Ólík kosningabarátta 16. júní 2004 00:01 Tíu dögum fyrir forsetakosningar keppast frambjóðendurnir Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson við að koma sér á framfæri en þó með ólíkum hætti. Baldur Ágústsson mætti í hádeginu ásamt kosningastjóra sínum í dreifingarmiðstöð Íslandspósts á Stórhöfða í Reykjavík. Þar ávarpaði hann starfsfólk í mötuneytinu. Ávarp Baldurs var örstutt, aðeins tæplega tvær mínútur, en því næst bauð hann fólki að spyrja. Spurningar voru engar og Baldur þakkaði fyrir sig og óskaði mönnum góðrar máltíðar. Þar með var vinnustaðafundinum lokið en hann stóð í nákvæmlega tvær mínútur og 32 sekúndur. Baldur segir að sér sé tekið vel þar sem hann fer, fólk vilji frið um embættið og fagni því að kominn sé fram ópólitískur valkostur. Á leiðinni út spjallaði Baldur við tvær konur stutta stund en annað gerðist ekki í þessari örstuttu heimsókn hans til Íslandspósts. Barátta Ástþórs Magnússonar þessa dagana snýst aðallega um það að komast að í fjölmiðlum. Hann komst að í dag í 45 mínútur á Hrafnaþingi Ingva Hrafns á Útvarpi Sögu, reyndar óboðinn. Hann sagðist vilja kynna boðskap sinn fyrir Ingva Hrafni þar sem hann hefði greinilega ekki kynnt sér hann nægilega vel sjálfur. Ingvi Hrafn lét að því liggja að Ástþór væri ekki með öllum mjalla. Hann spurði hann hvort hann hefði farið í geðrannsókn en Ástþór neitaði því, hins vegar væri hann tilbúinn til þess hvenær sem er. Ástþór þótti komast ágætlega frá óþæglegum spurningum og Ingvi Hrafn gaf honum sitt heilbrigðisvottorð. Hann væri prúður maður og liti vel út, eins og geðheilbrigður maður. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Tíu dögum fyrir forsetakosningar keppast frambjóðendurnir Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson við að koma sér á framfæri en þó með ólíkum hætti. Baldur Ágústsson mætti í hádeginu ásamt kosningastjóra sínum í dreifingarmiðstöð Íslandspósts á Stórhöfða í Reykjavík. Þar ávarpaði hann starfsfólk í mötuneytinu. Ávarp Baldurs var örstutt, aðeins tæplega tvær mínútur, en því næst bauð hann fólki að spyrja. Spurningar voru engar og Baldur þakkaði fyrir sig og óskaði mönnum góðrar máltíðar. Þar með var vinnustaðafundinum lokið en hann stóð í nákvæmlega tvær mínútur og 32 sekúndur. Baldur segir að sér sé tekið vel þar sem hann fer, fólk vilji frið um embættið og fagni því að kominn sé fram ópólitískur valkostur. Á leiðinni út spjallaði Baldur við tvær konur stutta stund en annað gerðist ekki í þessari örstuttu heimsókn hans til Íslandspósts. Barátta Ástþórs Magnússonar þessa dagana snýst aðallega um það að komast að í fjölmiðlum. Hann komst að í dag í 45 mínútur á Hrafnaþingi Ingva Hrafns á Útvarpi Sögu, reyndar óboðinn. Hann sagðist vilja kynna boðskap sinn fyrir Ingva Hrafni þar sem hann hefði greinilega ekki kynnt sér hann nægilega vel sjálfur. Ingvi Hrafn lét að því liggja að Ástþór væri ekki með öllum mjalla. Hann spurði hann hvort hann hefði farið í geðrannsókn en Ástþór neitaði því, hins vegar væri hann tilbúinn til þess hvenær sem er. Ástþór þótti komast ágætlega frá óþæglegum spurningum og Ingvi Hrafn gaf honum sitt heilbrigðisvottorð. Hann væri prúður maður og liti vel út, eins og geðheilbrigður maður.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira