Víða engin lágmarkskjörsókn 8. júní 2004 00:01 Ekki eru nein fordæmi fyrir því í nágrannaríkjum Íslands að krefjast 75 prósenta lágmarkskjörsóknar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Víða er engrar lágmarkskjörsóknar krafist. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin eigi að miða við að þrír fjórðu hutar kjósenda greiði atkvæði, til kosningin teljist gild. Slíkar kröfur yrðu strangari en á hinum Norðurlöndunum. Í öllum norrænu ríkjunum nema á Íslandi, eru til lög um þjóðaratkvæðagreiðslur, og eru þau inni í stjórnarskrá. Í Finnlandi og Noregi eru engin skilyrði um lágmarksþátttöku í kosninginnu. Kosningin er hinsvegar ekki bindandi - þó þingin hafi aldrei gengið á svig við niðurstöðuna. Í Svíþjóð eru heldur engin ákvæði um lágmarkskjörsókn, en lög verða þó aðeins felld í þjóðaratkvæðagreiðslu ef þeir sem segja nei, eru að minnsta kosti helmingur þeirra sem kusu í síðustu alþingiskosningum. Í danska sendiráðinu fengust þær upplýsingar að í þjóðaratkvæðagreiðslum gildi einfaldur meirihluti. Lögin sem atkvæði eru greidd um, verða hinsvegar ekki felld úr gildi - nema 30% þeirra sem eru á kjörskrá segi nei við þeim. Það þarf því í raun ákveðna lágmarksþáttöku til að hægt sé að fella lög úr gildi - að minnsta kosti 30% ef allir kjósendur greiddu atkvæði á á móti. Í Danmörku getur einn þriðji þingmanna krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög. Það hefur einu sinni gerst, og var það árið 1963, en málið snérist um kaup og sölu á jörðum. Lögunum var hafnað. Þá greiddu Danir árið 2000 atkvæði um Evruna. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Evrópusambandsins, segir engin dæmi þess að sett hafi verið ákvæði um ákveðna lágmarksþátttökuprósentu í þjóðaratkvæðagreiðslum í Evrópu. Þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram til forseta gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988 var kjörsókn 72,5%. Það er minnsta kjörsókn í almennum kosningum síðan árið 1933. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira
Ekki eru nein fordæmi fyrir því í nágrannaríkjum Íslands að krefjast 75 prósenta lágmarkskjörsóknar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Víða er engrar lágmarkskjörsóknar krafist. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin eigi að miða við að þrír fjórðu hutar kjósenda greiði atkvæði, til kosningin teljist gild. Slíkar kröfur yrðu strangari en á hinum Norðurlöndunum. Í öllum norrænu ríkjunum nema á Íslandi, eru til lög um þjóðaratkvæðagreiðslur, og eru þau inni í stjórnarskrá. Í Finnlandi og Noregi eru engin skilyrði um lágmarksþátttöku í kosninginnu. Kosningin er hinsvegar ekki bindandi - þó þingin hafi aldrei gengið á svig við niðurstöðuna. Í Svíþjóð eru heldur engin ákvæði um lágmarkskjörsókn, en lög verða þó aðeins felld í þjóðaratkvæðagreiðslu ef þeir sem segja nei, eru að minnsta kosti helmingur þeirra sem kusu í síðustu alþingiskosningum. Í danska sendiráðinu fengust þær upplýsingar að í þjóðaratkvæðagreiðslum gildi einfaldur meirihluti. Lögin sem atkvæði eru greidd um, verða hinsvegar ekki felld úr gildi - nema 30% þeirra sem eru á kjörskrá segi nei við þeim. Það þarf því í raun ákveðna lágmarksþáttöku til að hægt sé að fella lög úr gildi - að minnsta kosti 30% ef allir kjósendur greiddu atkvæði á á móti. Í Danmörku getur einn þriðji þingmanna krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög. Það hefur einu sinni gerst, og var það árið 1963, en málið snérist um kaup og sölu á jörðum. Lögunum var hafnað. Þá greiddu Danir árið 2000 atkvæði um Evruna. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Evrópusambandsins, segir engin dæmi þess að sett hafi verið ákvæði um ákveðna lágmarksþátttökuprósentu í þjóðaratkvæðagreiðslum í Evrópu. Þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram til forseta gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988 var kjörsókn 72,5%. Það er minnsta kjörsókn í almennum kosningum síðan árið 1933.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira