Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Bónus Körfuboltakvölds, sýndi sérfræðingum sínum gamlar myndir af kempum og öðrum sem tengjast körfuboltanum á Íslandi og bað þá um að giska á hverjir væru á myndunum. Körfubolti 17.12.2025 17:15
Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Guðbjörg Sverrisdóttir varð í gærkvöldi fyrsta konan til að spila fjögur hundruð deildarleiki í efstu deild. Hún setur leikjamet í hverjum leik. Körfubolti 17.12.2025 14:31
Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Íslandsmeistarar Stjörnunnar og topplið Grindavíkur munu mætast í átta liða úrslitum VÍS-bikars karla en þetta varð ljóst þegar dregið var í hádeginu. Körfubolti 17.12.2025 12:59
Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Cooper Flagg, nýliði Dallas Mavericks, skráði sig á spjöld sögunnar í nótt. Hann varð þá yngsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar til að skora fjörutíu stig í leik. Körfubolti 16.12.2025 09:34
Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Stjarnan vann öruggan tuttuga stiga sigur gegn Álftanesi í grannaslag í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í kvöld. Þremur öðrum leikjum var að ljúka. Körfubolti 15.12.2025 21:25
„Auðvitað var þetta sjokk“ Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Álftaness, segir það hafa verið sjokk að heyra að Kjartan Atli Kjartansson væri hættur sem þjálfari liðsins. Hans verði saknað en nú verði menn að þjappa sér vel saman og finna meiri gleði og baráttu í sínum leik. Körfubolti 15.12.2025 18:06
Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Nike Air skópar sem Michael Jordan notaði á fyrsta tímabili sínu í NBA-deildinni í körfubolta seldust á háa upphæð á uppboði á vegum Sotheby's. Körfubolti 15.12.2025 13:46
Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, settur þjálfari Álftaness, segir leikmenn hálf skammast sín eftir þungt tap gegn Tindastól á dögunum og afsögn Kjartans Atla Kjartanssonar úr starfi þjálfara liðsins. Kjartan bað Hjalta um að taka við af sér fljótlega eftir tapið gegn Stólunum á föstudag. Álftanes heimsækir nágranna sína í Stjörnunni í kvöld í bikarnum. Körfubolti 15.12.2025 11:58
Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Dillon Brooks hélt að hann væri hetja Phoenix Suns gegn Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í nótt en endaði á því að verða skúrkur. Körfubolti 15.12.2025 11:33
„Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Kemi tilþrif tíundu umferðar Bónusdeildar karla í körfubolta voru heldur betur ekki af lakari gerðinni. Þau voru tekin saman í síðasta Bónus Körfuboltakvöldi. Körfubolti 14.12.2025 23:31
Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Tindastóll, Keflavík og KR bættust í kvöld í hóp með Grindvíkingum yfir þau lið sem hafa tryggt sér sæti í átta liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta. Það var ekki mikil spenna í leikjunum þremur. Körfubolti 14.12.2025 21:08
Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Hilmar Smári Henningsson og félagar í Jonava Hipocredit unnu tveggja stiga útisigur á Nevezis í lithásku körfuboltadeildinni í kvöld. Körfubolti 14.12.2025 19:20
Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Grindvíkingar unnu Ármenninga í annað skiptið á fjórum dögum í kvöld og að þessu sinni tryggðu Grindvíkingar sér sæti í átta liða úrslutum VÍS-bikars karla í körfubolta. Körfubolti 14.12.2025 18:47
KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Tindastóll, Aþena og KR tryggðu sér bæði sæti í átta liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í kvöld en bæði unnu þau 1. deildarlið. Körfubolti 14.12.2025 18:23
Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Haukar tryggðu sig áfram í átta liða úrslit bikarkeppni kvenna í körfubolta með 101-92 sigri á útivelli í framlengdum leik gegn Njarðvík. Körfubolti 14.12.2025 16:27
Elvar leiddi liðið til sigurs Elvar Már Friðriksson spilaði mest allra leikmanna og gaf flestar stoðsendingar í 99-93 sigri Anwil Wloclawek gegn Miasto Szkla Krosno í 11. umferð pólsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Körfubolti 14.12.2025 13:45
Tryggvi lét mest til sín taka Tryggvi Snær Hlinason átti öflugan leik fyrir Surne Bilbao í 93-75 sigri gegn Forca Lleida í 10. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Körfubolti 14.12.2025 13:16
Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Victor Wembanyama var mættur aftur út á gólf eftir tólf leikja fjarveru vegna meiðsla þegar San Antonio Spurs lögðu ríkjandi NBA meistara Oklahoma City Thunder að velli í nótt með 111-109 sigri sem kom þeim áfram í úrslitaleik NBA bikarsins. Körfubolti 14.12.2025 09:33
Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Ármannskonur komust í kvöld áfram í átta liða úrslit VÍS-bikarsins í körfubolta eftir sigur á ÍR-konum í Skógarselinu. Körfubolti 13.12.2025 20:53
Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Keflavíkurkonur tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta eftir dramatískan sigur á Valskonum á Hlíðarenda. Körfubolti 13.12.2025 19:00
Kjartan Atli lætur af störfum Stjórn körfuknattleiksdeildar Álftaness hefur komist að samkomulagi um starfslok Kjartans Atla Kjartanssonar, aðalþjálfara Álftaness. Ákvörðun um að Kjartan láti af störfum er hans eigin samkvæmt tilkynningu stjórnar. Körfubolti 13.12.2025 12:43
Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Álftanes var flengt fastar en nokkuð annað lið í sögu efstu deildar karla í körfubolta þegar Tindastóll kom í heimsókn í gærkvöldi. Körfubolti 13.12.2025 12:06
Curry sneri aftur með miklum látum Eftir að hafa setið utan vallar síðustu tvær vikur vegna meiðsla mætti Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State Warriors, aftur út á gólf í gærkvöldi og gerði það með látum. Körfubolti 13.12.2025 09:50
Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Þór Þorlákshöfn varð fyrsta liðið til að tapa gegn nýliðum Ármanns í síðustu umferð og tapið varð stórt, en Þórsarar fá tækifæri til að svara fyrir sig þegar þeir heimsækja Njarðvík í 11. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Körfubolti 12.12.2025 18:18