Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn gefur lítið fyrir nýjan ársreikning Reykjavíkurborgar, sem sýnir fram á 4,7 milljarða króna afgang af rekstri samstæðu borgarinnar. Innlent 2.5.2025 11:55
Tæplega tíu milljarða viðsnúningur A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði 4,7 milljarða króna afgangi í fyrra, sem er 9,7 milljarða króna viðsnúningur frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var jákvæð um 10,7 milljarða króna, sem er 14,1 milljarði betri niðurstaða en árið áður. Innlent 2.5.2025 11:43
Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Starfslok Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, komu starfsfólki fyrirtækisins í opna skjöldu. Það vekur athygli að í ítarlegri fréttatilkynningu frá almannatengslafyrirtækinu Athygli tjáir Kári sig ekkert um starfslokin. Hann sagðist um áramótin harðákveðinn að ætla ekki að setjast í helgan stein. Hann myndi starfa til dauðadags. Innlent 2.5.2025 11:33
Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var meðal annars kölluð út vegna líkamsárása, innbrots og slagsmála ungmenna við verslunarmiðstöð. Innlent 2.5.2025 06:12
Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Maður um fertugt er grunaður um að hafa haldið erlendum ferðamanni í gíslingu í nokkrar klukkustundir auk þess sem hann hafi verið vopnaður byssu. Hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrr í dag af Héraðsdómi Reykjavíkur samkvæmt umfjöllun RÚV. Innlent 1.5.2025 23:09
Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segist ekki hika við að lögsækja Rafmennt skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskránna sem notast var við. Námskráin sé hans eigin hugarsmíð. Innlent 1.5.2025 22:58
Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Margt var um manninn í miðborg Reykjavíkur í tilefni Verkalýðsdagsins. Fólkið safnaðist saman á Skólavörðustíg og gengu þau saman niður á Ingólfstorg. Þar var útifundur þar sem Karla Esperanza Barralaga Ocón starfskona í umönnun, trúnaðarmaður og stjórnarmaður í Eflingu og Jóhanna Bárðardóttir rafveituvirki, rafvirki og trúnaðarmaður RSÍ, tóku til máls. Viktor Freyr Arnarsson ljósmyndari fangaði stemninguna. Innlent 1.5.2025 22:00
Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Prestar og djáknar kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda í málum barna sem „eiga allt sitt undir ákvörðunarvaldi íslenskra stjórnvalda .“ Þau óska eftir dvalarleyfi fyrir sautján ára kólumbískan dreng og lýsa yfir samstöðu við hann og fjölskyldu hans. Innlent 1.5.2025 21:31
Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Mikil þörf er fyrir aukna raforkuframleiðslu í landinu vegna fjölda verkefna, sem eru í gangi eða eru að fara af stað en þar spila gagnaver og önnur stórnotkun miklu máli, auk orkuskipta. Í dag er flutningskerfi raforku fulllestað og frekar veikt að sögn framkvæmdastjóra hjá Landsneti. Innlent 1.5.2025 20:03
Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir „Ég var tæplega þrítug þegar ég ákvað að láta ekki staðalímyndir, fordóma og mótlæti hafa áhrif á það hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Ég skráði mig í nám á rafvirkjabraut í FB og í dag get ég sagt með stolti að ég er ein af ríflega hundrað konum sem hafa lokið sveinsprófi í rafvirkjun á Íslandi,“ segir Jóhanna Bárðardóttir, formaður Félags fagkvenna. Hún var meðal þeirra sem hélt ræðu á Verkalýðsdaginn í Reykjavík. Innlent 1.5.2025 19:51
Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Forsætisráðherra lagði áherslu á samvinnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar í ávarpi sínu á Verkalýðsdaginn. Flokkar líkt og Samfylkingin þurfi áframhaldandi stuðning til að starfa í þágu vinnandi fólks. Innlent 1.5.2025 18:31
Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda vegna krafa nýs rekstraraðila fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 1.5.2025 18:12
Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir verkalýðsdaginn vera haldinn í skugga sjálfstöku verkalýðsforingja þetta árið. Hann gagnrýnir margmilljóna króna starfslokagreiðslur til verkalýðsleiðtoga sem snéru sér að öðrum starfsvettvangi. Innlent 1.5.2025 16:39
Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda hefur verið lagt fram á Alþingi eftir að hafa tekið breytingum í kjölfar samráðs. Brugðist hafi verið við ákalli sveitarfélaga um að gæta að áhrifum á litlar útgerðir og ábendingum um skort á mati á áhrifum. Innlent 1.5.2025 15:56
Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir að kaffiskúr leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli sé orðinn „nyrsta moska í heimi.“ Hann segist gruna að Isavia þori ekki að taka á málinu en að það sé þeirra að svara fyrir. Innlent 1.5.2025 15:26
Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að verið se að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að upp komi umfangsmikið rafmagnsleysi hér á landi eins og varð á Íberíuskaga á mánudag. Innlent 1.5.2025 14:01
Birgir Guðjónsson er látinn Birgir Guðjónsson, stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni sumardagsins fyrsta, 24. apríl síðastliðinn, 68 ára að aldri. Innlent 1.5.2025 13:41
Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um styrkjamálið svokallaða er komin langt á veg og búast má við niðurstöðu nefndarinnar með vorinu. Innlent 1.5.2025 13:23
„Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins er í dag. Af því tilefni verða kröfugöngur og dagskrá um land allt. Verkalýðsleiðtogi segir enn ýmislegt til að berjast fyrir og að dagurinn sé gríðarlega mikilvægur. Innlent 1.5.2025 12:56
Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Einn var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í morgun eftir að lögreglu var tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni í heimahúsi við Hverfisgötu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðgerðina hafa gengið vel. Innlent 1.5.2025 11:46
„Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. Innlent 1.5.2025 11:00
Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Víða um land verður blásið til kröfugöngu og hátíðardagskrár í tilefni af verkalýðsdeginum 1. maí. Innlent 1.5.2025 09:58
Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann vopnaðan skotvopni á Hverfisgötu og var því sérsveitin kölluð út. Einn hefur verið handtekinn og er málið enn í rannsókn. Innlent 1.5.2025 08:39
Líkamsárás á veitingastað Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás á veitingastað í miðborginni í nótt og er málið nú til rannsóknar. Innlent 1.5.2025 07:25