Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Billy Long, sem er að öllum líkindum næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ýjar að því á samfélagsmiðlum að verið sé að senda hann til Íslands fyrir mistök. Þó er líklega um orðagrín að ræða en hann segist hafa beðið Trump um að fá að ganga til liðs við Bandarísku innflytjendastofnunina ICE en Trump hafi misheyrt það sem „Iceland.“ Innlent 9.8.2025 21:25
Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Páll Óskar slær botninn í hinsegin daga að venju og engu verður sparað í hátíðarhöldunum. Í kvöld kemur hann fram við tilefnið í 25. sinn og hann segist hvergi af baki dottinn. Hann flutti ungu hinsegin fólki falleg skilaboð í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 9.8.2025 20:59
Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Lögreglan á Suðurnesjum hyggist taka leigubílamálin við Keflavíkurflugvöll fastari tökum og fór í rassíu í dag. Mikil hefur gustað um leigubílamarkaðinn undanfarna mánuði, í mars lýsti innviðaráðherra honum sem villta vestrinu og í apríl vísaði Isavia hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum. Innlent 9.8.2025 20:24
Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Umtalsverður samdráttur er væntanlegur í fjölda íbúða í byggingu. Verktakar kvarta yfir háum fjármagnskostnaði og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir vítahring hafa myndast. Innlent 9.8.2025 00:22
Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra, segir Ísraelsmenn ganga langt út fyrir rétt sinn til sjálfsvarnar með fyrirætluðu hernámi sínu á Gasaborg. Hamasliðar feli ekki lengur í sér tilvistarógn við Ísraelsríki enda hafi Ísraelar gert út af við hernaðararm samtakanna. Innlent 8.8.2025 20:23
Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Erlendi ferðamaðurinn sem féll í Vestari-Jökulsá í Skagafirði fyrr í dag og lést varð skyndilega veikur eftir að hann stökk af kletti út í ána. Innlent 8.8.2025 19:04
Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Ferðamenn í Reynisfjöru segjast lítið hafa vitað um hætturnar áður en þeir heimsóttu fjöruna. Þeir kalla eftir skýrari leiðbeiningum og fleiri skiltum. Hjón sem urðu vitni að banaslysinu telja að lífvörður á staðnum myndi aðeins vekja falska öryggistilfinningu. Innlent 8.8.2025 19:00
Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Maður féll við störf fjóra metra í Kópavogi í dag. Ekki er vitað hverjir áverkar hans voru. Innlent 8.8.2025 18:39
Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Ferðamenn í Reynisfjöru segjast lítið hafa vitað um hætturnar áður en þeir heimsóttu fjöruna. Þeir kalla eftir skýrari leiðbeiningum og fleiri skiltum. Hjón sem urðu vitni að banaslysi um síðustu helgi telja að lífvörður á staðnum myndi aðeins vekja falska öryggistilfinningu. Innlent 8.8.2025 18:14
Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að „veiða og sleppa“ aðferðin við laxveiði, sem felst í að drepa ekki laxinn til að vernda stofninn, hafi augljóslega ekki gengið upp. Öll gögn bendi til að samkeppni um fæðu meðal laxaseiða sé slík, að nauðsynlegt sé að grisja stofninn svo hann viðhaldi sér. Innlent 8.8.2025 17:12
Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Flokkur fólksins hefur varið einni og hálfri milljón króna í auglýsingar á Meta þann tíma sem flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn, sem er næstum því jafn mikið og allir hinir flokkarnir samanlagt. Frá áramótum hefur Framsókn keypt næstmest af auglýsingum á miðlum Marks Zuckerbergs en síðasta áratug hefur hlutfall auglýsingatekna sem rennur til innlendra miðla minnkað verulega. Innlent 8.8.2025 17:09
Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Landeigandi í Reynisfjöru segir nauðsynlegt að tekið sé mark á reynslu, sem hlotist hefur í gegnum tíðina um hvað virkar og hvað ekki í öryggismálum á svæðinu. Hörmuleg slys og harkaleg orðræða taki bæði á fyrir landeigendur og viðbragðsaðila. Innlent 8.8.2025 17:02
Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Áfengi var til sölu á leik Víkings og Bröndby í gær. Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir leyfisumsókn um áfengissölu á viðburðum félagsins enn í vinnslu. Átökin sem brutust út á leiknum ekki tengjast áfengissölunni á neinn hátt. Innlent 8.8.2025 16:07
Heitavatnslaust í Laugardal Vegna bilunar er heitvatnslaust í Laugardal og næsta nágrenni og hefur verið síðan klukkan eitt eftir hádegi. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Innlent 8.8.2025 15:39
Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Maður sem féll í Vestari-Jökulsá í Skagafirði fyrr í dag er látinn. Hann var erlendur ferðamaður. Innlent 8.8.2025 15:16
Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Níu af hverjum tíu landsmönnum telja sig búa á stað sem er góður staður fyrir samkynhneigða. Hlutfallið hefur hækkað lítillega undanfarinn áratug. Innlent 8.8.2025 15:05
Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Grímuklæddir stuðningsmenn danska knattspyrnuliðsins Bröndby réðust á stuðningsmenn Víkings eftir leik liðanna í gær. Einn var handtekinn en fyrir leik töldu forsvarsmenn danska liðsins litlar líkur á að nokkur maður myndi æsa sig. Innlent 8.8.2025 14:46
Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Amma sem glímir við veikindi á Norðurlandi hefur krafist nálgunarbanns gagnvart dóttur sinni eftir árás þeirrar síðarnefndu á hana. Héraðsdómur féllst á kröfuna en Landsréttur ómerkti vegna mistaka hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Innlent 8.8.2025 14:30
Maður féll í Vestari-Jökulsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á mesta forgangi um eittleytið vegna einstaklings sem féll í Vestari-Jökulsá í Skagafirði. Innlent 8.8.2025 13:48
Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Fangelsismálastjóri segir nánast útilokað að sakborningar sem sæti einangrun vegna sömu sakamálarannsóknar nái að hafa samskipti, vegna hönnunar Hólmsheiðarfangelsis. Fangar sem eru til rannsóknar í sömu málum eigi ekki að nota sömu útivistarsvæði, en fjöldi fanga í gæsluvarðahaldi reynist þó áskorun. Innlent 8.8.2025 12:12
Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun sveitarstjóra Mýrdalshrepps um aflífun hundanna Kols og Korku, sem voru aflífaðir 16. maí. Ekki hafi legið fyrir sönnun þess að hundarnir hefðu bitið lamb, sem þeim var gefið að sök að hafa bitið til ólífs. Innlent 8.8.2025 11:59
Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Fangelsismálastjóri segir nánast útilokað að sakborningar sem sæti einangrun vegna sömu sakamálarannsóknar nái að hafa samskipti, vegna hönnunar Hólmsheiðarfangelsis. Fangar sem eru til rannsóknar í sömu málum eigi ekki að nota sömu útivistarsvæði, en fjöldi fanga í gæsluvarðahaldi reynist þó áskorun. Innlent 8.8.2025 11:40
Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Forsætisráðherra hafnar því að ásælni ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandið trufli hana í að gæta hagsmunum Íslands á alþjóðavettvangi. Hún líti á allar sínar utanlandsferðir í embætti sem hagsmunagæsluferðir. Innlent 8.8.2025 11:31
Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Eistnesk hjón, sem voru stödd í Reynisfjöru þegar banaslys varð þar um síðustu helgi, telja að hugmyndir um mannaða vakt í fjörunni myndu litlu skila. Ferðamenn myndu einungis fyllast falskri öryggistilfinningu og verða kærulausari. Innlent 8.8.2025 10:49