular veðurviðvaranir eru í gildi víða um land. Opnað var aftur fyrir umferð um veginn rétt fyrir klukkan eitt.

Innlent

Orðin hæsta kirkja í heimi

Kirkjan Sagrada Familia í Barcelona á Spáni varð í gær hæsta kirkja heims þegar byrjað var að koma fyrir neðri hluta kross á miðturni kirkjunnar. Framkvæmdir við kirkjuna Sagrada Familia hófust árið 1882 og standa enn yfir.

Erlent

„Því miður er verk­lagið þannig“

Skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands Reykjavíkurborgar, sem er sá hluti embættismannakerfis borgarinnar sem annast snjómokstur, segist reikna með því að mokstri ljúki og götur borgarinnar verði færar seinni partinn á morgun. Þá taki ekki viðaminna verkefni hins vegar við þegar hlýnar í veðri.

Innlent

Opnun Brákarborgar frestað enn á ný

Framkvæmdir við húsnæði leikskólans Brákarborgar á Kleppsvegi tefjast enn og nú hefur opnun hans verið seinkað um fimm mánuði. Til stóð að leikskólinn myndi hefja starfsemi í ágúst, svo var því seinkað fram til loka októbermánaðar og að lokum fram í mars á næsta ári.

Innlent

For­manns­kosningu Pírata frestað

Kosningu til formanns, varaformanns og til stjórnar Pírata var frestað á aukaaðalfundi Pírata í kvöld vegna formgalla á fundarboði. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, gjaldkeri Pírata, segir að boðað verði til nýs aukaaðalfundar vonandi á allra næstu vikum.

Innlent

Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri

Áttræð hjón hafa verið föst heima hjá sér í rúma þrjá sólarhringa þar sem gatan var ekki mokuð við heimili þeirra. Þau eru ósátt við hvernig staðið var að snjómokstri og segja fá svör að fá frá borginni.

Innlent

Þurfa mögu­lega að fresta for­manns­kosningu vegna form­galla

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fundarstjóri á aukaaðalfundi Pírata sem nú stendur yfir þar sem til stóð að kjósa formann, segir að vegna formgalla á fundarboði sé óvissa uppi um hvort kosningaaðferðin sé réttu megin við lög Pírata. Verið sé að ræða hvort farið verði í atkvæðagreiðslu eða fundinum frestað.

Innlent

Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í dag eftir því að Joe Biden, forveri hans, yrði settur í fangelsi. Í færslu á sínum eigin samfélagsmiðli sagði Trump að Biden væri glæpamaður, „meiriháttar lúsablesi (Lowlife)“, algerlega misheppnaður og ljótur að utan sem að innan.

Erlent

Reyna að lokka ís­lenska lækna heim

Íslenskur starfshópur hélt til Svíþjóðar og Danmerkur til að kynna íslenskum læknum sem starfa erlendis fyrir íslenskum starfsaðstæðum. Starfshópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra með það að markmiði að lokka íslenska lækna heim.

Innlent

Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin

Fyrrverandi starfsmaður í landamæradeild ríkislögreglustjóra, sem var sagt upp störfum í vikunni, getur ekki orða bundist yfir framferði embættis ríkislögreglustjóra. Hann segir að störf þriggja starfsmanna í landamæradeildinni hafi verið lögð niður, og erfitt sé að sjá hvernig embættið ætli að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til deildarinnar í framhaldinu. Konurnar þrjár sem sagt var upp hafi nýlega lýst yfir áhyggjum og óánægju með framgöngu nýs deildarstjóra landamæradeildarinnar.

Innlent

Guð­mundur fetar í fót­spor Sivjar

Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingarinnar er nýkjörinn formaður þekkingar- og menningarnefndar Norðurlandaráðs. Greint er frá tíðindunum á vef Alþingis.

Innlent

Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið

Átta jarðskjálftar hafa mælst við Bláa lónið á Reykjanesi síðan klukkan 10:15 í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir að fylgst sé grannt með og verið að lesa í gögn. Engin merki séu þó um gosóróa.

Innlent

Sjö hundruð drónum og eld­flaugum skotið að Úkraínu

Rússar gerðu í nótt og í morgun umfangsmiklar árásir á orkuinnviði í Úkraínu, eins og þeir hafa reglulega gert á undanförnum vikum. Árásirnar leiddu til rafmagnsleysis víða um landið. Þær beindust þó ekki eingöngu gegn orkuinnviðum og féllu að minnsta kosti þrír í þeim, þar á meðal sjö ára stúlka.

Erlent

Kirkju­þing skorar á stjórn­völd að hækka sóknargjald

Kirkjuþing 2025 - 2026 lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem blasir við þjóðkirkjusöfnuðum um allt land ef ekki kemur til veruleg hækkun á sóknargjöldum fyrir næsta ár. Í yfirlýsingu segir að í fjárlagafrumvarpi næsta árs sé gert ráð fyrir að sóknargjöld verði aftur skert og að það muni hafa veruleg áhrif á fjárhag sókna.

Innlent