Ferðast aftur í tímann í Cambridge 23. júní 2004 00:01 Háskólaborgin Cambridge er nær Reykjavík en margan grunar. Bærinn er einungis hálftíma lestarferð frá Stanstead-flugvelli - sem þýðir aðeins rúmlega fjögurra tíma ferðalag fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þetta stutta ferðalag færir Íslending hins vegar langt aftur í tímann, sagan kallar við hvert fótmál. Þrátt fyrir að Cambridge sé mikill háskólabær er vel þess virði fyrir venjulegan ferðalang að bregða sér þangað til að upplifa breska stemningu eins og hún gerist best. Háskólabyggingarnar eru hverjar annarri fallegri og hægt að skoða þær velflestar utan prófatíma, þá er allt lokað og læst enda mikilvægt að nemendur getir einbeitt sér að náminu. Elsti háskólinn er frá miðöldum og síðan þá hafa þeir verið stofnaðir einn af öðrum. Ýmislegt er hægt að gera í Cambridge, hægt að rölta um göturnar og lifa sig inn í rómantískt andrúmsloftið eða bregða sér í bátsferð um ána Cam. Hún rennur um borgina og er vinsælt sport hjá háskólastúdentum er að stjaka sér niður ána á þartilgerðum bátum. Á enda bátsins er sléttur pallur þar sem sá sem stjakar stendur - berfættur ef hann er vanur. Hægt er að leigja bátana og spreyta sig í þessu sporti sjálfur - en tekið skal fram að það er reyndar ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Falleg þorp eru í nágrenni Cambridge og er hér sérstaklega mælt með heimsókn í þorpið Grantchester sem er í um hálftíma göngufjarlægð frá Cambridge, yfir bleika akra og slegin tún. Þar er fornfrægur testaður, the Orchard. Í garði staðarins er rómantískt að sitja og sötra te eins og Virginia Woolf og vinir hennar gerðu. Það má lesa í bækling sem er að finna á staðnum. Ástæðulaust er þó að óttast of mikið túristaflóð. Enn í dag er staðurinn vinsæll hjá Cambridge-stúdentum. Er prófum lýkur í júní er til að mynda vinsælt að ljúka gleðskapnum í morgunmat á The Orchard, morgunmat með jarðarberjum og kampavíni. Gagnlegar vefsíður: bedandbreakfasts-uk.co.uk hotels-england.co.uk/cambridge.htm Skemmtilegt að gera: Ganga til Grantchester, Fara á barinn The Eagle þar sem Watson og Crick sátu þegar þeir uppgötvuðu DNA. Rölta um bæinn. Sigla á ánni. sigridur@frettabladid.is Ferðalög Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Sjá meira
Háskólaborgin Cambridge er nær Reykjavík en margan grunar. Bærinn er einungis hálftíma lestarferð frá Stanstead-flugvelli - sem þýðir aðeins rúmlega fjögurra tíma ferðalag fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þetta stutta ferðalag færir Íslending hins vegar langt aftur í tímann, sagan kallar við hvert fótmál. Þrátt fyrir að Cambridge sé mikill háskólabær er vel þess virði fyrir venjulegan ferðalang að bregða sér þangað til að upplifa breska stemningu eins og hún gerist best. Háskólabyggingarnar eru hverjar annarri fallegri og hægt að skoða þær velflestar utan prófatíma, þá er allt lokað og læst enda mikilvægt að nemendur getir einbeitt sér að náminu. Elsti háskólinn er frá miðöldum og síðan þá hafa þeir verið stofnaðir einn af öðrum. Ýmislegt er hægt að gera í Cambridge, hægt að rölta um göturnar og lifa sig inn í rómantískt andrúmsloftið eða bregða sér í bátsferð um ána Cam. Hún rennur um borgina og er vinsælt sport hjá háskólastúdentum er að stjaka sér niður ána á þartilgerðum bátum. Á enda bátsins er sléttur pallur þar sem sá sem stjakar stendur - berfættur ef hann er vanur. Hægt er að leigja bátana og spreyta sig í þessu sporti sjálfur - en tekið skal fram að það er reyndar ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Falleg þorp eru í nágrenni Cambridge og er hér sérstaklega mælt með heimsókn í þorpið Grantchester sem er í um hálftíma göngufjarlægð frá Cambridge, yfir bleika akra og slegin tún. Þar er fornfrægur testaður, the Orchard. Í garði staðarins er rómantískt að sitja og sötra te eins og Virginia Woolf og vinir hennar gerðu. Það má lesa í bækling sem er að finna á staðnum. Ástæðulaust er þó að óttast of mikið túristaflóð. Enn í dag er staðurinn vinsæll hjá Cambridge-stúdentum. Er prófum lýkur í júní er til að mynda vinsælt að ljúka gleðskapnum í morgunmat á The Orchard, morgunmat með jarðarberjum og kampavíni. Gagnlegar vefsíður: bedandbreakfasts-uk.co.uk hotels-england.co.uk/cambridge.htm Skemmtilegt að gera: Ganga til Grantchester, Fara á barinn The Eagle þar sem Watson og Crick sátu þegar þeir uppgötvuðu DNA. Rölta um bæinn. Sigla á ánni. sigridur@frettabladid.is
Ferðalög Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Sjá meira