Lífið

Jón Gnarr birtir sönnunar­gagn A um ADHD

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur ótal sinnum talað um áhrif þess að vera með athyglisbrest og ADHD. Í dag birti hann svo á samfélagsmiðli sínum mynd sem kjarnar, að hans mati, hans eigið ADHD.

Lífið

Ís­lendingar vekja at­hygli í menningar­lífi Kaup­manna­hafnar

Íslensku myndlistarkonurnar Elísabet Olka og Högna Heiðbjört Jónsdóttir opnuðu sýninguna Montage með stæl í Kaupmannahöfn í byrjun apríl. Íslenska þemað var tekið alla leið þar sem sýningin fór fram í galleríinu Wild Horses sem er rekið af myndlistarkonunni og hönnuðinum Sigurrós Eiðsdóttur.

Menning

Nýtur lífsins í viktorísku koti í London

Fyrirsætan og verkefnastjórinn Anna Jia hefur búið í London síðastliðin sex ár og nýtur lífsins í botn þar með eiginmanni sínum og dóttur þeirra Lily Björk. Fjölskyldan keypti gamalt viktorískt kot sem þau gerðu upp og þau þrífast vel í fjölbreyttu og skemmtilegu mannlífi stórborgarinnar. Blaðamaður ræddi við Önnu um lífið úti.

Lífið

Snorri og Nadine eignuðust son

Hjónin Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs flugfélagsins Play, og Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, hafa eignast son.

Lífið

Hryllingskvöld hjá GameTíví

Strákarnir í GameTíví ætla að upplifa hrylling í kvöld. Dói mun spila Until Dawn leikinn, í tilefni af því að kvikmyndin er að koma út og gefa áhorfendum miða í bíó.

Leikjavísir

Fimm­tíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA

„Samferðamaður“ er yfirskrift sýningar sem opnuð verður á Ljósmyndasafni Reykjavíkur laugardaginn 3. maí kl. 15. Á sýningunni er farið yfir ríflega fimmtíu ára feril Gunnars V. Andréssonar fréttaljósmyndara – frá 1966 til 2017. Myndir hans voru í gegnum tíðina merktar GVA.

Menning

Giftu sig við per­sónu­lega at­höfn í sólinni

Leikkonan og Twilight stjarnan Kristen Stewart er gift kona. Hún gekk að eiga sína heittelskuðu, kvikmyndagerðakonuna Dylan Meyer, í lítilli og persónulegri athöfn í Los Angeles 20. apríl síðastliðinn og birti Meyer fallegar myndir af þeim hjónum á Instagram um helgina.

Lífið

Ást­fangnar í fjöru­tíu ár

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrsti opinberlega samkynhneigði þjóðarleiðtogi heims, og eiginkona hennar, Jónína Leósdóttir rithöfundur, fagna fjörutíu ára sambandsafmæli sínu í dag. 

Lífið

Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ást­fangin á Spáni

Sumarið gekk formlega í garð síðastliðinn fimmtudag og heiðraði landsmenn með sólríkum degi. Stjörnur landsins skinu skært um helgina hvort sem það var í miðborg Reykjavíkur eða á ferðalögum erlendis. Þá er skemmtanalífið farið að færast í aukana með hækkandi sól og hitastigi.

Lífið

Sumarið er komið á Boozt

Sumarið er komið samkvæmt dagatalinu og tími til kominn að fríska upp á fataskápinn í takt við hlýnandi veður. Litapallettan í tísku, förðun og heimilisvörum verður aðeins ljósari og litríkari í sumar.

Lífið samstarf

Fékk hjarta­á­fall og missti 50 kíló

Ívar Örn Hansen, kokkur og athafnamaður segist hafa gjörbreytt lífi sínu í byrjun ársins 2022, þegar hann ákvað að treysta lífinu. Ívar, sem gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar.

Lífið

Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína!

Rithöfundar sigruðu útgefendur 2-0 í æsispennandi leik á Valbjarnarvelli í Laugardal í gær. Leikurinn er árleg hefð í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík og höfðu útgefendur unnið síðustu þrjú ár í röð.

Lífið

„Prófið að plokka og sjáið árangurinn“

Stóri Plokkdagurinn er haldinn í dag áttunda árið í röð en um er að ræða stærsta hreinsunarátak á Íslandi. Dagurinn var settur í Breiðholti í morgun af eiginmanni forseta Íslands en verðlaunaplokkari frá Eyrarbakka segir plokkið vera það skemmtilegasta sem hún geri.

Lífið

Björn plokkar í stað Höllu

Stóri Plokkdagurinn fer fram í dag við Sorpu í Jafnaseli í Breiðholti. Þetta er í áttunda árið sem blásið er til viðburðarins og er þetta lang stærsta einstak hreinsunarverkefni á Íslandi. Til stóð að Halla Tómasdóttir setti viðburðinn en þar sem hún þurfti frá að hverfa vegna útfarar Frans páfa hleypur Björn Skúlason eiginmaður hennar í skarðið. 

Lífið

Krakkatían: Pokémon, spænska og hjól­reiða­keppni

Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni!Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina.

Lífið

Halla og Biden hittust í út­för páfans

Halla Tómasdóttir forseti Íslands birti í dag mynd af sér ásamt Joe Biden fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þau eru stödd í Páfagarði og voru viðstödd útför páfans ásamt fjölda annarra þjóðarleiðtoga.

Lífið

Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór býður landsmönnum í einstaka tónlistarveislu í haust þegar hann hyggst flytja allar plöturnar sínar í heild sinni í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Tónleikaröðin markar tímamót á ferli hans þar sem hann gefur aðdáendum tækifæri til að heyra öll lögin sín í lifandi flutningi.

Lífið