Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Þróttur tekur á móti Tindastóli sem varð að sætta sig við nístingssárt tap í síðustu umferð í Bestu deild kvenna í fótbolta. Þróttarar eru án taps og meðal efstu liða deildarinnar. Íslenski boltinn 3.5.2025 16:17
Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Valskonur hafa ekki fengið á sig eitt einasta mark í fyrstu þremur umferðum Bestu deildarinnar en hið sama verður ekki sagt um Stjörnuna sem mátt hefur þola tvö stór töp en vann sigur í síðustu umferð. Íslenski boltinn 3.5.2025 16:17
Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Fram innbyrti sín fyrstu stig þegar liðið bar sigurorð af FHL með tveimur mörkum gegn engu í nýliðaslag sínum við FHL í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Liðin voru stigalaus fyrir leikinn í dag á botni deildarinnar. Íslenski boltinn 3.5.2025 13:16
Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn 3.5.2025 13:16
Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn 2.5.2025 09:02
Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Gæti Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, átt eftir að feta í fótspor systur sinnar Hlínar með því að komast út í atvinnumennsku og í A-landsliðið? Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru sannfærðir um það. Íslenski boltinn 30.4.2025 23:17
Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Íslandsmeistarar Breiðabliks og Þróttur eru í hópi fjögurra efstu liða Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir þrjár umferðir, eftir sigurleiki í gærkvöld. Mörkin úr leikjunum má sjá á Vísi. Íslenski boltinn 30.4.2025 17:35
Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Ef spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Lengjudeildunum rætist standa Fylkir og Keflavík uppi sem sigurvegarar í þeim. Íslenski boltinn 30.4.2025 14:43
Stokke í raðir Aftureldingar Norski framherjinn Benjamin Stokke hefur gengið í raðir Aftureldingar. Hann skrifaði undir samning sem gildir út yfirstandandi leiktíð. Íslenski boltinn 30.4.2025 13:18
Bikarvörnin hefst gegn Fram Valur, sem varð bikarmeistari í fyrra, mætir Fram í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Þrír aðrir Bestu deildarslagir verða í sextán liða úrslitunum. Íslenski boltinn 30.4.2025 13:15
„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, er afar hrifinn af Eiði Gauta Sæbjörnssyni, framherja KR. Íslenski boltinn 30.4.2025 11:02
Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Bjarki Gunnlaugsson segir að það hafi verið högg þegar hann var úrskurðaður gjaldþrota. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni. Hann sagði nánasta samstarfsmanni sínum hjá umboðsskrifstofunni Total Football ekki frá gjaldþrotinu fyrr en eftir að fréttir af því birtust í fjölmiðlum. Íslenski boltinn 30.4.2025 09:34
Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Albert Brynjar Ingason, einn af sérfræðingum Stúkunnar, var allt annað en ánægður með hvernig Stjarnan kom inn í leik sinn gegn ÍBV í 3. umferð Bestu deildar karla. Farið var yfir óvænt tap heimamanna í síðasta þætti Stúkunnar. Íslenski boltinn 30.4.2025 07:01
Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Það styttist í að félagaskiptaglugginn í Bestu deild karla loki og nokkur félagaskipti hafa dottið inn í blálokin. Arnór Borg Guðjohnsen hefur gengið til liðs við Vestra á láni og Fram hefur fundið markvörð. Íslenski boltinn 29.4.2025 22:16
Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Víkingur hefur samið við Ali Al-Mosawe, dansk-íraskan vængmann sem lék síðast með Hilleröd í dönsku B-deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 29.4.2025 21:25
„Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, er ánægð með byrjun liðsins á tímabilinu. Þróttur sótti eins marks sigur gegn Víkingi í jöfnum baráttuleik í kvöld og hefur ekki tapað enn í deildinni. Íslenski boltinn 29.4.2025 20:34
Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Breiðablik tók á móti nýliðum Fram í þriðju umferð Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Það var ekki margt sem benti til þess að við fengjum markaleik í upphafi leiks en um leið og fyrsta markið kom þá opnuðust flóðgáttir. Breiðablik hafði að lokum öruggan sigur 7-1 og lyfti sér á topp deildarinnar. Íslenski boltinn 29.4.2025 17:16
Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Þróttur sótti 0-1 sigur gegn Víkingi í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Markmaðurinn Sigurborg Sveinbjörnsdóttir skoraði afar óheppilegt sjálfsmark sem reyndist eina markið í mjög færafáum leik. Íslenski boltinn 29.4.2025 17:16
Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Miðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir tekur slaginn með uppeldisfélagi sínu KR í Lengjudeild kvenna í fótbolta í sumar. Hún á að baki 45 A-landsleiki, mörg ár í atvinnumennsku og 163 leiki í efstu deild. Íslenski boltinn 29.4.2025 18:59
Henríetta lánuð til Þór/KA Henríetta Ágústsdóttir mun leika með Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Hún kemur á láni frá Stjörnunni. Íslenski boltinn 29.4.2025 18:01
Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Fótboltakonan Snædís María Jörundsdóttir hefur gengið til liðs við Stjörnuna á ný eftir eitt og hálft tímabil í herbúðum FH. Íslenski boltinn 29.4.2025 16:33
Gylfi valdið mestum vonbrigðum Gylfi Þór Sigurðsson er sá leikmaður sem hefur valdið mestum vonbrigðum það sem af er leiktíð í Bestu deild karla samkvæmt sérfræðingum Stúkunnar. Gylfa hefur ekki tekist að setja mark sitt á leik Víkinga þar sem af er móti. Íslenski boltinn 29.4.2025 15:01
Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er gengin aftur í raðir Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta á láni frá skoska félaginu Rangers. Hún mun spila með Breiðabliki næstu tvo mánuðina. Íslenski boltinn 29.4.2025 13:52
Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Fótboltamaðurinn Dagur Örn Fjeldsted er genginn í raðir FH á láni frá Breiðabliki. Lánssamningurinn gildir út tímabilið en eftir það eiga FH-ingar forkaupsrétt á honum. Íslenski boltinn 29.4.2025 13:18
Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sigur KR á ÍA á sunnudaginn, 5-0, var stærsti sá stærsti sem KR-ingar hafa unnið á Skagamönnum í efstu deild frá upphafi. Íslenski boltinn 29.4.2025 12:00
Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Þeir Albert Brynjar Ingason og Arnar Grétarsson sammæltust um það í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að FH-ingar verði í fallbaráttu í sumar. Hafnfirðingar eru í botnsæti Bestu deildar karla og hafa aðeins náð í eitt stig í fyrstu fjórum leikjum liðsins. Íslenski boltinn 29.4.2025 11:33