Mun færri kjósa utan kjörfundar 18. júní 2004 00:01 Mun færri hafa nýtt sér þann rétt að greiða atkvæði utan kjörfundar, nú þegar átta dagar eru í forsetakosningar, en fyrir forsetakosningarnar árið 1996. Í Reykjavík eru þeir um helmingi færri en norðanmenn eru á svipuðu róli og fyrir síðustu kosningar. Kjósanda sem ekki getur kosið í forsetakosningunum á kjördag, þann 26. júní, er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt. Í stærsta sýslumannsumdæminu, Reykjavík, hafa 1134 greitt atkvæði sem þykir lág tala þegar svo skammt er til kosninga. Heimingi fleiri höfðu skilað inn atvkæði átta dögum fyrir síðustu Alþingis- og forsetakosningar. Sömu sögu er að segja af fjölda atkvæða sem hafa borist til sýslumannsins í Keflavík. Þau eru 83 en voru 198 þegar átta dagar voru til forsetakosninga árið 1996. Ekki er vitað hvort um er að kenna áhugaleysi eða seinangang kjósenda í Reykjavík og Keflavík eða hvort tölurnar gefi vísbendingar um að fleiri ætli að láta undir höfuð leggjast að greiða atkvæði í kosningunum nú. Sýslumaðurinn Akureyri hefur þó fengið 201 atkvæði í hús eða álíka mörg og fyrir síðustu kosningar. Þeir sem staddir eru erlendis geta greitt atkvæði á skrifstofu sendiráðs eða fastanefndar hjá alþjóðastofnunum. Áhafnir eða farþegar, um borð í íslenskum skipum á siglingum erlendis eða á fjarlægum miðum, mega kjósa um borð í þeim. Skipstjóri eða sá sem hann tilnefnir er þá kjörstjóri. Þeir sem eru til meðferðar á sjúkrahúsi eða eru vistmenn á dvalaheimilum er heimilt að greiða atkvæði á stofnunni og kjósandi sem ekki getur sótt kjörfund á kjördag vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Mun færri hafa nýtt sér þann rétt að greiða atkvæði utan kjörfundar, nú þegar átta dagar eru í forsetakosningar, en fyrir forsetakosningarnar árið 1996. Í Reykjavík eru þeir um helmingi færri en norðanmenn eru á svipuðu róli og fyrir síðustu kosningar. Kjósanda sem ekki getur kosið í forsetakosningunum á kjördag, þann 26. júní, er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt. Í stærsta sýslumannsumdæminu, Reykjavík, hafa 1134 greitt atkvæði sem þykir lág tala þegar svo skammt er til kosninga. Heimingi fleiri höfðu skilað inn atvkæði átta dögum fyrir síðustu Alþingis- og forsetakosningar. Sömu sögu er að segja af fjölda atkvæða sem hafa borist til sýslumannsins í Keflavík. Þau eru 83 en voru 198 þegar átta dagar voru til forsetakosninga árið 1996. Ekki er vitað hvort um er að kenna áhugaleysi eða seinangang kjósenda í Reykjavík og Keflavík eða hvort tölurnar gefi vísbendingar um að fleiri ætli að láta undir höfuð leggjast að greiða atkvæði í kosningunum nú. Sýslumaðurinn Akureyri hefur þó fengið 201 atkvæði í hús eða álíka mörg og fyrir síðustu kosningar. Þeir sem staddir eru erlendis geta greitt atkvæði á skrifstofu sendiráðs eða fastanefndar hjá alþjóðastofnunum. Áhafnir eða farþegar, um borð í íslenskum skipum á siglingum erlendis eða á fjarlægum miðum, mega kjósa um borð í þeim. Skipstjóri eða sá sem hann tilnefnir er þá kjörstjóri. Þeir sem eru til meðferðar á sjúkrahúsi eða eru vistmenn á dvalaheimilum er heimilt að greiða atkvæði á stofnunni og kjósandi sem ekki getur sótt kjörfund á kjördag vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira